Decode komið aftur á NASDAQ og þýtur upp

Búin að hækka um 47% í dag (þegar þetta er skrifað)... og stendur í 0,48 :-). Ég ætla að selja í c.a 400 þannig að þetta er ekki alveg komið! En ég er spentur engu að síður! http://www.google.com/finance?q=NASDAQ:DCGN

Þá nota ég bréfin til að greiða niður Furuásinn! :-)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 6/26/2009 at 7:32 PM
Categories: Almennt Blaður | Furuás | Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

1/3 dýrara að byggja hús í dag! En á meðan lækkar íbúðaverð um 12%

Já maður spáir í það þessa dagana hvað í ósköpunum maður sé að spá í að byggja hús þegar maður les svona fréttir "Byggingarkostnaður eykst meðan íbúðaverð lækkar"! Það er orðin 45% viðsnúningur! 

En hvað get ég s.s gert? Úff hvað þetta verður bara áhugavert!

Hvað myndir þú gera í mínum sporum? Endilega kommentið svörin ykkar svo ég fá einhverja innsýn!!!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/22/2009 at 2:20 PM
Categories: Furuás | Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Olíutilboð opnuð kl 2 í dag

Já þetta eru mjög áhugaverðir tímar. En það verður eflaust eitthvað smá í það að prófað verði að bora því rannsóknarleifi til 12 ára verður fyrst úthlutað með möguleika á að auka það um 4 ár. Því gætu þeir sem fá leyfi að bora, byrjað eftir 11,99 ár þessvegna! Vona nú að það verði ekki raunin.

Það að annar aðilinn er 50% íslenskur gefur von á því að þeir muni bora töluvert fyrr!

Olíuleitartilboð opnuð klukkan tvö (sjá mbl.is)

Mæli síðan með Orkublogginu til að kynna sér olíumálin og fyrri blogg mitt um Drekasvæðið.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/18/2009 at 1:12 PM
Tags:
Categories: Almennt Blaður | Kreppan 2008 | Þjóðfélagið
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Mynd úr bakgarðinum mínum!

Loksins náðist mynd af útsýninu í furuásnum ,þar sem ég er að byggja, sem mér finnst sýna almennilega útsýnið!Annars er það að frétta af framkvæmdum að ég er að reyna að fá tilboð í uppsláttinn á þessu húsi. Það virðist bara ganga frekar ílla því ég fæ lítil viðbrögð þó ég sé búinn að tala við 4 aðila um málið! En þetta kemur í ljós á næstu dögum vonandi! Upp skal húsið!! Ástæðulaust að vera að kreppast eitthvað!! :-)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/6/2009 at 1:52 PM
Categories: Furuás | Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Sjálfsvorkun

Rosalega er ég búinn að hugsa mikið um það undanfarið hvað ég hefði ekki viljað vera fastur með þetta helv*tis hús! Þvílík vinna við að koma þessu í loftið... og ofan á allt annað sem ég er að gera!

Öddi félagi er t.d að flytja núna í flotta glænýja íbúð sem er á mjög góðu verði! Áhyggjulausa lífið hjá honum... ekkert búinn að fjárfesta... getur bara leigt flotta íbúð, keypt plasma og heimabíó, ferðast og gert það sem hann vill! 

 Væri alveg til í að geta bara slappað af og notið lífsins... þetta sumar á eflaust eftir að verða meira vinnu sumar heldur en það seinasta en þá átti ég til að vinna yfir 90 yfirvinnutíma... auk þess sem ég tók ekkert sumarfrí! 

Auðvitað veit ég að það að mjög margir hafa það mun verra en ég (ennþá allavegana). Það er samt ekkert til að vera ánægður yfir!  Ég svo sannarlega vorkenni þeim sem eru í verri málum en ég og eiga þar að auki börn! Ætli ég verði ekki bara að vera ánægður í augnablikinu að eiga ekki börn!!?

 En já þá er þessum þunglyndispósti lokið... verð bara að muna það að þessu á öllu eftir að ljúka einn daginn og því engin ástæða til að fara yfirum. Ég hef alltaf trúað því að ef maður vinnur í sínum málum og gerir sitt besta þá "reddast þetta allt"! Sama á við hérna!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/28/2009 at 1:28 PM
Categories: Almennt Blaður | Furuás | Kreppan 2008 | Þjóðfélagið
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Afhverju Evru? Norsk króna er frekar eitthvað sem við ættum að skoða!

Norsk króna besti gjaldmiðill í heimi ! Hvað segið þið? Ég væri alveg til í nánara samband með olíu vinum okkar í austri!!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/26/2009 at 2:54 PM
Categories: Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Hvaða kreppa kemur næst? Er einhver týpa eftir?

 • Gjaldeyris-kreppa
 • Banka-kreppa
 • Heims-kreppa
 • Stjórnmála-kreppa

Hver verður næsta kreppa eftir lok stjórnar-samstarfs? Er það Græn-kreppan? Verður landið eins og fyrrum sovétríkin þegar Vinstri Grænir taka við og aðeins verður súrmatur og lopapeysur í boði fyrir landann. En erlendir ferðamenn fá sérstaka passa sem gerir þeim kleypt að kaupa aðrar vörur (eina leiðin til að fá gjaldeyri frá þeim, því þeir kæmu annars ekki til landsins).

Svartamarkaður með mat,áfengi (landa), tópak, dóp fer á flug. Fólk í áhrifastöðum brotnar undan þrystingi og gerir gott við vini og ættingja (og auðvita sig sjálfa)! Ekki halda það að það sama gerist ekki aftur eftir nokkur ár af völdum! Mannskepnan þolir ekki of mikil völd! Sama ástand getur orðið á íslandi og fyrir 1990!

Þið verðið bara að afsaka það að ég hef ENGA trú á því að hlutirnir eigi núna eftir að lagast! Nú leggjast allir flokkar í kosningabaráttu meðan ENGIN kraftur verður í að leysa vandamálin sem við stöndum frammi fyrir!

Ég hefði frekar viljað að nokkrir hópar segðu af sér og aðeins væri skipt upp í ríkisstjórninni og síðan kosið í haust! Geir var bara ekki nógu kaldur þegar þetta skall yfir okkur! Ef hann hefði bara aðeins hreynsað til þá hefði engin verið að tala um kosningar í dag!

Húsmóðir í vesturbænum hjá 20 ára viðhaldslausa húsinu sínu!                                      Mynd Börkur Elí Davíðsson 2028

 

Ég veit að ég er svartsýnn núna en er annað hægt? Annars vona ég að þetta batni allt saman og þeir sem taki við ríkistjórninni standi sig 100%!! Gangi þeim bara rosalega vel!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/26/2009 at 1:32 PM
Categories: Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Efnahagsmál og nokkrir góðir hlekkir (linkar)

Sá viðsnúningur í umræðu frá seinasta bloggi en það eru nokkrir góðir linkar þarna úti til þess að geta myndað sér skoðun á efnahagsástandinu. Ég mæli með að renna yfir þá!

Efnahagur.is Wiki síða þar sem allir geta lagt sitt að mörkum til að koma með lausnir á vandanum. (mæli með að Sigurgeir taki þátt í þessum).

Island.is Síða frá ríkisstjórninni um vandann og hvað er verið að gera til að leysa hann. Ég hefði samt viljað opnu í Fréttablaðinu 1x í viku líka! Þetta er ekki nógu sýnilegt!

Ísland og Evrópusambandið á mbl.is Þarna er rosalega mikið af upplýsingum um bandalagið.

Sprotafyrirtæki Iðnaðarráðuneytisins (leitið að "Þúsund ný sprotastörf" og "Spýtt í lófa fyrir sprotana")Kom mér bara á óvart hversu mikið þau eru að gera. Enn og aftur vill ég benda á t.d Fréttablaðið 1x í viku!

Og síðan er það auðvitað "Ég styð einkaframboð Sigurgeirs til ríkisstjórnar" það má alveg skoða það að gefa honum atkvæði! Cool Hann Sigurgeir er allavegana með hugmyndir til lausnar vandanum!

p.s

Jæja þá ætla ég að skella mér í sturtu því ég er farin upp í sumarbústað í Húsafelli!  Verður mjög gott!

Currently rated 3.0 by 2 people

 • Currently 3/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/24/2009 at 1:28 PM
Categories: Almennt Blaður | Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Í næstu uppsveiflu/bólu ætla ég að taka þátt og gera...

Það er kannski ekki tímabært að fara að hugsa um þetta en þar sem ég náði alls ekki að taka þátt í seinustu tveimur bólum (internet og fasteigna/fjármála bólunum) held ég að ég megi alveg taka þátt í þeirri næstu. Ég mun bara reyna að passa mig á því að fá hana ekki í hausin þegar hún springur, því það er víst þannig að það sem maður hefur allavegana lært í þessum bólum er það að þær springa alltaf.

Einhver vill kannski segja það að ég hafi tekið þátt í bólunni með því að vera að byggja, en ég hrek það með því að benda á það að ég er ekkert að græða á húsnæðinu og það að allir þurfa þak yfir höfuð sér. En þetta er mín fyrsta eign og ætluð undir mig en ekki til að selja með hagnaði (vonlaust mál í dag)!

En aftur að næstu bólu. Hérna eru nokkrir hlutir sem mig langar að eiga:

Flottur bíll: Ég væri alveg til í að kaupa mér jeppling (ekki risa Nissan Patról) og þá eru fáir sem slá út BMW X3/5

Risa sjónvarp: Að minnsta kosti 50-60 tommu tæki.T.d Kuru frá Pioneer? Eða Cell TV frá Toshiba?

Svaka magnara: Pioneer VSX-LX70. Aðeins 215.000 kr. Og þá eru hátalararnir eftir!!

Nudd stól: Væri eflaust það fyrsta sem ég myndi kaupa mér! T.d þennann með DVD skjá!!

2 utanlandsferðir á ári: Ein golfferð á vorin með strákunum, og ein sólarlandaferð með konu/börnum á hausin! Jú og síðan ein stutt verslunarferð um t.d jólin... já og ferð á leik í enska! Þetta eru víst 4 ferðir á ári! Fyrirgefið mér.. þetta eru víst 5 ferðir því ég ætla auðvitað  líka í skíðaferð!

 

Það er eflaust fullt annað sem ég hef áhuga á að gera í næstu bólu. Ég verð eflaust búinn að finna það út þegar að henni kemur. Núna er bara að vinna vel að því að vera undirbúinn undir hana svo ég geti halað inn öllum peningunum sem til þarf! En mín þáttaka verður auðvitað ekki fjármögnuð með 100% lána bulli! Hljóta allir að vera búnir að læra af því!

Hvað ætlar þú að gera í næstu uppsveiflu?

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/9/2009 at 6:00 PM
Categories: Almennt Blaður | Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (4) | Post RSSRSS comment feed

"Menn eru metnir eftir því hvernig þeir bregðast við óheppni, ekki eftir því hvernig menn sóa heppni"

Ég sem ætlaði aðeins að skrifa um það að ofan á allt undanfarið hjá mér fékk ég hita og gubbupests á föstudaginn! En nei það er bara alls ekkert sem ég nenni að ræða sérstaklega þegar ég les svona grein AA Gill blaðamanns Sunday Times um hvernig bretar reyndu að sparka í okkur.(upprunlega greinin)

Já ég leyfi mér að segja "reyndu" því að veit það að ísleska hugtakið "þetta reddast" á hér við sem og alltaf! Það er bara ekki spuring um annað en að við leysum úr þessum vanda eins og öllum öðrum sem við höfum lent í! Uppgjöf og volæði er bara ekki í boði! Standa saman, sýna hörku, ákveðni og þor er það eina sem dugar! Og af því að ég held að þetta sé mjög djúpt í þjóðarsálinni þá veit ég að þetta reddast allt saman!

Bara vinna að vandanum leysir hann á endanum! Aldrei gefast upp!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 12/14/2008 at 3:51 PM
Categories: Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Seinustu vikur í mínu lífi

Það er kominn smá tími síðan ég tók saman það sem ég hef verið að gera. Mér fannst það tilvalið að koma því frá mér núna þegar ég hef smá tíma.

Almennt

Það var hellings spennufall þegar útrásin sprakk og maður var snarlega komin í önnur verkefni, sem þrátt fyrir að vera mjög skemtileg og krefjandi eru töluvert minni í sniðum en það að gefa út hugbúnað fyrir heilu löndin! Það er samt að komast jafnvægi á þessi mál og ég er bara nokkuð spenntur fyrir framhaldinu.

Ræktin hefur dálítið setið á hakanaum síðan í vor og fyrir 1 mánuði hætti ég að spila körfubolta (byrja aftur í janúar) en ég ætla að lyfta vel núna framm á sumar! Það verður allavegana tekið á því um jólin því þeir Maggi og Stebbi ætla að koma með mér í ræktina! Maggi er sjálfur búinn að vera að lyfta nánast uppá dag síðan í sumar og er að eigin sögn kominn í rosalegt form! Verður gaman að athuga hvort ég geti ekki fært honum smá harðsperrur í jólagjöf! Sealed

Afmælishelgin mín 22.nóv

 Þetta var mjög góð helgi. Á afmælisdeginum mínum fór ég og hitti félagana í póker heima hjá Steina og Krissu. Alveg virkilega skemtilegt þó að ég hafi komið út í c.a 3000 kr mínus (en ég vann ekkert). Daginn eftir fór ég ég ofsalega góðan afmælismat heim til mömmu þar sem öll fjölskyldan var saman komin. En þá er alltaf hin klassíska karmelukaka borin á borð. Gæti hugsað mér sneið núna held ég bara!

Það stendur eiginlega nokkuð uppúr að ég fékk ótrúlega margar afmælis kveðjur bæði í síma. En ég fékk símhringingar frá Kína, Danmörku og Vestmannaeyjum! Einnig fékk ég ótrúlega margar kveðjur á facebook sem var ótrúlega skemtilegt (bara leiðinlegt að ég hef ekki haft tíma til að svara þeim!)! 

Seinasta helgi

 Fór í sunnudagssteikina heim til Nínu og Gunnars, en þau reka alveg frábært tilrauna eldhús þar sem hann Gunnar er duglegur að prófa nýja hluti! Kartöflur með chilli kryddi..ummmm alveg málið! En eins og sumir kannski vita þá er ég að rækta chilli plöntur en Gunnar gaf mér samt fyrstu chilli plöntuna mína (hún lifði samt ekki lengi greiið)! 

 Ég get bara ekki beðið eftir því að komast í húsnæði þar sem ég get eldað mat og tekið við fólki! Gunnar og Nína , Valur og Aníta, Stefán og Dídí verður eflaust bara öllum boðið í einu í mat, og það oft þangað til ég er búinn að borga upp í allar matarveislurnar sem mér hefur verið boðið í af þeim! En auðvitað verðu ykkur flest öllum boðið líka!!! Verður standandi partý hjá mér! :-)

Seinustu 4-5 vikur

 Búinn að vera að vinna í fyrirtækinu hanns pabba þar sem hann hefur verið alveg frá vinnu. Þetta hefur tekið mig nánast öll kvöld og allar helgar. Þvílík og önnur eins vinna! En það er ástæðan fyrir því að ég hef lítið sem ekkert hitt eða talað við fólk...  En að sama skapi hefur þetta verið alveg ótrúleg reynsla. Ég gæti vel tekið að mér að reka fyrirtæki og gert það bara nokkuð vel! Hver veit hvað maður endi á að gera í framtíðinni 

Það er eflaust búið að gerast fullt annað sem ég man ekkert eftir í augnablikinu, ef það rifjast upp þá bæti ég því bara við á næstu dögum! En núna ætla ég að drífa mig heim til að taka mig til því ég er að fara á bíómyndina Twiilight núna (sem ég sé núna að fær aðeins 5.9 stjörnur...sem er dálítið lítið!)!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 12/7/2008 at 6:42 PM
Categories: Helgin | Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

108 % HÆKKUN Á BÍLALÁNINU MÍNU

Seinast þá var lánið mitt búið að hækka um 81% (sbr. "81% HÆKKUN Á BÍLALÁNINU MÍNU!" færsluna). En núna er botnin dottin úr þessu og ég er búinn að sækja um að fá að greiða bara vexti næstu 4 mánuði!

Hérna er hægt að skoða breytinguna á á láninu síðan í janúar. Úr 21.859 kr (Janúar) í 45.528 kr (desember) eða 108 %

Hægt er að fresta greiðslum á SP-Fjarmögnun (eins og ég) það er þá gert alveg sjálfvirkt. Hinsvegar er er Lýsing frekar léleg í þessu en þar þarf að prenta út upplýsingar og fara með til þeirra... auk þess kostar umbreytingin7000 kr. og er bara í 3 mánuði en ekki 4 eins og SP-fjármögnunin!

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 12/1/2008 at 4:15 PM
Categories: Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

...Framleiða eldsneyti hér á landi

Núna erum við að tala saman! Góð hugmynd.. vonandi fáum við fleiri svona til landsins!

"...áhugi Japananna byggist á árangri Íslendinga í orkumálum og er ætlunin að framleiða eldsneyti sem leyst getur jarðefnaeldsneyti af hólmi. Það nefnist Dimethyl Ether. Það getur komið í stað díselolíu á bifreiðar og ekki síður í stað brennsluolíu á skip. Framleiðslan byggir á nýlegri tækni sem Mitsubishi hefur þróað og hefur einkaleyfi fyrir."

"Þá segir í tilkynningunni að til standi að nýta útblástur koltvísýrings sem fellur til við framleiðslu áls og kísiljárns en einnig kemur til greina að nýta koltvísýring sem kemur upp með jarðhitavökva í jarðhitaorkuverum. Til að framleiða DME þarf auk þess vetni, sem má afla með ýmsu móti, svo sem með rafgreiningu vatns eða með hitun á lífrænu sorpi. Reiknað er með að hagkvæmnigreiningunni verði lokið á hálfu ári. Ef niðurstaða hennar reynist jákvæð verður tekin ákvörðun um að það hvort tilraunaverksmiðja verður byggð."

 Lesa á vísi.is

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/22/2008 at 2:41 PM
Categories: Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Læknar í útrás! Núna erum við að tala saman!!

Þetta er alveg máli!!! Flytjum inn sjúkt fólk og læknum það! Þetta ætti nú að breyta því hvernig er horft á okkur í útlöndum auk þess sem við fáum helling af gjaldeyri!

Læknar í útrás.


Kannski getum við sérhæft okkur í augnatattúum?

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/18/2008 at 1:58 PM
Categories: Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Ætla á Austurvöll kl 15.00 í dag

Já bara til að láta sjá mig! Ættla að mótmæla engu og öllu! Bara láta stjórnendur landsins vita að það er ólga í gangi og það þurfi að grípa til róttækra aðgerða strax! Ég sagði í seinasta bloggi hvað ætti að gera og vona að eitthvað af því verði gert!

Annars fann ég þetta snildar videó sem sýnir dálítið hvernig lífið á íslandi er búið að vera seinustu árin, við vorum náttúrulega bara biluð held ég!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/15/2008 at 1:50 PM
Categories: Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Gætum hæglega sleppt IMF-láni

"Robert Z. Aliber, fyrrverandi prófessor við Chicago-háskóla, segir að ákveðin lausn felist í því að afþakka hreinlega lán hjá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum (IMF), fyrst sett er skilyrði um lausn Icesave-deilu, en samþykkja áætlun sjóðsins þess í stað til þess að endurheimta trúverðugleika landsins." Sjá mbl.is

Ég verð allavegana alveg GJÖRSAMLEGA BRJÁLAÐUR ef þessir stjórnmálamenn samþykkja einhverja ánauðar skilmála (hljómar það eins og að Geir sé að fara að gefa eftir?) ! Það þýðir ekkert að vera að tala um það að sýna stillingu og það gangi ekki að egna stórþjóðirnar! Ólafur Ragnar forseti fær alveg prik í mínar bækur fyrir að hafa reynt að verja okkur og skamma þessa karla sem eiga að vera vinir okkar!

Ef ég gæti þá myndi ég rífa upp landið og skella því í Kyrrahafið (norðanlega) og ganga í NAFTA (Fríverslunar samband norður ameríkulanda) og taka upp dollar$! Sé bara ekki að við séum í allt of góðum félagsskap! 

Annars stakk ég upp á því í dag að við gerðum eftirfarandi:

1. Rækjum seðlabankastjórnina. Þetta væri gert til að sýna öllum (okkur sem og "þeim" þarna úti í heimi) að eitthvað væri mögulega að breytast hérna!

2. Fylla seðlabankastjórnina okkar með þeim sérfræðingum sem við höfum (og hafa talað í sjónvarpi og blöðum undanfarinn mánuð)

3. Halda Scrum vídeó fund 1x í viku þar sem þjóðinni fær að vita þrjá hluti:

          1. Hvað var gert í gær (seinustu viku)

          2. Hvað ætlum við að gera í dag (næstu viku)

          3. Er eitthvað að stoppa okkur og hvernig er hægt að hjálpa okkur!

Vá hvað ég hef alltaf passað mig á því að vera ekki einhver "tuðandi bloggari úr vesturbænum"... en nei... ég hélt það ekki út! 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/13/2008 at 10:43 PM
Categories: Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Drekinn mun spúa eldi og brennisteini yfir hina Bresku smáþjóð!

"Hin nýji norðursjór" segja sérfræðingarnir! Verður til "Olíusjóður Íslendinga"?  Borleyfi verður boðið út á næsta ári og ætti að skila hagnaði eftir 3-5 ár!!

"Verðmætin eru talin svo mikil að þau jafngilda öllum opinberum útgjöldum á Íslandi í fjögurhundruð ár."

Hryllilega væri það glaðlegt ef olía finnst á Drekasvæðinu eins og kemur fram í Kompás í kvöld kl 19:20 ! Hérna er gömul frétt um Drekasvæðið!

Þá verður gaman að lána bretum pening þegar þeir eru búnir að koma sér lengra í rugglið með sinn gjaldmiðil! Og já auðvitað réttum við þeim hjálparhönd! Þá fyrst yrði réttlætinu fullnægt!

 


"White dragons are small and intelligent. They travel alone, and have very good memories"

Hérna er hægt að lesa um allar tegundir af drekum! Erum við kannski frekar rauðir drekar?

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/10/2008 at 6:34 PM
Tags:
Categories: Almennt Blaður | Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (5) | Post RSSRSS comment feed

Carpooling?

Spurning að fara í sparðnaðar aðgerðir? Er einhver í Hafnarfirði sem er til í að deila bíl?

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/7/2008 at 7:00 AM
Tags:
Categories: Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Ráð við lausafjárskorti: LÝSIS STÍLAR!!

Greiða sjálfboðaliðum 15.000 kr. fyrir prófun lýsisstíla

Er ekki bara í lagi!!!! Tongue out fer frekar á hausinn held ég bara!

 


Hvað setja menn þangað upp næst????

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/5/2008 at 3:08 PM
Categories: Almennt Blaður | Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

81% HÆKKUN Á BÍLALÁNINU MÍNU!

Man einhver eftir "Peningar smeningar" blogginu mínu um stöðu afborgana af bílnum mínum? Afborganir af bílnum um seinustu mánarmót voru kominn upp í næstum 34.000 kr eða 54% hækkun frá janúar! En í dag var ég að sjá að bíllinn er kominn í39.601 kr eða 81% HÆKKUN!!!! (Dollarinn er í 116 og evran í 152 skv. forsíðu kaupthing.is)

Æ ég veit ekki... grænn bíll eins og peningar?.... bull...

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/30/2008 at 12:44 PM
Categories: Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed