Besta kjöt marenering í heimi og hvernig á að gera kjötið meirt

Ég fann ekki uppskriftina að mareneringunni fyrr en eftir þónokkra leit og því vildi ég bara henda henni hingað inn svo ég geti fundið hana seinna þegar ég þarf á henni að halda! Uppskriftin er kominn frá mömmu sem fékk hana eflaust einhverstaðar annarstaðar frá!

Fyrst skal kjötið lagt í maukaðann ferskan ananas. Finnið eins grænann ananas og þið getið! Í ananasnum er enzim sem brítur niður trefjarnar í kjötinu og gerir það meirt. Kjötið má alls ekki liggja lengur en 1 dag í maukinu. Kjötið verður bara að sósu ef það er gert! Kjötið er auðvitað geymt í ískáp. Kjötið er síðan bara skolað í köldi vantni og mareneringunni hellt yfir kjötið.

Mömmu Mareneringinn

1 dl sojasosa
5 hvítlauksgeirar (maukaðir)
3 cm engifer (maukað)
1 teskeið Cumin (alls ekki Kumen)...
1 teskeið paprikuduft
1 matskeið Didjon sinnep
3 matskeiðar steinselja (fint skorin)
3 matskeiðar púðursykur


 Kjötið er síðan látið liggja i leginum í  2-3 daga! Ég mæli með 2 dögum min!

 

Hvernig skal grilla kjötið til fullkomnuna

 1. Hitið grillið.
 2. Lækkið aðeins í logunum.
 3. Setjið kjötið á grillið í 5 mín á annari hliðinni.
 4. Snúið kjötinu við og grillið í 3 mín.
 5. Alls ekki láta kjötið brenna!
 6. Takið kjötið af grillinu og pakkið því inn í álpappír og setjið á grillið í 10 mín. NB. slökkvið á grillinu!
 7. Takið kjötið í álpappírnum og vefjið því inn í handklæði/viskustykki og látið kjötið eldast í 25 mín. Þannig sér hitinn í kjötinu um að elda það í gegn! 

 Ef þetta er gert t.d við úrbeinað lambalæri þá fáið þið ótrúlega meirt og gott kjöt! Endilega látið mig vita ef þið prófið þetta því það er gaman að vita hvernig öðrum gengur með þetta!

 


Þetta er mynd af úrbeinuðu lambalæri rétt áður en það fór á grillið!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/20/2010 at 4:38 PM
Categories: Matur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed