Áralöngu samstarfi að ljúka

Eftir c.a 6 ár af notkun þá er blóma potturinn minn að gefa upp öndina. Ég er búinn að nota hann sem vatnsglas nánast allan þann tíma sem ég hef unnið hérna en núna er sprungan sem byrjaði að myndast fyrir c.a 1.5 ári að leka vatni.

Þetta er eiginlega hálf sorglegt þar sem ég hef fengið mér 1 glas af vatni á móti hverjum einasta kaffibolla sem ég hef drukkið. Og þetta hafa verið gríðarlega margir bollar!

Spurningin er núna : Hvað á ég að gera við glasið? Jarða það? Halda þá jarðarför? Hverjum á að bjóða? Hummmmm ákvarðani, ákvarðanir!

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/4/2012 at 9:57 AM
Categories: Almennt Blaður | Fjölskyldan | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Helti kaffi í klofið á mér! AFTUR!!

16. september 2008 (rétt fyrir bankahrun) þá sullaði ég kaffi niður í mitt klof (og niður hægri löppina). Þetta endurtók sig RÉTT Í ÞESSU rétt um 2 vikur frá 4 ára afmæli fyrri bollans! Sjá mynd neðst.

Á maður að hafa áhyggjur af annari kreppu?

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/3/2012 at 12:48 PM
Tags:
Categories: Almennt Blaður | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Gradiant Generator

Þetta er alveg tær snild þetta tól Ultimate Gradiant Generator.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/20/2012 at 8:36 AM
Tags:
Categories: Forritun | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (11) | Post RSSRSS comment feed

Heilsuátakskeppni hafin í vinnunni

Eins og alltaf þá mældist égoffitu keppur! Það er ekki í fyrsta sinn sem það hefur gerst!

Átakið apríl 2009

Átakið Júní 2009

 Djöfull ætla ég að taka þetta núna ;-)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/10/2012 at 3:33 PM
Categories: Heilsa | Keppni | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Frábær grein um það að taka viðtal við verðandi forritara

Þessi grein The Guerrilla Guide to Interviewing (version 3.0) er alveg stútfull af upplýsingum fyrir þann sem er að ráða nýjann forritara. Ég mun klárlega lesa hana yfir ef ég mun einhverntímann þurfa að taka viðtal við verðandi starfsmann.

T.d að taka bara 3 mínútur eftir viðtalið til þess að ákveða það hvort það eigi að ráða viðkomandi.

"The optimal time to make a decision about the candidate is about three minutes after the end of the interview. Far too many companies allow interviewers to wait days or weeks before turning in their feedback. Unfortunately, the more time that passes, the less you’ll remember.

I ask interviewers to write immediate feedback after the interview, either a “hire” or “no hire”, followed by a one or two paragraph justification. It’s due 15 minutes after the interview ends."

Það er alveg spurning hvort maður fari ekki og tækli nokkur "Project Euler" dæmi til að æfa sig? Einnig væri spurning að taka fyrir dæmi úr Tölvunarfræði 2 úr HÍ Vikublod.rar (962.63 kb) ?


Laughing spurning að lesa  Signs that you're a bad programmer ef þér fannst þetta ekkert sniðugt? Tongue out Æ ég veit ekki!

UPFÆRSLA

Ég fann góðann lista yfir spurningar sem eru almenns eðlis um forritun og gæti verið gott að spyrja (eða kunna svörin við!).

 • What would you like to do?
 • Why are you leaving your current job?
 • What motivates you?
 • What are your strengths? Weaknesses?
 • What are the really important aspects of software development?
 • If given a new programming problem, what is your first step in producing code?
 • What is Object Oriented Design?
 • What are the essential elements of OO programming?
 • Describe an interesting class you have designed.
 • OOD Methodology?
 • What books have you read on software design that were good? Blogs? Websites? Magazines? Project Management software?
 • What are some favorite web sites for technical information?
 • What are some influential books you've read?
 • Why do projects fail?
 • What are important aspects of GUI design?
 • What do you like about your current job? What don't you like?
 • How would you rate your current management?
 • Would you like to be the team leader or team member?
 • What is your ideal team size?

 Og eins og þessi (týndi urlinu) segir: "As someone said before me, a senior should have knowledge outside the C# domain. I would concentrate on that"

 • What other languages do you know? In what ways are they superior to C#? In what way is C# superior to them?
 • Many dotNet developers have trouble with other technologies. But having a diversified experience makes you a way better programmer.
 •  How would you write a blog web site? (if the job is web related)
 • This lets you evaluate his or her favorite development style (db centric, model centric) and knowledge of existing solutions.
 • Name a few patterns and anti-patterns and explain what they are good for and what are the pitfalls (if any).
 • Patterns are good knowledge, but they are tricky to learn (see singletonitis for example). A senior developer should know when to use patterns and when not to use them

Það er allavegana greinilegt að menn eru ekki að einblína á einhverja orða upptalningu ("BuzzWord Jargon") heldur á almennt tal um hugbúnaðargerð og það sem þú hefur gert. Eftir það er bara farið beint í það að forrita með túss á töflu! Sem hlýtur að vera æði hressandi!   

P.s

Ég leysti þetta FuzzBuzz dæmi á 5-7 mín með dúlleríi! Mont mont...(auðvitað var samt lausnin kominn í huganum mikklu fyrr! Cool)(leiðinlega mikið mont?)

 


Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/23/2011 at 6:27 PM
Categories: Forritun | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

X dagurinn í vinnunni: Búa til kóða úr UML modeli í VS2010

 Já á seinasta fimmtudag var haldinn svo kallaður X dagur þar sem mönnum var frjálst að finna eitthvað skemmtilegt viðfangsefni og vinna að því allan daginn. Einu skilmalarnir voru þeir að verkefnin áttu að tengjast starfinu á einhvern hátt. Það mátti t.d alveg lesa forritunarbók eða horfa á forritunar videó. Í enda dagsins var síðan sýning (fyrir þá sem vildu sýna). Þarna kom margt áhugavert fram. Ég mæli með að öll fyrirtæki í þekkingariðnaði bjóði reglulega upp á svona daga. Þetta er dagur 2 hjá okkur en mér skilst að CCP sé að byrja á svona programmi auk þess sem Össur sé einnig með svona dag. Auðvitað er þetta allt saman gert að fyrirmynd fyrirtækja eins og Google (þar sem svona tími er 20% af vinnutímanum, eða 1 dagur í viku!).

Hérna eru nokkur dæmi um það sem starfsmenn höfðu áhuga á að skoða yfir daginn:

 1. ASP.NET MVC 3 og tengd product og nýjungar
 2. Búa til kóða úr UML modeli í VS2010
 3. Búa til SSIS demo sem simulerar DSA, EDW, DM högun
 4. C sharp forritun - fara í gengum Hands On ASP.NET MVC
 5. CSLA & MVVM pattern með Silverlight eða WPF
 6. Data Quality - The Accuracy Dimension 
 7. Distributed and Parallel Processing using WCF 
 8. DotNetNuke
 9. Drupal, að hlaða upp myndum og skrám
 10. Framework fyrir spjaldtölvur
 11. Lean and productivity research
 12. Managed Extensibility Framework - ApplicationStatus
 13. Managed FTP
 14. Microsoft Management Console (MMC) 
 15. Non as400 cluster á as400 + win 7 security 
 16. Powershell
 17. Project Risk Assessement process 
 18. SCOM 2007
 19. Scom og poweshell 
 20. Mockups 
 21. SQL Antipatterns (Karwin, 2010)
 22. Status utility fyrir deployment
 23. TFS 2010 álagspróf og mælingar
 24. Visual Studio 2010 
 25. WPF  
Eins og þið sjáið þá er það mjög mismunandi hvað menn hafa áhuga á að skoða og alveg frábært að hafa tíma til þess að fá að skoða þessa hluti. Sumt af þessu var unnið sameiginlega af fleirum en 1 aðila.

Ég ákvað það hinsvegar að skoða þetta hérna. "Búa til kóða úr UML modeli  í VS2010". Hérna er niðurstaðan mín eftir daginn. Auðvitað dugði dagurinn ekkert til þess að gera eitthvað súper svalt en ég var alveg ánægður með niðurstöðuna í þetta skipti!

Fyrir daginn

Skoða hvernig er að búa til kóða beint úr UML modeli og þannig skoða það hvort hægt verði að hanna á betri hátt áður en kóðin er skrifaður.

Hvað var framkvæmt

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skoða það hvernig hægt væri að búa til kóða út úr UML-i er sú að ég var búinn að kynna mér hvernig hægt væri að brain-storma beint í Visual Studio .

Eftir það sá ég það að búa til Use Case  útfrá „brain storminu" væri auðvitað málið. En ef það væri ekki hægt að búa til kóða útfrá þessum UML modelum þá yrði þetta aðeins enn önnur tilgangslausa skjölunin.

Þá las ég þessa grein hérna How to Generate Code from a UML Model in Visual Studio 2010  en þar er „t4 code-generation template" notað til að breyta UML modeli yfir í C# kóða. Þessi grein er alveg þurr og erfið yfirlestrar og sérstaklega ef þú þekkir ekki ti t4 template-a.

En eftir að hafa leitað aðeins betur á netinu sá ég að hægt er að hlaða niður viðbót við VS2010 sem gerir þetta að „hægri smelli". Einfaldlega hlaðið niður og setjið upp Visual Studio 2010 Feature Packs 2  . Þetta auðveldar alveg svakalega að útbúa kóðann beint. En það verður að hafa það í huga að til þess að búa til einhverja virkni (í staðin fyrir "heimska" klasa eins og þessi grein útskýrir) þá verður að nota eitthvað eins og í t4 greininni hérna fyrir ofan.

 

Auðvelt á einnig að vera að reverse enginera (öfugt við þetta sem er forward enginering) kóða yfir í UML.  Videóin (UML with VS 2010 ) hérna fyrir neðan eru virkilega áhugaverð og mæli ég með því fyrir nánast hvern sem er sem kemur nálægt tölvuvinnu:

1.      Brainstorming a Project

2.      Organizing Features Into Use Cases

3.      Modeling the Business Domain

4.      Capturing Business Workflows

5.      Architecting an Application

6.      Designing a Project's Physical Structure

7.      Sketching Interactions with Sequence Diagrams

8.      Revealing Responsibilities with Class Diagrams

9.      Organizing and Managing Your Models

Niðurstaða

 Ég lærði helling bæði um t4 template og UML/Use Case auk þess að fá loksins tíma til að leika mér í Visual Studio 2010. Það hefði einnig verið áhugavert að skoða tengingu við build ferla og unittest. Hinsvegar náði ég ekkert að skoða MVC Razor View Engine en mun reyna að finna tíma í það seinna heima fyrir!  

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/22/2011 at 1:12 PM
Categories: Forritun | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Tvær bækur komnar í hús

Bækurnar SQL Antipatterns: Avoiding the Pitfalls of Database Programming og Beginning ASP.NET security voru að detta í hús og er ég núna aðeins að blaða í þeim. Ef maður hefði nú ótakmarkaðann tíma til að lesa allar þessar skemmtilegu bækur sem ég er með í bókaskápnum hérna fyrir aftan mig í vinnunni!

Cool

 

 

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/9/2011 at 2:59 PM
Tags: ,
Categories: Books | Forritun | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Sjálfvirk próf fyrir kóða: PEX... TDD Dautt!?

Datt í hug að menn/konur hefðu áhuga á þessu stórsniðuga addon fyrir Visual Studio. Með þessu þá er ekki jafn mikil þörf fyrir TDD (Test Driven Developement)!!! Eða hvað? Mæli með því að setja þetta upp og prófa... PEX

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/2/2009 at 10:21 PM
Tags: ,
Categories: Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Hrikalegt ástand! 8 vikna átak ofan á ALLT saman byrjaði í GÆR!

Já ekki kom ég vel út úr fitumælingu hérna í vinnunni í gær! Svo ég afsaki mig aðeins þá er ástæðan fyrir þessu versta formi mínu í c.a 4 ár tilkomið af því að hafa ALLTOF ALLTOF mikið að gera! Ég er búinn að taka ákvörðun um það að láta það ekki eyðileggja líf mitt og heilsu og hef því ákveðið að taka á þessu máli ekki síðar en Í GÆR! Því ætla ég að taka þátt í heilsukeppninni í vinnunni og vinna hana!

Ég reyndirst vera 93 kg, 18,9% fita. En það eru 18 kg fita!! BMI stuðullinn (sem er handónýtur fyrir þá sem eru t.d stórbeinóttir eða með vöðva) sagði mér að ég væri í ofþyngd (25.82 BMI).

Mjaðmirnar eru 109 cm og mittið 96 cm. Heildar hitaeiningar ftunnar minnar eru 137,651 kkal. Og þar sem lámarkshitaeiningaþörf mín á dag á að vera 2003 kkal þá tekur það mig 69 daga á aðeins vatni að losna við allt þetta (137,651/2003).

En auðvitað þarf ég ekki að losna við þetta ALLT saman! Á þessum 8 vikum þá væri ég mjög sáttur við að komast í 10-12 % fitu (nb. þetta er keppni og ég ætla að vinna). Til að komast í 10% fitu og vera í 86-88 kg (því ég vil auðvitað smá vöðva líka), þá þarf ég að ná af mér c.a 8,5  kg af fitu og bæta á mig 3-4 kg af vöðvum

Er þetta gerlegt á 8 vikum eða 56 dögum? Hvert kg af fitu er þá 137,651 kkal / 18 = 7647 kkal. Það þýðir að ég þarf að brenna 8,5 kg * 7647 kkal = 65002 kkal á 56 dögum. Eða 1161 kkal Á DAG ALLANN TÍMANN!

 Ef ég skoða þessa síðu sem er með yfirlit yfir það hvað hinar mismunandi æfingar brenna mikklu þá komst ég að því að það væru í raun fáar æfingar sem ég gæti gert til að ná þessu! Eiginlega komu bara tvær æfingar til greina.

1. Bringusund í 120 mín = 1224 kkal

2.  Hlaupa á 10 km/h = 1376 kkal

 En þar sem ég mun aldrei nenna í lífinu að hlaupa hratt í 2 klst í senn þá á þetta ekki eftir að gerast! Ég gæti alveg spilað körfubolta í 2 klst en það eru aðeins 1024 kkal. En vandamálið er að tímabilið er búið og þegar sumaræfingarnar byrja þá verða bara c.a 2 æfingar í viku!

Niðurstaðan:

Ég sé það í hendi mér að ég muni þurfa að koma orkuneyslunni (mat) eitthvað vel niður fyrir 2003 kkal á dag líka! Mataræði er 70-80% af því að ná árangri! Ég mun reyna að brenna meira með því að hlaupa úti í þykkri peysu til að brenna meira og lyfta mjög hraustlega (meiri massi = meiri brennsla).

Keppnin hérna í vinnunni ber heitið "Six pakkar og Bikiniform" og þessvegna er það mitt markmið að stefna á six pakkinn eins og öllum grunnhugsandi karlmönnum dreymir um! Fyrirmyndin er auðvtitað Brad Pit í myndinni Fight Club. Brad Pit var 36 ára þegar hann lék í þeirri mynd og því ætti aldurinn ekki að þurfa að stoppa mig! Hérna er síða með prógramminu hanns. Hann borðaði 6 littlar máltíðir á dag og endaði síðan í 5-6% fitu þannig að það eru nú ekki mikklar líkur á því að ég nái honum Yell... en ég reyni mitt ALLRA besta núna! Kannski er málið að stefna frekar á Troy Lookið hanns?

Ég ætlaði nú aldrei nokkurntíman að birta af mér einhverja "nektarmynd" á netinu EN þessi mynd hérna verður vonandi hvati minn til að komast aftur í það svaka form sem ég var t.d bara seinasta vetur (í raun alveg þangað til í haust). Á næstu mynd sem ég birti verður vonandi hægt að fjarlægja strikið í gegnum jafnaðarmerkið!! Cool

 

 Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með æfingunum og kg fjöldanum í æfingadagbókinni minni!

Og að lokum smá speki frá mér "Það eru öfgarnar sem gefa lífinu lit"! Og ég tel mig eiga FULLT af litum! Sealed

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/29/2009 at 10:02 PM
Categories: Heilsa | Keppni | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (6) | Post RSSRSS comment feed

Buggaður kóði

 

Greinilegt að sumarið er að koma! 

 

En svona til skemtunar þá má benda á það að upprunalega er "Debug" komið frá því þegar fyrsta tölvan (notuð í heimstyrjöldinni) var hreinsuð af skordýrum. Skordýrin leituðu í svo kallaða lampa sem voru notaðir í stað Transistora sem eru notaðir í nútíma örgjörvum. Ég nenni eiginlega ekki að grafa upp linka á þetta en ef einhver er í stuði þá má hann bæta því við! Tongue out

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/28/2009 at 11:32 PM
Tags: ,
Categories: Forritun | Tækni | tölvur | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Mad Man þema dagur í vinnunni í dag (myndir)

Í dag var mjög skemtilegur Mad Man 60's þemadagur í vinnunni. Langflestir tóku þátt í deginum. Konurnar voru rosalega flottar og voru í svona "Vintag" kjólum.Égvar með gamallt droppótt bindi frá pabba og þennann fína hatt sem ég fékk að láni frá Hrafni littla bróður. Þetta er það sem gefur lífinu lit. Alger nauðsyn að það sé gaman í vinnunni. Það þarf ekki peninga heldur bara hugmyndaflug!
Og í kvöld verður síðan póker hjá strákunum, ferming á morgun og dinner með Hrönn vinkonu. Í gær var það matur hjá Tinnu systur og síðan kaffihús með Tinnu vinkonu. Þessir seinustu dagar hafa bara verið (og verða) alveg stórgóðir þrátt fyrir aðra miður skemtilega! 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/27/2009 at 4:10 PM
Tags:
Categories: Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (4) | Post RSSRSS comment feed

Best borguðu náms gráður fyrir stjórnendur í IT

 Mjög áhugavert videó um það hvernig hinar ýmsu gráður í tölvugeiranum geta hækkað laun þín ef þú ert stjórnandi (eða vilt verða það).

Video: The five most lucrative certifications for IT leaders

  Hérna er síðan samantektin í pdf skja

2009_SalaryReport.pdf (565.40 kb)

En þetta vídeó tekur á IT kráðum í heildinni (mest Cisco) Video: Five technical certifications that earn top dollar

  Ég þarf síðan að grafa upp svipað vídeó um hugbúnaðar gráður en það er alltaf eitthvað sem ég er á leiðinni að bæta við mig!


Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/5/2009 at 2:26 PM
Categories: Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Upphífingar í vinnunni.... 31 dauðar í hádeginu

Já loksins er komin upphífingarstöng hérna í vinnunni. Ég hjálpaði við að koma henni upp í gær og átti heiðurinn að vígja hana. Tók 3 sett í gær áður en ég fór heim, 12x, 8x og 7x... ekkert sérstakt en ég er ekki búinn að vera duglegur í ræktinni undanfarið!

 

 En í hádeginu tók ég 12x, 11x og 8x eða 31 stk!


Hérna sáið þið mig í í 3ja setti! (kannski næsta sumar!)

 En hérna er myndband með góðum aðferðum til að ná árangri ef þið náið t.d ekki 1 stk! Gera þá öfugar upphífingar!

Currently rated 4.0 by 1 people

 • Currently 4/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/20/2009 at 12:25 PM
Categories: Heilsa | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Inni

Já ég hélt s.s vinnunni! Mjög sorglegir dagar.... alveg ömurlegt að þurfa að sjá eftir mjög góðum vinum og samstarfsmönnum! Vonandi verður það lítið mál fyrir þá að finna vinnu aftur!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/27/2008 at 9:00 AM
Categories: Kreppan 2008 | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

27 dagar í PDC2008 í Los Angeles

Og NEI.. ég er ekki að fara! Guð hvað ég væri til í að fara á þessa aðal forritunar ráðstefnu í heimi (allavegana microsoft heiminum!).

Við það að skoða síðuna fann ég t.d þetta.. Window 7 sem er næsta stýrikerfið frá Microsoft. Ég hef samt mestan áhuga á forritunar fyrirlestrunum þeirra! Endilega skoðið síðuna um ráðstefnuna hérna.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/29/2008 at 2:09 PM
Categories: Forritun | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Kaffi blautur

Í dag varð ég fyrir þeirri ÆÐISLEGU lífsreynslu að hella yfir mig HEITU KAFFI! Þetta var (átti að vera) fyrsti kaffibolli dagsins en hann endaði ofan í klofi! Það vildi mér samt til happs að ég var búinn að rölta útum allt með bollan og kaffið orðið MUN kaldara en það hafði verið í byrjun!

En það sem er eiginlega skemtilegast við þetta er það að í gær sendi ég á vinnufélagana skemtilega mynd af Wulffmorgenthaler.com eins og sést hér að neðan! Ég vill samt benda á það að þetta var ekki niðurstaðan sem ég var að vonast eftir (enda gerði ég þetta EKKI viljandi!)
Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/16/2008 at 9:00 PM
Tags:
Categories: Almennt Blaður | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

100% lækning á krabbameini: Í MÚSUM

Þetta gefur góðar vonir um að eftir ekkert svo langan tíma muni krabbamein verða ekkert merkilegra heldur en að fá kvef!

 Cancer 'cure' in mice to be tested in human

"The treatment will involve transfusing specific white blood cells, called granulocytes, from select donors, into patients with advanced forms of cancer. A similar treatment using white blood cells from cancer-resistant mice has previously been highly successful, curing 100 percent of lab mice afflicted with advanced malignancies. " Lesa greinina

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 7/5/2008 at 12:00 PM
Categories: Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Sexy sexy með "attitude"!!!

Svona í anda róbótt þemasins:
 
Þessi róbót er alveg flottur! Það sem búið er til í dag! Snild! 
 
 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/1/2008 at 4:10 PM
Categories: Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Brjáluð vinna

Núna kl 6:30 er ég búinn að vinna stanslaust síðan 10 í gær! það gerir 21 1/5 klst! Um helgina vann ég á laugardaginn 14 klst og 13 klst á sunnudaginn! Svona er þetta búið að vera síðustu 2 vikur! Það er vonandi að sjást fyrir endinn á þessu núna á eftir!

Það er alveg fínt að vinna stundum svona í skorpum og auðvitað enn skemtilegra að fá útborgað en að sama skapi lítill tími til að njóta þess! Það verður vinnutörn alveg framm á sumar hjá mér (framm í júni). En ég ættla samt að njóta sumarsins úti í sólinni! Ekki glætan að ég nenni að vera hérna inni... ekki séns!!

UPDATE:

 Er auðvitað mættur í vinnuna... kom í kvöld kl c.a 20:45 og er hérna ennþá (klukkan er núna 00:53).... ættli ég taki mér ekki frí á morgun... er á leiðinni í klippingu kl 11 og í nudd seinni partinn... ættli ég láti ekki líta þá líka á hurðirnar og afturljósin á bílnum!

UPDATE 2:

Ég fór heim kl 5... tómt ruggl.... mæti ekki í vinnuna á morgun... klipping eftir 5 klst og síðan nudd kl 17:30!! 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/6/2008 at 6:21 AM
Categories: Almennt Blaður | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (5) | Post RSSRSS comment feed

Géðveikin búinn! Kominn tími á smá jól er það ekki?

Seinustu tvær vikur eru búnar að vera alger géðveiki hérna í vinnunni! Við vorum að setja nýtt útlit á kaupthing.is og finnst mér það alveg svakalega flott! Hvað finnst ykkur? Við vorum 3 alla seinustu nótt að vinna við að koma þessu út! Ég kom heim alveg hringlandi vitlaus um kl 7:30 og svaf í 12 klst!

 En fyrir utan það að hafa verið að vinna skreitti ég piparkökur með Ísabellu frænku heima hjá M&P á seinasta föstudag! Eftir það fór ég síðan í keilu mót  í klukkutíma (með vinnunni auðvitað, þar sem ég náði mínu hæsta skori eða um 157 stigum! Daginn eftir fórum við Ísabella í jólaföndur (hérna í vinnunni nema hvað), skreittum piparkökur, föndruðum músastiga og dönsuðum í hringum jólatré MEÐ jólasveinunum! Þetta var alveg rosalega skemtilegt, en mig vantar myndir sem ég tók á myndavélina hennar Tinnu! Kannski hún komi þessum myndum til mín?

Í óveðrinu fauk síðan vinnuskúrinn okkar í Furuásnum 2x á hliðina! Bara bilað veður!! Ég ættla að reyna að ná myndunum út af símanum mínum og setja þær á síðuna núna á eftir þannig að það verður uppfærsla á þessari færslu seinna í dag!

Ættli ég bloggi ekki nokkrar færslur á næstunni en ef ekki þá óska ég ykkur bara alls hins besta um jólin! 

 

:-) þessi mynd er bara alger snild!  

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 12/21/2007 at 1:01 PM
Categories: Almennt Blaður | Helgin | Vinnan | Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed