At last(pass)

Jæja loksins er ég búinn að setja upp LastPass  fyrir allar síður sem ég logga mig inn á. Það var orðið neyðarlegt hvað ég var kominn með svipuð lykilorð (sumstaðar þau sömu) á margar af þeim síðum sem ég logga mig inn á.

Þessu breytti ég um helgina og setti upp LastPass   sem ég hef verið á leiðinni að gera í möööörg ár en ekki fundið tímann til að framkvæma.

Það kom síðan bara í ljós að það tók mig c.a 15 mínútur að skipta út lykilorðum fyrir Gmail,Hotmail,LinkedIn,Amazon,Facebook,PayPal,Dropbox og Twitter.

En núna þarf ég s.s að setja upp forritið þeirra á tölvunum sem ég nota svo að ég geti loggað mig inn í gegnum browserana með mikklu öruggara lykilorði en áður. 

 

Einnig er ég kominn með LastPass Appið  sem í IPhone er hægt að loka með fingraförum sem gerir þetta frekar mikið öruggt.

 1. Nota þumalputtann til að opna forritið til að komast í lykilorðin                         


 

2.  Þá sérðu lista yfir allar síðurnar sem þú ferð inn á. 

 
 
 
3. Þá geturðu valið eina síðuna og valið úr þessum valmöguleikum.
T.d geturðu valið "Copy Password" og þá geturðu paste-að lykilorðið inn í lykilorða gluggann fyrir viðkomandi síðu (á símanum þínum)
 

Be the first to rate this post

  • Currently 0/5 Stars.
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/7/2015 at 9:56 AM
Categories: Almennt Blaður | IPhone | Tækni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed