Bearnaise sósu uppskrift eins og hjá Hammborgarabúllu Tomasar!

... eða allavegana eins og þessi hérna segir að hún sé gerð! Ástæðan fyrir þessu bloggi er sú að kokkurinn hérna í vinnunni (sem er SNILLINGUR) var með æðislega bearnaise sósu! Ég ætla að reyna að fá uppskriftina hanns og fá að pósta henni hérna! En ég veit allavegana tvennt úr henni! 1. Hann notar smjörolíu. 2. Hann býr hana til deginum áður en hún er notuð!

En hérna er Tomma uppskriftin! Njótið vel! Endilega látið mig vita ef þið gerið eitthvað annað! Ég t.d sé að hérna er engin bearnaise essens notaður! Hvað er annars bearnaise sósa?

Innihald (fyrir 8-10 manns):

4 til 5 eggjarauður
1 l niðursoðið smjör, skýrt smjör (smjötolía frá o.j.& kaaber)
tæp tsk. salt
1/2 msk. kjötkraftur
1/2 dl heitt vatni
1/4 dl ediksýra
ögn af gulum matarlit
tæp msk þurkað estragon

Best er að þeyta þetta með rafmagns-handþeytara eða bara venjulegum písk og láta skálina sem hrært er í vera í heitu vatnsbaði, t. d. bara setja heitt vatn í eldhúsvaskinn og hafa tappa í og setja svo skálina ofaní vatnið og hræra vel.

Eggjarauður, salt, ediksýra, kjötkraftur, estragon, og ögn af heita vatninu er sett í skál og stífþeytt í hitabaðinu. Síðan er smjörolíunni helt út í hægt og rólega meðan verið er að þeyta. Afgangur af vatni sett út í í lokin og ræðst magnið af því hversu þykk viðkomandi vill hafa sósuna.

Gott er að sjóða smjörið niður við hægan hita og fleyta ofan af því og setja svo það sem fer í sósuna í könnu og hella því rólega út í ef það er notað frekar en smjörolía.

Ath það er ekki hægt að hita þessa sósu upp heldur verður að láta hana vera í hitabaði ef á að geyma hana eitthvað (volg)

EN... það má líka nota sérstaka "SMJÖROLÍU" sem er seld í 10 lítra brúsum hjá O. Johnson og Kaaber hf. þá má geyma sósuna í nokkra daga í kæli/ísskáp og láta hana standa við stofuhita þegar hún er notuð síðar, en það borgar síg bara ef þetta er fyrir marga og gert oft. Olían geymist í nokkra mánuði.

Sósan er síðan best á bragðið ef hún er búin til degi áður (með smjörolíunni) og látin standa í 1 dag inn í ískaáp. Við þetta stóreykst bragðið af henni!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/6/2010 at 12:53 PM
Categories: Matur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Persknesk uppskift (Kjúklings Pomegranate Khoresh) og besta Nanbrauð í heimi! :-)

Um daginn ákvað ég að bjóða littlum hópi fólks í mat bara svona til að æfa mig fyrir nýja húsið. En málið er það að mér hefur verið í gegnum tíðina boðið reglulega í mat en hef ekki átt tækifæri á því að bjóða fólki til baka vegna aðstöðuleysis. En ég flutti í stærra húsnæði seinasta sumar en var bara ekki tilbúinn í eitthvað svona skemtilegt fyrr en núna um daginn. Félagsskapurinn og maturinn (þó ég segi sjálfur frá) var bara frábær og vonandi verður þetta eitthvað sem er komið til að vera!

   

En að uppskriftinni. Hugmyndin af því að búa til þennann rétt er kominn frá því að hafa smakkað hann hjá vinnufélaga mínum honum Róberti. Þessi réttur í hanns höndum er bara einn allra besti réttur sem ég hef smakkað! Hérna er upprunalega uppskriftin sem Róbert sendi mér fyrir áhugasama.

 

   

 Unirbúningstími: 40 mín.

 Eldamennska: 1 klst 45 mín.

Innihald í uppskriftinni fyrir 4.

 • 2 stórir laukar
 • 1 kg kjúklingalæri (bein og húð-laus). Lærin eru víst fitumeiri og halda því betur raka!
 • 5 matskeiðar olía eða smjög (ég setti 50/50)
 • 4 bollar (940 ml) granateplasafa (annars trönuberjasafa eins og ég notaði)
 • 1 bolla  afhítt smjörhnetugrasker (Butternut Squash). Skorið í teninga.
 • 2 bollar (250 gr) fínt malaðar valhnetur.
 • 1/2 teskeið af kanil
 • 1/4 teskeið af möluðu safron sem er búið að leysa upp í heitu vatni.
 • 2 matskeiðar af sykri (ég slepti þessu)
 • 1 teskeið salt
 • 1/3 bolli niður skornar sveskjur

 Eldun:

1. Byrja skal að brúna laukin og skjúklinginn í olíunni. Bæið saltinu við.

2. Hitið 2 matskeiðar af olíu og brúnið smjörnetugraskerið og setið til hliðar.

3. Setjið valhneturnar í matvinnsluvél með granateplasafa (eða  trönuberjasafanum) ,kanilnum, saffroninu og þeytið í kremað mauk.

4. Bætið smjörhnetugraskerinu,sveskjunum og maukinu í pottinn og hrærið rólega. Lokið pottinum og látið mallla í 1,5 klst. Hrærið af og til með trésleif til þess að hindra það að hneturnar brenni við.

5. Ef rétturinn er of þykkur þá má bæta við vatni til að þykkja. Metið það hvort hann sé of þykkur eftir c.a 10 mín í pottinum því safi úr kjötinu á eftir að blandast í réttinn. Bragðið af þessum rétti á að vera létt bland af súru og sætu (nb. ekker í líkingu við tælenskt súrt og sætt!!) með kanil bragði!

6. Ef þið finnið granatepla  fræ þá má strá þeim yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

Meðlæti:

 Tah-dig (sem þýðir víst stökkur á persnesku hrísgrjón:

Þessi hrísgrjón eru æðisleg. Málið er að kaupa basamati hrísgrjón (líklegast betra að hafa þau brún) sem eru þryfin upp úr vanti alveg þangað til öll sterkja er farinn úr þeim. Þetta tekur c.a 10 mín undir vaski (þegar þau eru hætt að gera vatnið hvítt þegar rótað er í þeim þá eru þau tilbúin til að elda).

Fyrst eru hrísgrónin sett í pott þar sem vatnið er látið vera 2 cm yfir og þau elduð þannig að þau eru næstum (eiga að vera aðeins stökk) tilbúin eins og venjulega. 

Því næst eru þau tekin úr pottinum og kæld undir vanti. Olía (góður slatti þannig að hún fljóti aðeins yfir kartöfluflögurnar) sett í pottinn og hituð upp í steykingu. Niðursneyddar kartöflu skífur eru settar í botnin og hrísgrjónin yfir. Alger nauðsyn er síðan að setja 1/2 teskeið af safrani (malað og leyst upp í  heitu vatni) út í pottinn til að fá það sérstaka bragð og lit. Gerðar eru 3 grannar holur ofan í hrísgrjónin til að hleypa út gufu. Hitnn er hafður mjög hár í 5 mín svo að hrísgrjónin verði smá steikt/stökk.  Eftir þetta eru þau látin malla í 1-1,5 klst. 

Lang best er auðvitað að fara á bloggið hjá Róberti til þess að sjá hvernig nákvæmlega á að gera þetta. Þar eru líka flottar myndir af eldamennskunni. Ég náði samt ekki að fá þessa skurn utam um hrísgrjónin og ekki heldur Róbert (skv. honum sjálfum) og því googlaði ég þetta aðeins og fann þá þetta vídeó þar sem notað er smjör og olía í grjónin! Mig langar ekkert smá til þess að prófa þessa uppskrift þó hún sé nú ekkert diet! Tongue out 

 

Sósa á hrísgrjónin:

Jógúrt sem saman er blandað slatta af myntulaufi og niðurskornum aggúrkum! Passaði rosalega vel með hrísgrjónunum!

 

Nan brauð:

Ég fór auðvitað alla leið með þetta og bjó sjálfur til nan brauðið. Þetta er Naan brauðs uppskriftin sem ég notaði sem grunn. Ef þið viljið vera extra flott á því þá er spurning að gera eins og Heston Blumenthal gerir en hann setur 2 "pizza steina" (veit ekki hvar er hægt að fá svona á íslandi samt) inn í venjulegan ofn til að ná eins líkum hita og hægt er í Tandori ofni.

 Unirbúningstími: 1 klst 45 mín. 

 Eldamennska:  15 mín.

Innihald:

 • 1 pakki af þurru geri.
 • 1 bolli volgt vatn.
 • 1/4 bolli hvítur sykur.
 • 3 matskeiðar mjólk.
 • 1 þeytt egg.
 • 2 teskeiðar salt.
 • 2 bollar af brauð hveiti.
 • 2 matskeiðar af pressuðum hvítlauk.
 • 1/4 bolli bráðið smjör.
 • 1/2 teskeið bökunarsóti (Baking Soda).

1. Leysið gerið upp í volga vatninu með 1 matskeið sykri í stórri skál og látið standa í 10 mín. En þá á gerið að vera orðið freyðandi.

2. Setjið restina af sykrinum,mjólkinni,egginu,saltinu,sótanum og hveitinu (nóg af hveiti svo það sé hægt að hnoða þetta).

3. Hnoðið í 6-8 mín á létt hveiti stráðu undirlagi.

4. Setjið degið í skál sem er látin ofan í t.d vask með volgu vatni. Setjið raka tusku yfir skálina og látið standa svona í 1 klst. Degið á þá að vera búið að tvöfalda sig í stærð.

5. Bræðið smjörið og bætið hvítlauknum við og látið standa í c.a 10 mín. Hnoðið síðan saman við degið.

6. Takið handfylli af degi (á stærð við golfkúlu) og hnoðið saman og setjið á bakka. Breiðið rakan klút yfir og látið standa í 30 mín.

7. Hitið ofnin í 220° og snúið við ofnapakka og rennið honum öfugt inn í ofnin ykkar (líka hægt að gera á pönnu). Setjið 1-2 deig kúlur á plötuna og setjið inn í ofin í c.a 1.5 mín max.

8. Opnið ofnin og penslið hvítlauksolíu á brauðin og lokið ofninum.  Hvítlauksolían er bara búin til úr olivíuolíu og mörðum hvítlauk áður en þú byrjaðir.

9. Takið hvítlauksbrauðin og setjið í lokanlegt box (t.d Macintosh dollu!).

 

Niðurstaða:

Vonandi hefur einhver gaman af því að fá þessa uppskrift þó aðal ástæðan sé auðvitað til þess að skrá þetta niður fyrir sjálfan mig til að muna! Næst er það eflaust Maróskt lamb ala Kalli og síðan "Súkkulaði kaka með pekanhnetum á la Fjóla/Tinna Systir". Hvernig getur fólki fundist leiðinlegt að elda mat spyr ég nú bara? Það er svo gefandi að gera eitthvað sem heppnast vel og aðrir kunna að meta! Just love it!! Embarassed

  p.s verð að muna eftir að setja hingað inn uppskriftina af indverska Vindaloo réttinum sé ég bjó til um árið! Tók mig 3 daga að búa til þann rétt!!

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/20/2010 at 10:29 PM
Categories: Matur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Besta kjöt marenering í heimi og hvernig á að gera kjötið meirt

Ég fann ekki uppskriftina að mareneringunni fyrr en eftir þónokkra leit og því vildi ég bara henda henni hingað inn svo ég geti fundið hana seinna þegar ég þarf á henni að halda! Uppskriftin er kominn frá mömmu sem fékk hana eflaust einhverstaðar annarstaðar frá!

Fyrst skal kjötið lagt í maukaðann ferskan ananas. Finnið eins grænann ananas og þið getið! Í ananasnum er enzim sem brítur niður trefjarnar í kjötinu og gerir það meirt. Kjötið má alls ekki liggja lengur en 1 dag í maukinu. Kjötið verður bara að sósu ef það er gert! Kjötið er auðvitað geymt í ískáp. Kjötið er síðan bara skolað í köldi vantni og mareneringunni hellt yfir kjötið.

Mömmu Mareneringinn

1 dl sojasosa
5 hvítlauksgeirar (maukaðir)
3 cm engifer (maukað)
1 teskeið Cumin (alls ekki Kumen)...
1 teskeið paprikuduft
1 matskeið Didjon sinnep
3 matskeiðar steinselja (fint skorin)
3 matskeiðar púðursykur


 Kjötið er síðan látið liggja i leginum í  2-3 daga! Ég mæli með 2 dögum min!

 

Hvernig skal grilla kjötið til fullkomnuna

 1. Hitið grillið.
 2. Lækkið aðeins í logunum.
 3. Setjið kjötið á grillið í 5 mín á annari hliðinni.
 4. Snúið kjötinu við og grillið í 3 mín.
 5. Alls ekki láta kjötið brenna!
 6. Takið kjötið af grillinu og pakkið því inn í álpappír og setjið á grillið í 10 mín. NB. slökkvið á grillinu!
 7. Takið kjötið í álpappírnum og vefjið því inn í handklæði/viskustykki og látið kjötið eldast í 25 mín. Þannig sér hitinn í kjötinu um að elda það í gegn! 

 Ef þetta er gert t.d við úrbeinað lambalæri þá fáið þið ótrúlega meirt og gott kjöt! Endilega látið mig vita ef þið prófið þetta því það er gaman að vita hvernig öðrum gengur með þetta!

 


Þetta er mynd af úrbeinuðu lambalæri rétt áður en það fór á grillið!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/20/2010 at 4:38 PM
Categories: Matur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Idian Vindaloo

Ég er á leiðinni í partý á laugardaginn þar sem ég á að koma með mat sem verður settur á hlaðborð þar sem allir geta fengið sér mat. Ég er búinn að ákveð það sem ég ættla að koma með en það er indverskur réttur sem heitir Vindaloo. Minn verður úr kjúklingi og nokkuð spicie! Hérna er uppskriftin, en það tekur 2-3 daga að útbúa þetta (marinerað m.a). Ég er samt ekki alveg ákveðin því ég er búinn að finna 2 aðrar vindaloo uppskriftir sem ég blanda mögulega saman í eina (aka "road to disaster"!). Þær eru 1 og 2 !

Hvernig líst ykkur á?

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/4/2008 at 9:00 AM
Categories: Matur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

F- Word : Gordon Ramsey MASSA uppskriptir

Kræst hvað ég verð svangur á því að horfa þetta! En alveg á tæru að ég þarf að fara að reyna við svona eldamennsku!

Horfa hérna vídeó 

Hérna er aðalsíðan með öllu! 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/15/2008 at 4:00 PM
Categories: Matur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Út að borða á Krua Thai

Núna er ég kominn með lista af veitingastöðum sem ég þarf að prófa! Mér lýst einstaklega vel á Krua Thai, búinn að heyra mjög góða hluti um hann! En skoðið listann hérna.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/26/2008 at 11:27 AM
Categories: Matur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (9) | Post RSSRSS comment feed

VÁ hvað ég eldaði góðan mat áðan! Úffff

Ég ættlaði sko ALLS ekki að blogga meira en eftir að hafa ákveðið að fara snemma heim og elda mér mat, hérna heima, í fyrsta skipti í marga marga mánuði!

Það sem ég eldaði var CHILLI TÚNFISK GRÁÐOSTA SPAGETTI... Já þetta hljómar kannski hræðilega en ég er bara EKKERT að grínast þegar ég segi að þetta hafi verið með allra besta mat sem ég hef smakkað! Já SMAKKAÐ... ekki búið til!! Stór munur það á!! Ég ættla að bjóða einhverjum í mat bráðum til að bjóða upp á þetta! 

Hver treystir sér? 

Uppskriptin:

 1. Spagetti (nóg fyrir 1)
 2. Smá tómatsósa (eflaust sæta bragðið)
 3. Túnfiskur (1 dós)
 4. Gráðostur (smá kastali)
 5. Hvítlauks duft
 6. Steinselja (slatti)
 7. Fresh Cream Indulgence Chipotle chilli sósa

 Bara snillllllllllllllllllld... en hver trúir mér?.... Ég fann allavegana uppskript með þessu innhaldi á netinu þannig að einhver er að borða þessa blöndu!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/18/2008 at 7:20 PM
Categories: Matur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed