Að "Scrape-a" vefsíður

Það kallast víst stundum að stela efni en það er ekki mitt mál að blanda siðfræði við tæknina. Við skulum bara halda þessu klínísku hérna :-)

 Ég fann áhugaverða grein Web Scraping and Crawling With Scrapy and MongoDB sem er meira fyrir forritarana og síðan þessa hérna Imort.io sem er frítt. Þeir bjóða bæði upp á API sem hægt er að tengjast og desctop forrit sem er öflugara.

Ég hlóð Import.io niður og gerði ekkert með það í 2 daga og þá fékk ég póst frá þeim um að þeim grunaði að ég hefði ekki náð að nota forritið en þeir vildu að ég gæti notað það til að ná öllum þeim gögnum sem ég gæti af netinu því þeir trúa því að allt sem sé á netinu sér frítt.

Þeir bjóða manni að hafa samband við þá til að hjálpa við það að gera það sem maður þarf. Ég mun klárlega nota þetta forrit einn daginn. 

 

Be the first to rate this post

  • Currently 0/5 Stars.
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/21/2015 at 10:42 PM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed