Að þýða iOS forrit á önnur tungumál og þá hvaða?

Fyrst skaltu setja ALLA strengi sem þú birtir notandanum í þennan "hjúp"

NSLocalizedString(@"YES",@"Þetta er YES takki")

Þá geturðu farið eftir þessum leiðbeiningum  

Keyrt þetta á projectið þitt find . -name \*.m | xargs genstrings -o en.lproj (en == enska, es == franska etc.)

og þú færð skrá með öllum þessum textum sbr.

/* Þetta er YES takki*/

"YES" = "OK"; 

 Spænska útgáfan yrði þá

/* Þetta er YES takki*/

"YES" = "SÍ"

Hérna geturðu borgað fyrir að láta þýða þessa strengi á önnur tungumál OG þýða textann í appstorinu. Þarna er reiknivél sem reiknar strax út hvað þetta kostar. Spurning að gera þetta fyrir helstu tungumálin.

Það er klárt að aðeins hluti (34%) af app markaðinum talar ensku og því þarf að þýða forritið á annað tungumál (66% sem tala annað en ensk), allavegana skv. þessu. En hvaða?

Samkvæmt þessari heimild þá eru þau svæði sem downloada flestum öppunum  eftir farandi:

 • Kína (40%)
 • Japan (14%)
 • Spánn (9%)
 • Þýskaland (7%)
 • Kórea (6%)
 • Frakkland (6%)
 • Rússland (6%)

Þessi 7 lönd eru með 87% af niðurhalinu. Það væri virkilega gott að þýða fyrstu 3 löndin og vera með 63% breyðslu. En það er samt klárt mál að ég þarf að þýða appið á KÍNVERSKU!!!

Spurning hvað þessi þýðing kostar?

Stat um það sem þarf að þýða í mínu appi

 

 • 86 strengir
 • 921 stafur

 

Hvert tungumál virðist kosta það sama eða  $193.41  eða 22.838 kr (gengi 10. ágúst 2013) sem gerir heildar kostnað fyrir öll þessi tungumál $1353.87  eða 159.865 kr.

sem virðist við fyrstu (og aðra og þriðju) sýn vera fáránlega mikill peningur! EN hvað ef þessar 160 þkr. opna upp þennan 66% markað sem annars er lokaður? Spurning að splæsa fyrst bara í Kínverskuna og láta það duga? Hvað er 23 þkr í þessu samhengi? 

Sjá framhald af þessum pósti hérna: Búinn að kaupa þýðingar á appinu mínu á önnur tungumál (þar sem ég endaði á því að borga 16.000 kr fyrir 3 tungumál!)    

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/10/2013 at 3:22 PM
Tags:
Categories: AppleForritun | Forritun | Projects
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Modular hardware forritun með Microsoft Micro Framework og Netduino

Já þegar ég hef einhverng tíma þá langar mig að setjast niður og forrita í C# fyrir þetta "modular tæki" eins og Netduion með C#. Ég gæti t.d forritað einhverja virkni í Furuásinn með þessu. Guð má samt vita hvenær ég mun hafa tíma til þess! Kannski bara þegar ég er fluttur inn og búinn í þessu húsa brölti!

Hérna er mjög góður linkur um allt sem Scott Hanselman hefur um MMF (Mircosoft Micro Framework) að segja.

 

Hérna eru síðan hugmyndir á videó um það hvað menn eru að gera með þetta.

 


Þetta er mynd af svona input/output Netduion tæki sem hægt er að forrita mjög auðveldlega fyrir með MMF í C#.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/4/2011 at 10:34 AM
Tags: , ,
Categories: Forritun | Furuás | Projects | Tækni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Skemmdi prentarann

...en mér til varnar þá er það HP að kenna! Málið er það að ég gat ekki prentað með honum (OfficeJet 9130 All-in-One mega græja) því að skilaboðin um að prenthylkin væru útrunnin! Þvílík vitleysa... það er ekki eins og einhver sé að fara að BORÐA blekið!!??

Eftir googl og vesen kemst ég að því að HP (og aðrir prentara framleiðendur) græða ekkert á prenturunum sjálfum heldur á blekinu! Það eitt og sér er s.s í fínu lagi mín vegna EN EKKI ef þeir setja tímamörk á lífstíma bleksins sem sem neyðir mig til að kaupa nýtt blek þó nóg blek sé eftir! Það hefði kostað mig 14,500 kr að skipta um litina í prentaranum! Það sem er eiginlega verra í þessu öllu er það að prentarinn getur ekki prentað ef það vantar liti í hann. Og það alveg sama hvort ég ætli að prenta SVART!! Ég hringdi í Opin Kerfi og þeir tjáðu mér það að ég YRÐI  að hafa lit, ekki væri hægt að komast hjá þessu! 

Hvað var hægt að gera? Google frændi fann nokkur möguleg ráð!

 1.  Keyra einhverjar scriptur frá einhverjum þjóðverja. Það virkar víst ekki fyrir prentarann minn og greinilega alls ekki svo marga prentara þegar ég las meira!
 2. Víxla blekhylkjunu fram og til baka þar sem prentarinn geymir í minni hvaða blekhylki var í hvaða "slotti". Hann heldur utan um 3-4 hylki og þá væri þetta komið! Ég nennti þessu nú ekki alveg þar sem það þarf að taka þau út og víxla þeim og taka svo prentarann úr sambandi á milli!
 3.  ...og því var komið að bestu leiðinni (hélt ég) en það var að RÍFA VÉLINA Í SUNDUR og taka snúrurnar úr sambandi sem tengjast einhverjum rafhlöðugeymi! Einnig las ég um að lyfta upp lítillri hringlaga rafhlöðu sem ég og gerði EN það var NÁKVÆMLEGA það sem skemmdi prentarann... Ég ætlaði að lyfta upp +klemmunni á rafhlöðunni til þess að minniskuppurinn myndi missa minnið en ég fór með klemmuna að eins of hátt upp og braut hana af . Eftir þetta birtir hann bara einhver villuboð núna að hann sé skemmdur!!

 Hérna koma myndir af "viðgerðinni":

Mynd 1)

Búinn að rífa hann allan í sundur.

Mynd 2)

Á miðri myndinni eru þessar tvær snúrur (sjá gulan þríhyrning á miða sem er límdur á þær) 

Mynd 3)

Og þarna neðst til hægri er þessi rafhlaða sem ég náði að brjóta +klemmuna af (það sést í klemmuna á myndinni)

LAUSN:

Góð spurning! Ég þarf auðvitað að rífa vélina alveg í spað til þess að komast að þessarri rafhlöðu og þegar ég er kominn þangað þá þarf ég að komast að því hvernig ég skipti um þessa klemmu! Mér sýnist það eiga vera lítið mál að gera við þetta... en það er ekkert nema skortur á tíma sem stoppar mig!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/17/2009 at 8:31 PM
Tags:
Categories: Projects | Tækni | tölvur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Tól til að fá hugmyndir af nöfnum á vefsíðu url og fyrirtæki

Farið á Web 2.0 Domain Name Generator til þess að fá hugmyndir af nöfnum. Þeir eru líka með ráðleggingar um það hvernig á að velja svona nöfn hérna á Domain Naming Tips.

 Hérna eru nokkur dæmi um það sem kom upp:

 1. Brainmix
 2. Flashtube
 3. Edgefire (mjög vafasamt að notast við þetta í dag! Undecided )
 4. Zoomfish
Síðan fann ég þessa ágætis lesningu How To Name Your Company. Og þá er hægt að notast líka við þennan "generator" til að búa til fyrirtækja nöfn. Um að gera að skoða þetta allt þó þetta sé á ensku. Spurningin er kannski líka sú hvort menn séu á leiðinni í útrás eða ekki! 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 7/28/2009 at 1:41 PM
Tags: ,
Categories: Forritun | Projects | tölvur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Grænir fingur

Já nýtt project hjá mér! Ég fékk fyrir nokkrum árum Eikar korn sent frá leigubíljóra sem ég hitti aðeins einusinni! Ég man bara ekkert eftir því afhverju hann ákvað að senda mér þetta en núna ættla ég loksins að reyna að láta þetta spíra og setja niður EIK í FURUás!! Tongue out

Hérna er mynd af "akorni" í "skurn" og án skurnar! Þar sem þetta er smá tilraun þá fara þær báðar ofan í skál með blautri bómull og vondandi byrjar eitthvað af þessu að spíra. Síðan fer þetta í blómapott og þegar garðurinn minn er tilbúinn þá set ég niður Eik!

Er ég alveg að lúðast núna eða hvað? Embarassed Og síðan eru Habanero plönturnar mínar að framleiða chilli alveg á fullu! Verð að fara að búa til mat úr þessu bráðum!Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/19/2008 at 12:00 PM
Categories: Projects
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (4) | Post RSSRSS comment feed

Framtakssemi í mér

Já ég verð að segja það að ég var bara nokkuð ánægður með mig í gær þegar ég loksins drullaðist út í Byko til að kaupa skrúfur til að setja upp þurkugrindina mína sem ég er búinn að eiga í margggggggggga mánuði! Yfirleitt er ég nú ekki svona framtakslaus þarna heima en ég var búinn að mikkla þetta eitthvað fyrir mér en þegar ég loksins var kominn með nóg af því að gera þetta ekki var þetta bara ekkert mál!

Ég hef bara verið að láta körfuna og vinnuna ganga alveg fyrir... en ættli það verði ekki bara líka áramótaheit að gera meira fyrir sjálfan mig!!!

 


Þurkugrindin góða!

 


Og keypti loksins nóg af töppum! Maður á aldrei nóg af töppum sjáðu til!! :-)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/3/2008 at 1:49 PM
Categories: Almennt Blaður | Projects
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Garðyrkju maðurinn (eða er það bíflugan?) ég!!

Já núna ætti Gunnar og Nína að vera ánægð með mig! Í byrjun sumars fékk ég frá þeim hjúum pinkulítinn sprota af Chilli í potti. Á einhvern ótrúlegan hátt hefur mér tekist að halda lífi í plöntunni og þrátt fyrir að hafa keyrt niður blómapottinn (og skemt hálfa plöntuna fyrr í sumar), þá tókst mér að fá blóm á gripinn fyrir c.a 2-3 vikum.

 Þegar blómin voru komin þá smelti ég einum putta undir plómin og færði frjókornin á milli. Afraksturinn er að koma í ljós núna en 3 littlir "chillar" eru að koma í ljós! Ég get ekki beðið eftir að halda uppskeruhátíð! Vonandi næ ég að bjóða ykkur öllum í veisluna!

  

Currently rated 4.0 by 1 people

 • Currently 4/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/21/2007 at 10:44 AM
Categories: Almennt Blaður | Projects
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed