Gagnvirk frumgerð fyrir snallsíma með proto.io

Sunnudagskvöldið mitt fór í þetta. Virkilega skemmtilegt.

Ég skráði mig í 15 daga prufu aðgang hjá proto.io og henti saman hugmynd að appi. Ég gerði þetta nú helst bara til þess að prófa. Ekki get ég sagt að útkoman sé neitt sérstaklega falleg (mér að kena) en það er alveg hellings "virkni" í henni. Hver veit nema að ég endi bara á því að forrita þetta alla leið.

Þetta er dálítið sniðugt fyrirbæri því ég vel fyrirfram tegundina af stýrikerfi (ios,Android,Windows) og síðan tegundina af síma sem ég ætla að búa til fyrir. Þegar það er búið þá er hægt að draga t.d takka út á hönnunar viðmótið og skoða það í appinu þeirra sem þú þarf þá að hlaða niður. 

Ég tel að það sé alveg gjörsamlega nauðsynlegt að búa til svona gagn virka frumgerðir áður en vaðið er út í dýpri forritun. En það virðist nú samt vera gert aftur og aftur... 

Be the first to rate this post

  • Currently 0/5 Stars.
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/19/2015 at 10:56 PM
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed