Sturtu fettis?

Ég mun líklegast setja sturtuna mína í gang í fyrsta skipti á morgun. Væntingar stuðullinn er kominn upp fyrir öll velsæmis mörk! Krafan er eiginlega sú að það sé svo mikið vatn sem komi út úr sturtuhausnum að ég finni mig knúinn til að lækka í kraftinum!!

Spec:

 • Sturtan er með innbyggðu 3/4 tommu Vola tæki (5474R) sem á að geta skilað af sér 55,5 lítrum á mínutu undir 5 Bar.
 • Að tækjunum liggur 20mm rör, sem og frá tækinu upp í hausinn.
 • Þrystingurinn í pípunum er c.a 6.5 Bar eða 94.3 psi skv. þessari reiknivél
 • Ég braut upp vegginn fyrir neðan sturtuna til að stækka niðurfallið úr 50mm í 75mm
 • Niðurfallið er Unidrain og á að þola allt þetta vatnsmagn. Ég hefði getað farið í stærra niðurfall með Kessel en ég var sannfærður af þeim í Tengi að ég þyrfti það ekki. Ef það reynist rangt þá verð ég alveg !$%%&!!&*! Yell

 

Núna á ég eftir að kaupa sturtuhaus og eins gott er að hann geti skilað öllu þessu magni af vatni. Spurning um að kaupa svona "efna slysa haus" eins og þennann hérna fyrir neðan.  Þessi skilar 114 lítrum/30 GPM (Gallon Per Minute) á mínútu (eða næstum 2 lítrum á sek!!). Sá að það er hægt að kaupa hann í Svíþjóð. Spurning að láta Bóa kaupa hann og senda mér? 

Auðvitað er þetta frekar öfgafult. Og þá sérstaklega í ljósi þess að í bandaríkjunum er bannað (frá 1994)  að selja hausa sem skila meira en 2.5 GPM/9.5 lítra.


Ég smelli inn myndum af sturtunni um leið og hún er tilbúinn!

 Í dag mun ég samt fara í Hringrás og líklegast kaupa sturtuhaus eins og sjást á mörgum baðstöðum landsins. Þessir hausar eru líkir þessum gula hérna fyrir ofan. Sjá t.d "Lord" frá Hringrás.  Hann lítur svipað út og þessi hérna fyrir neðan. 


En það sem ég ætla að gera er að stækka götin í hausnum þannig að meira vatn komi út úr honum! Cool Þetta verður ROSALEGT!!! Smelli inn pósti með myndum af þessari tilraun á morgun!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/6/2012 at 4:18 PM
Tags:
Categories: Almennt Blaður | Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (9) | Post RSSRSS comment feed

Comments