Að forrita ajax köll á móti https þjónustu

Um helgina ætlaði ég að forrita smá á móti vefþjónustu þjónustu.

Ég ákvað að JsBin til að þróa af því að þetta var bara létt kall á móti þjónustunni þar sem ég ætlaði að nota gildi úr dropdown til að kalla á hana.

En um leið og ég reyndi að kalla á þjónustuna úr javascriptinu þá klikkaði allt.

Ástæðan? Jú "Cross-Origin Resource Sharing" eða CORS. Þetta hérna er annars mjög góð grein Making Cross-Domain Requests with CORS eftir starfsmann Twitter.   

Lausnin 

Þar sem ég hef enga stjórn JsBin umhverfinu þá hoppaði ég bara yfir í Visual Studio (sem ég vinn í daglega í).  Mér hafði bara þótt það overkill að gera þetta í VS. 

Til þess að fá þetta til að virka þá þurfti ég að bæta eftirfarandi xml-i við web.config undir <system.webServer>

<httpProtocol>

      <customHeaders>

        <add name="Access-Control-Allow-Origin" value="*" />

        <add name="Access-Control-Allow-Methods" value="GET, POST, OPTIONS"/>

        <add name="Access-Control-Allow-Headers" value="Content-Type, Accept, SOAPAction"/>

        <add name="Access-Control-Max-Age" value="1728000"/>

      </customHeaders>

</httpProtocol>

Það ætti að vera nóg að bæta við fyrstu línunni (<add name="Access-Control-Allow-Origin" value="*" />) en ég bætti við öllum þessum.

Þarna hefði allt átt að vera byrjað að virka en vegna þess að ég var að kalla á https (ssl) þjónustu þá virkar ekki að kalla á hana frá vefsíðu sem er http.

  ATH. Þetta virkar bara í IE. Þessi header er ekki settur í svarið í Chrome eða Firefox. Spurning að reyna þetta addon fyrir Chrome?

Og hvernig keyrirðu vef auðveldlega upp í https? Þú lest þessa grein hérna frá Scott Hanselman og notar IIS Express til að keyra projectið upp í ssl.

1. Setja web projectið á SSL Enabled = true

2. Bæta þessu  <binding protocol="https" bindingInformation="*:44302:localhost" /> við í ApplicationHost.config skránna.

3. Ræsa upp (F5) projectið.

4. Hægrismella á IIS Express í tray og velja https útgáfuna.

 

Núna geturðu byrjað að kalla á https þjónustuna út úr javascriptinni í  þróunarumhverfinu þínu. 

Be the first to rate this post

  • Currently 0/5 Stars.
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/16/2015 at 9:26 AM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed