Er að fara í frí í 2. mánuði

Það er kannski dálítið skrítið að fyrsta blogg í marga mánuði sé um það að ég sé á leiðinni í frí! En ég hlakka bara svo til að komast í frí að ég verð að deila því með ykkur. Á föstudaginn verður seinasti vinnudagurinn þangað til 1. Sept. S.s 2 mánuðir í frí!

 Þetta er auðvitað ekki bara sumarfrí heldur bland af því og fæðingarorlofi. Ég og Elsa ætlum að taka fríið saman og njóta þess með Andreu Evu okkar. Planið okkar er auðvitað að fara eins oft í ræktina og mannlega er hægt! Stefnan er að taka Crossfitt grunnnámskeið í Júlí og fara á fullt í WOD í Ágúst. En það þýðir ekki að við förum ekki einnig í ræktina á milli (fyrir og eftir) :-)
 
 Sjálfur ætla ég síðan að reyna að spila körfubolta 2x í viku. S.s nóg að gera í fæðingaorlofinu mínu!
 
Við littla fjölskyldan ætlum s.s bara að njóta þess að vera saman og fara í 1 útilegu og 1 vika í sumarbústað um verslunarmannahelgina.

En fyrir utan afslöppun þá eru húsamál ofarlega á listanum. Það sem ég ætla að reyna að gera er eftirfarandi.

1. Setja á parket áður en gríslingurinn fer að skríða út um allt.
2. Brjóta niður vegg inn í forstofu til að koma fyrir ískápnum.
3. Taka bílskúrinn alveg í gegn.
4. Klára að setja ull á húsið.
5. Múra húsið að utan.
6. Klára garðinn (80%...enginn pallur eða pottur)
7. Setja upp gler í sturtuna svo vatn hætti að leka út á gang þegar ég fer í sturtu!

Meira var það ekki í bili... læt mögulega heyra aftur í mér fyrir/í fríinu.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 6/26/2012 at 8:41 AM
Categories: Almennt Blaður | Fjölskyldan | Furuás | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Körfuboltaskór

Þrátt fyrir að vera nýkominn (í sumar) frá USA þar sem ég keypti mér neon-græna (ég veit...) Lebrown James (búúúúú!!) skó, þá langar mig alveg rosalega til að kaupa nýja skó! Ég er bara ekki að fíla að labba um í þessum LJ skóm. Ég hef átt skó frá honum og ég var heldur ekkert að fíla þá! Ástæðan fyrir því að ég keypti þessa skó veldur mér mikklum heilabrotum!

 Ég hefði klárlega átt að reyna að finna Addidas "Tracy McGrady Lightspeed" (eins og ég á nú þegar).  Þetta er 2007-2008 skórinn frá honum. Ég á svona rauðan eins og hér fyrir neðan. Þessi svarti er samt einnig frekar töff! En þvílíkt hvað það er himneskt gott að spila í þessum skóm!!

Hvað vill ég þegar kemur að körfuboltaskóm? 

 1. Nokkuð uppháir
 2. Að skórinn sé lág botna (sem næst jörðinni)
 3. Skórinn komi út í sveig út frá littlu tánni (þannig að þegar ég tek útltra snarpa begju þar sem ég ligg við jörðina þá sé sólinn fastur við gólfið þannig að ég togni ekki! (þó ég geti ekki gert svona moove í dag þá veit heilinn það ekki og reynir þetta. Og þá er gott að hafa "system" sem minkar líkurnar á því að ég togni)


Svarti skórinnÉg veit ekki hvort ég þori að fara í 2008-2009 týpuna þar sem ég var svo ánægður með þessa! En hún lítur út svona og heitir  Addidas "Tracy McGrady Creator".En síðan virðist Addidas hætt að framleiða undir merkjum T-Mac og ekki voru til skór í 2 ár. En núna virðist sem að þeir hafi tekið út tilvitnun í Tracy McGrady og eru komnir með skó sem heita "Mac II Black/Royal" og eru tilraun til að endurlífga þessa T-Mac línu. Lesa um skóinn.En síðan er ég spenntur fyrir 2 öðrum skóm. Fyrst er það skór í nafni mikils stórmennis Penny Hardaway. Þetta virka alveg sjúklega þægilegir skór! Penny hefur í gegnum tíðina verið alveg rosalega duglegur að útbúa furðulega skó (úr einhverjum plastefnum), sjá nánar Penny skó. Lesa um þessa skó hér.Hinir skórnir sem mig langar að skoða eru frá Under Armor og heita Micro G Supersonic.Þessir eru örugglega massa léttir. Er ekki fullkomlega viss um að þeir henti samt ökklunum mínum eða spilamennsku. 

En fyrst ég er byrjaður að tala um körfuboltaskó þá verð ég bara að segja frá BESTU körfuboltaskóm sem ég hef gengið í! Það voru skórnir sem Jason Kidd notaði,  "Nike Zoom Flight" . Þegar ég spilaði í þessum skóm þá fannst mér ég vera gjörsamlega límdur við golfið! Þvílíkir skór! Núna er verið að endurútgefa skónna undir nafninu "Zoom Uptempo V". Það er víst aðeins hægt að kaupa þá frá Asíu á t.d kixfiles.com.
Ég þarf klárlega að eignast einhverja peninga til að geta keypt NOKKUR PÖR af körfubolta skóm!! :-) Áhugasamir um körfuboltaskó og það sem er að leiðinni ættu að líta á þetta blog, thehoopdoctors.com

Á íslandi er kannski einna helst málið að skoða www.Peak.is ef það á að kaupa góða skó.

Hérna eru síðan "Nike LeBron 8 P.S. 'Dunkman'" skórnir sem ég keypti í sumar en hef aðeins notað 2x innan dyra. Spurning hvort þeir séu ekki aðeins of littlir á mig auk þess sem mér finnst botninn aðeins og þykkur (þó hann eigi að vera þynnri en fyrri týpur). Hann er hinsvegar massa léttur sem er gott. Einnig er hann upp-hár og því góður fyrir ökklana.

Ef einhver vill gera tilboð í þá (keypti þá á 160$) þá er bara að hafa samband við mig og gera mér tilboð! Getum klárlega fundið eitthvað verð sem allir eru sáttir við!. Þeir eru annars af stærðinni 44.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/17/2011 at 4:22 PM
Tags:
Categories: Heilsa | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Charles Barkley auglýsing

Alger snild þessi auglýsing

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/6/2009 at 12:43 AM
Tags:
Categories: Körfuboltinn | Sport
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (6) | Post RSSRSS comment feed

Spilaði 5 körfuboltaleiki í dag í Firma- og félagahópakeppni Vals 2008

Við getum alveg sagt það að lappirnar á mér eru gjörsamlega búnar eftir allt þetta hlaup! Hver leikur var 2x12 mínútur og því voru 5 leikir 2 klst af hlaupum! Margir leikirnir voru bara nokkuð vel spilaðir, þar sem allir beittu öllum brögðum! Mjög gaman en ég er alveg búinn!

Já og auðvitað unnum við (Strámur) keppnina! HK barðist hetjulega í úrslitaleiknum en varð að lúta í lægra haldi fyrir sprækum Strámum!!

Þessi mynd var tekin fyrir úrslitaleikinn á móti HK! Ég er þessi dökkhærði aftast til hægri!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 12/27/2008 at 8:40 PM
Categories: Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Ármann-Þór Akureyri (??-?) í Valsmótinu 2008

Það er eiginlega bara gott að ég man ekkert hver loka staðan var í tölum! Þetta var hreint og beint alveg GLATAÐUR leikur hjá okkur! Formið var bara gjörsamlega farið! Það hofðu fáir nógu mikið af orku eftir til að halda í við nokkuð snarpa Þórsara! Þeir eru nú samt lið sem við eigum alveg að geta staðið í og tekið ef við erum í formi!

Því var lýst yfir eftir leikinn að þetta yrði HELL WEEK sem byrjaði á morgun! Ég er sko þokkalega að fara snemma að sofa í kvöld! Og dreyma um það að sofa út um næstu helgi! Úffff..... vííí... get ekki beðið!! Yell

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/7/2008 at 6:25 PM
Categories: Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Ármann-Valur (51-48). Valsmótið 2008

Við unnum seinni leikinn með 3 stigum! 49-51. Nokkuð gott hjá okkur þar sem Valur var með næstum óbreitt lið síðan í fyrra og við með mjöög ólíkt lið. Þetta var mikill baráttuleikur þar sem allir lögðu sig 100% framm í baráttunni. Auðvitað þurfa menn að ná að spila sig aðeins betur saman til að fullkomna leikinn en það kemur bara með æfingunni og fleiri leikjum.

Ég hélt á tímabili í fyrsta hálfleik (byrjaði nb. líka þennan leik) að ég væri að fá hjartaáfall því ég náði varla andanum því ég hafði hlaupið úr mér alla orku! Ég sat bara á bekknum næsta leikhluta til að ná andanum. En ég spilaði í þeim þriðja og fjórða og fannst þrekið vera að koma fullkomlega aftur eftir að hafa vengið smá pásu!

En auðvitað AÐALAÐTRIÐIN! Cool

 1. Tók gott skot af hliðarlínunni beint ofan í. 2 stig þar.

 2. Feikaði leikmann og drivaði að körfunni ,vinstra meginn, þar sem ég var blokkaður vegna þess að ég asnaðist til að reyna að leggja boltann ofan í með hægri hendi í stað þeirrar vinstri! Geri þau mistök ekki aftur!

3. Drivaði aftur að körfunni fékk í mig tvo menn og gaf sendingu nokkurvegin aftur fyrir bak til leikmanns sem setti auðvitað boltann ofan í. S.s stoðsending!

4. Gaf "stoðsendingu" á leikmann sem að vísu setti boltann ekki ofan í... en ég var mjög sáttur við þessa sendingu! :-)

5. Síðan þegar 1 mínúta var eftir drivaði ég að körfunni og var að hoppa upp til að leggja boltann ofan í! En þá var ég keyrður útaf af hlið af Valsmanni auk þess sem ég fékk annan ofan á mig! En í staðin fyrir að fá vítaskot þá dæmdi dómarinn innkast! Þar missti ég af 2 stigum!

Þetta var alveg ágætis leikur en núna er ég bara alveg búinn á því! Best að hlaða rafhlöðurnar fyrir leikinn á morgun! Jæja góða nótt!

Hérna getið þið lesið um leiki dagsins.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/6/2008 at 9:34 PM
Categories: Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Ármann-kr (71-44)í Valsmótinu 2008

Jæja þá er 1 leikur búinn í Valsmótinu og það var á móti kr. Við töpuðum að vísu með 27 stigum en það er s.s ekki það sem skiptir mestu máli!

Það sem skiptir máli er það að :

1. Við erum búnir að æfa saman í 2 vikur!

2. Við erum ekki með NEIN kerfi! Bara skrína frá og berjast!

3. Við náðum bara mjög vel saman og aðeins 3 stiga körfur og hraðaupphlaup var í vopnabúri kr-inga! Við þurfum bara meira þrek og skilning manna í að bruna aftur í vörn og þá erum við bara nokkuð góðir held ég. 

4. Það vantaði alveg nokkra menn í liðið. Frikki, Sæmi og Steinar og það er þónokkuð stór bitii. Kr-ingum til varnar þá vantaði nú auðvitað nba stjörnuna og loga (og einhverja aðra sem ég man ekkert hvað heita!) :-)

 En nú í aðalatriðið: HVERNIG STÓÐ ÉG MIG Í LEIKNUM?

1. Byrjaði inná! (Gulli góður við mig, minnir að ég hafi byrjað inná í fyrsta æfingaleiknum í fyrra líka!)

2.  Tók kanann þeirra sem nb. skoraði mögulega 1 körfu á mig! Hann var nú ekkert svakalega góður fannst mér....en þetta var samt þeirra 3 leikur á 4 dögum skildist mér!

3. Spilaði eflaust 2/3 af leiknum (enda er ég alveg búinn!)

4. Skoraði undir körfunni eftir "drive" með VINSTRI framhjá/yfir kr-ing!

5. Átti stoðsendingu á Geira framhjá 3 kr-ingum frá vítateig niður á póstinn (mjög þröngt og því mjöööög gaman að ná henni!)

6. Fékk víti eftir að það var brotið á mér (kominn bónus, sem þýðir að ég fái vítaskot þó ég hafi ekki verið í miðju skoti). Fyrsa rann uppúr, en seinna skotið fór hreint ofan í!

7. Tók hörku vörn á nr. 13 (?) og stal af honum boltanum. Hann braut síðan á mér strax og ég fékk 2 víti! Aðeins annað fór ofan í!

Þessi leikur var HÖRKU skemtilegur fyrir mig og sérstaklega vegna þess að liðið spilaði skemtilegan baráttu bolta og lítið var um æsing og leiðindi eins og vill stundum verða! Gefur góð loforð um framhaldið! 

Hinsvegar komst ég að því að ég er ekki í neinu sérstöku hlaupa formi og mun kippa því í liðinn á næstunni! Hrillilega er körfuboltai skemtilegur.

p.s

Næsti leikur er í dag kl 15.00 í Vodafone höllinni (Valshöllin) á móti Val. Á morgun verður síðan leikur kl 14.00 á móti Þór Akureiri!

Hérna er hægt að lesa um niðurröðun leikjanna ef ykkur langar að mæta til að horfa á einhverja leiki.

Og hérna er heimasíða Ármanns í körfunni www.korfubolti.com

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/6/2008 at 12:16 PM
Categories: Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Kína-USA Ól 2008 að byrja

Jæja Þá er það byrjað! Vá hvað þetta verður skemtilegt! :-)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/10/2008 at 2:12 PM
Categories: Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

The Redeam Team: Ólympíuleikarnir 2008

Já ég ættla ekki að ræða um það að ég hafi ekki komist til Eyja um helgina! Ég ættla að ræða um þetta SVAKALEGA körfuboltalið sem Bandaríkin senda á Ólympíuleikana!

Leikmennirnir eru :

NO NAME
POS
HGT
WGT
DOB
CURRENT TEAM / COLLEGE or HIGH SCHOOL
15 Carmelo Anthony
F
6-8
230
5/29/84
Denver Nuggets / Syracuse
  4 Carlos Boozer

F

6-9
266
11/20/81
Utah Jazz / Duke
12 Chris Bosh      F

6-10

230

       3/24/84 Toronto Raptors / Georgia Tech
10 Kobe Bryant
G
6-6
205
8/23/78
Los Angeles Lakers / Lower Merion High School (PA)
11 Dwight Howard
F/C
6-11
265
12/08/85
Orlando Magic / Southwest Atlanta Christian Academy
  6 LeBron James
F
6-8
250
12/30/84
Cleveland Cavaliers / St. Vincent-St. Mary High School (OH)
  5 Jason Kidd
G
6-4
210
3/23/73
Dallas Mavericks / Califonria
13 Chris Paul
G
6-0
175
5/06/85
New Orleans Hornets / Wake Forest
14 Tayshaun Prince
F
6-9
215
2/28/80
Detroit Pistons / University of Kentucky
  8 Michael Redd
G
6-6
215
8/24/79
Milwaukee Bucks / Ohio State
  9 Dwyane Wade
G
6-4
216
1/17/82
Miami Heat / Marquette
  7 Deron Williams
G
6-3
205
6/26/84
Utah Jazz / Illinois
 
Managing Director: Jerry Colangelo
Head Coach: Mike Krzyzewski, Duke University
Assistant Coach: Jim Boeheim, Syracuse University
Assistant Coach: Mike D'Antoni, New York Knicks
Assistant Coach: Nate McMillan, Portland Trail Blazers
Team Physician: Sheldon Burns, Minnesota Timberwolves
Athletic Trainer: Keith Jones, Houston Rockets
Athletic Trainer: Casey Smith, Dallas Mavericks
Director of Scouting: Rudy Tomjanovich
Director of International Player Personnel: Tony Ronzone, Detroit Pistons

Þetta er náttúrulega alveg FÁRÁNLEGA gott lið! Margir hafa samt sett út á það að það vanti annann Center. Hver mun t.d taka við af Dwight Howard þegar hann er á bekknum? Hann er eini Centerinn og er meira að segja ekki 100% center heldur!  Mögulega gerir Carlos Booze það? Annars held ég að þetta verði ekki mikið mál! Ekki nema að einhverjir slasist! Auðvitað hefði ég viljað sjá Kevin Garnet í liðinu en hann vildi ekki spila. Hinsvegar er Shaquille O'Neal  með opið boð um að spila. Ættli þeir geti ekki kallað á hann ef hann er heill!

Þetta lið er kallað núna "The Redeam Team" (eins og fyrsta atvinnumannaliðið var kallað "The Dream Team") því þeir hafa ekki unnið stórmót síðan 2000! En núna ættla þeir að rústa þessu móti! Ef það gerist ekki þá er körfubolta heimurinn að eilífu breyttur! Sá tími mun koma að BNA séu ekki LANG bestir (og síðan eflaust að þeir séu ekki bestir) en ég held að það sé ekki alveg komið að því! Lesið viðtal við LeBrown James í Time

Hérna eru síðan linkar á þætti um The Redeam Team:

Road to Redemption: 2008 U.S. Olympic Team - Episode 1.1 

Road to Redemption: 2008 U.S. Olympic Team - Episode 1.2

Road to Redemption: 2008 U.S. Olympic Team - Episode 1.3

Road to Redemption: 2008 U.S. Olympic Team - Episode 1.4

Road to Redemption: 2008 U.S. Olympic Team - Episode 1.5

Road to Redemption: 2008 U.S. Olympic Team - Episode 2.1

Road to Redemption: 2008 U.S. Olympic Team - Episode 2.2 

Road to Redemption: 2008 U.S. Olympic Team - Episode 2.3 

Road to Redemption: 2008 U.S. Olympic Team - Episode 2.4

 

Hérna koma síðan vídeó frá æfingaleikjum BNA undanfarið

USA (120) v.s Canada (65) 25.júlí 

 
USA (114) VS Turkey (82)  31. Júlí
 
USA Basketball (120) vs.Lithuania (84) 1. Ágúst
 
USA Basketball (90) vs. Russia (68) 3. Ágúst
 
USA (87) vs. Australia(76) 4. Ágúst (ættli þeir hafi ekki bara "slappað af" í þessum leik!??) 
 
Ef einhver veit hvenær og hvar þessir leikir verða sýndir þá mega þeir sömu endilega kommenta hérna hjá mér og láta mig vita! Ég held að ég verði bara að taka mér sumarfrí til að horfa á þessa leiki!!!  Fyrsti leikurinn verður 10. Ágúst á mót Kína.
 
Hérna er öll dagskráin (fyrir BNA þ.e.a.s). Væri mjög gaman að sjá fullt af öðrum leikjum líka en ég er auðvitað spentastur fyrir þessum leikjum!
Aug. 8-24: Beijing, China
2008 OLYMPIC GAMES
vs. China: Aug. 10, 10:15 a.m. ET
vs. Angola: Aug. 12, 8 a.m. ET
vs. Greece: Aug. 14, 8 a.m. ET
vs. Spain: Aug. 16, 10:15 a.m. ET
vs. Germany: Aug. 18, 8 a.m. ET
Quarterfinals: Aug. 20
Semifinals: Aug. 22
Finals: Aug. 24
 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/5/2008 at 9:58 PM
Categories: Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (6) | Post RSSRSS comment feed

Furðuleg vítaskot...

  Hérna eru tvær alveg magnaðar tilraunir til vítaskots! Ég mæli sterklega með því að þið skoðið þetta... hvernig í ósköpunum menn komast inn í NBA með þetta skot skil ég bara ekki!

Desmond Mason Crazy Free Throws : Þessi er að vísu með 75% nýtingu sem er bara nokkuð gott!

 Og síðan ljótasta vítaskot nokkurntímann.. Chuck Hayes Ugly Free Throws vs Denver 12/20

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/5/2008 at 1:15 PM
Categories: Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Ultimate Pistol Pete Maravich MIX

Þetta er bara of flottur tappi...

 

  

 

mæli með að þið horfið inni í miðjuna þar sem hann sýnir fáránlegustu sendingu í heimi... djöfull þarf maður að æfa þetta!!

 
Hérna sýnir hann þetta betur!
 
p.s
Djöfull var fyrsta æfingin með nýja þjálfaranum æðisleg!... össss....... 

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/29/2008 at 12:59 AM
Categories: Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Hættur!! Loksins...

Já ég er búinn að taka ákvörðun um það að hætta að spila (þetta tímabilið) körfubolta með Ármanni.  Ég hef einfaldlega meira og betra við tímann minn að gera en að vera uppfyllingarefni á æfingum og fá aldrei séns í leikjum, alveg sama hversu vel hefur gengið á þessum æfingum. Ég hef verið að fórna alveg hellings yfirvinnu fyrir eitthvað sem er fyrir löngu hætt að vera skemtilegt.

Þetta snýr í raun að ósætti mínu hvernig liðinu er stjórnað í leikjum. Mönnum er einfaldlega spilað  áfram allan leikinn án hvíldar. Oftar en ekki þá eru þessir menn alveg drullu þreyttir og búnir á því í lok leikja, sem er kannski ástæðan fyrir því að við erum annaðhvort að rétt merja liðin eða rétt tapa fyrir þeim (auðvitað undantekningar á þessu)! Ég held einfaldlega að það sé ekki hægt að vera spilandi þjálfari án þess að hafa fastann mann á bekknum sem sér algerlega um skiptingar. 

En til eru nokkrar undantekningar á þessari högun leikja og það er vegna þess að Steinar nokkur Kaldal hefur séð um að stjórna bekknum! Þvílíkur munur að hafa hann í brúnni! Hann skiptir mönnum inn á og útaf  eftir því sem leikurinn krefst (og hvort menn séu að standa sig eða þurfa hvíld). 

Ef ég væri 18 ára og að reyna að koma mér í liðið á næsta ári eða þar á eftir, gæti ég auðvitað sætt mig við þetta. Ég veit að ég er langt frá því að vera góður leikmaður en ég er að þessu til að hafa gaman og ef það er val á milli þess að gera eitthvað sem mér finnst orðið leiðinlegt eða að þéna peninga í vinnunni þá er valið auðvelt!

Ekki er ég að fara fram á margar mínútur enda hef ég verið mjög þolinmóður í allan vetrur og búist við því að á endanum fái ég þær. Ég sætti mig alveg við 2-4 mín í leik.. ekkert mál...  en afhverju í ósköpunum ætti ég að standa í þessu fyrir 0 mín? En alltaf er notuð sama klisjan "þetta er mikilvægur leikur sem við verðum að vinna"! Eru ekki allir leikir mikilvægir? Ef leikirnir núna eru extra mikilvægir af hverju fékk ég þá ekki að spila meira í hinum leikjunum?

Þetta er ekkert að fara að breytast því núna eru allir leikir mikilvægir! Ef við komumst í úrslitakeppnina haldið þið að leikirnir þar séu eitthvað nema MJÖG mikilvægir??? 

Ég er að spila vegna þess að það er skemtilegt en ekki til þess að gera 9 öðrum leikmönnum mögulegt að æfa 5 á 5!  Hver veit nema að ég mæti aftur hjá Ármanni á næsta ári... hver veit...! Ég óska strákunum bara mjög góðs gengis... leiðinlegast er að skemma fyrir þeim æfingarnar EN núna gengur vinnan framfyrir allt sem er leiðinlegt! Nema að þú góður lesandi viljir borga fyrir húsið mitt?

Ég skil við Ármann með fullkomlega fína samvisku sem þjálfarinn sagði að ég yrði að eiga við sjálfan mig þegar ég tjáði honum að ég væri hættur!  

UPDATE:

 Fljótt skipast veður í lofti. Kominn er nýr þjálfari sem mun mæta í kvöld. Það er Pétur Ingvarsson sem er að mínu mati meiri baráttu hundur heldur en sjálfur Dennis Rodman! Þetta er uppáhalds leikmaðurinn minn nokkurn tíman! Ég væri bara klikkaður að taka ekki skóna af hillunni (þvílíkt rykfallna) og prófa að mæta á æfingu í kvöld! Cool

Currently rated 5.0 by 1 people

 • Currently 5/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/27/2008 at 11:10 PM
Categories: Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (8) | Post RSSRSS comment feed

Physics of the Impossible: A Scientific Exploration into the World of Phasers, Force Fields, Teleportation, and Time Travel

Ég var að lesa bloggið hjá honum "vini" mínum honum Scott Hanselman´s og sá hann fjalla um þessa bók hérna: Physics of the Impossible: A Scientific Exploration into the World of Phasers, Force Fields, Teleportation, and Time Travel

Núna veit ég hvaða bók ég er að fara að kaupa mér næst! Vá hvað þessi bók hljómar spennandi!!!

Sorry Bryndís... ekkert körfuboltablogg í dag... jú kannski samt.. ég er að fara með Moe í læri heim til systur minnar í kvöld! :-) það ætti að vera rosalega skemtilegt!

UPDATE:

 Þetta var alveg stórskemtilegur matur hjá Tinnu systur... fullt af fólki Tinna,Davíð,Ísabella,Björk og dóttir,Moe,ég. Tinna bauð upp á 2 lambalæri og himneskan ís/kókusbollu eftirétt! Mó skemmti sér alveg stórskemtilega held ég bara. Hann tjáði mér það allavegana á leiðinni heim að hann hefði haft mjög gaman af því að rökræða við Rakel systur mína! 

Annars lenti ég í því þegar við vorum að fara að bíllykillinn FESTIST í skránni! Það endaði með því að ég hringdi á lykkla karl sem skrúfaði sílenderinn úr og lagaði skránna! Þetta kostaði aðeins littlar 6000 kr.. en hann var náttúrulega heilar 10 mín að þessu! Cry

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/22/2008 at 2:41 PM
Categories: Books | Fjölskyldan | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Tap á móti Val... hvað skoraði ég mikið?

Í kvöld spilaði Ármann við Val. Þetta var seinni leikur þessara liða í vetur. Fyrri leiknum höfðum við tapað með einu heilu stigi! Nú átti auðvitað að hefna fyrir ósigurinn og rústa Völsurunum á Hlíðarenda! Sjálfur var ég búinn að koma mér í alveg 100% rétt hugarástand og gjörsamlega tilbúinn í leikinn! Auðvitað hafði 40 stiga leikurinn minn í seinustu viku æst mig upp í að gera enn betur! Minnst 80-100 stig var múrinn sem átti að slá... og auðvitað spila trillta vörn og rífa fráköst... bara svona eins og ég hef verið að gera á öllum æfingum undanfarið!

En viti menn...spilatími minn... enginn! Já það er rét!! Eftir stórleik seinustu viku var tekin ákvörðun um að ég yrði settur á bekkinn allan leikinn! Svo best sem ég get skilið þessa ákvörðun er það að litið sé á mig sem algjöran einspilara! Ég meina ég púllaði algerann Kobe Briant 81 stig  og ekki eina einustu stoðsendingu leik! Körfubolti er náttúrulega hóp íþrótt og ef hinir leikmennirnir fá ekki boltann þá detta þeir einfaldlega úr æfingu! Hvað myndi gerast ef ég meiddist og gæti ekki tekið þátt? Öss... það yrði nú ekki fallega gert af mér!

Ég þarf s.s greinilega að taka þessa meðspilara mína til fyrimyndar og spila meira upp á þá! Ef ég laga þetta atriði þá fæ ég eflaust að spila meira... alveg viss um það! Jæja þá er best að koma sér í gírinn og koma mér í útskriftarveislu til Stebba. 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/25/2008 at 8:42 PM
Categories: Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Persónulegt met!! 40 stig og samt 10 klikk... í Árman-FSU

...hefði getað verið niðurstaðan ef við notum stærðfræðina til að uppfæra tölurnar mínar á allan leikinn... já ég var með 4 stig á 4 mín (Bryndís það voru 4:23 sek eftir af 3 leikhluta þegar ég kom inn á!) en náði að klúðra einu "sniðskoti" alveg í byrjun. Annars leið mér mjög vel inn á vellinum og hefði viljað spila MIKKLU meira!! Þetta er allt að koma með auknu formi... vonandi fæ ég bara að spila meira og meira með hverjum leik!

 


"Back to basics"... hefði þurft að setja fyrsta sniðskotið ofan í!!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/17/2008 at 11:21 PM
Categories: Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Ármann vinnur Þrótt Vogum: Tilraun til manndráps?

Í gær keptum við (Árman) við Þrótt Vogum í Laugardalshöll. Liðið mitt hefur alls ekki verið að æfa nógu mikið núna um hátíðarnar og eru menn langt frá sínu besta formi! Sjálfur er ég búinn að vera ágætlega duglegur en ég var náttúrulega búinn að vera frá í 26 daga vegna tognunar,veikinda og utanlandsferðar!

Mér til mikillar undrunar og ánægju þá var ég settur í byrjunarliðið og spilaði ég ALLAN fyrsta leikhluta eða 10 mín!! Það er ekkert annað en manndrápstilraun af fyrstu gráðu!  Ég gjörsamlega reyndi að hlaupa mig alveg út og gat varla staðið í lappirnar undir lokin! Djöf*ll var þetta gaman! :-)

Ekki spilaði ég neitt fallegan körfubolta... en þegar dómarar leiksins létu króka,krækjur og hrindingar Þróttara óáreitta þá hófst ég handa við að setja þau þyngstu og ljótustu skrín sem sést hafa og stíga menn alveg út úr teignum! Ekki datt mér í hug að spila einhvern áferðafallegan bolta ef ég gat komist upp með það! En það tók að vísu alveg helling af súrefni! 

Ég skoraði ekkert stig... en var nálægt því að mig minnir þegar ég keyrði upp að körfunni eins og myndin hérna fyrir neðan sýnir!  Update: Ég er búinn að muna hvað gerðist! Það kom hjálparvörn og ég setti boltann út á Steinar Kaldal sem tók skot og hitti ekki. Og þeir í sókn! En ég lít aðalega á mitt hlutverk að stíga út, taka fráköst og dúndra skrínum hægri og vinstri!!!

Lesið meira um leikinn og skoðið fleiri myndir HÉRNA


p.s

Og svona fyrir þá sem hafa áhuga þá er ég rétthentur en nota hérna listarvel vinstri í drævið! 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/4/2008 at 10:52 AM
Categories: Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (4) | Post RSSRSS comment feed

Allt er ófrískum fært!

Í leiðindum mínum hérna heima var ég að skoða  yfir gamlar myndir  á síðu KKÍ og varð mjög upp með mér og ánægður með hverskonar dugnað kynbræður mínir geta sýnt! Þessi ágæti dómari hefur líklegast farið rakleiðis uppá fæðingardeild eftir leikinn! Hvort ættli hann hafi eignast strák eða stelpu?Hægt að skoða þessa mynd á síðu KKÍ

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/24/2007 at 9:09 PM
Categories: Almennt Blaður | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

30 days of night, Starfsdagur og smá tognun

Ég lét draga mig í bíó á föstudaginn. Myndin sem var valin var 30 days of night. Ég sem þoli ekki hrollvekjur var orðin æðispenntur áður en myndin hófst! En síðan kom þessi mynd bara alveg hressilega á óvart!! Hún var bara ekkert spennandi! Mér brá 1 x og það var bara í byrjun og eflaust bara vegna þess að ég var búinn að spenna mig allan upp í einhvern viðbjóð! Mæli ekki með þessari mynd fyrir þá sem vilja láta bregða sér!

Á laugardaginn var síðan starfsdagur Kaupthings banka. Alveg stórfínn dagur sem auðvitað endaði í tómu djamm ruggli langt fram á nótt.. ég endaði með góðu fólki í bráluðum technó dansi á NASA undir þéttum skífuþeyting frá Sir Pál Óskari!

Annars tognaði ég á æfingu á fimmtudaginn og er frá æfingu í nokkra daga. Það magnaðasta við þessa tognun er það að ég finn bara ekkert fyrir henni þegar ég labba (eða dansa!). En ég ættla samt að taka mér smá hvíld! Alveg gott að fara bara og lyfta aðeins í staðin. Ég er alveg kominn með fráhvarfseinkenni af lyftingarleysi!

En það góða í þessu er að ég fæ að passa uppáhaldsfrænku mína í staðinn. Það er aldrei leiðinlegt! 

Hérna eru nokkrar myndir af löppinni! Njótið vel! ;-)Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/19/2007 at 12:54 PM
Categories: Almennt Blaður | Heilsa | Helgin | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (6) | Post RSSRSS comment feed

Þá er þetta nú skemtilegri keppni!!

Já er ekki málið að láta keppendur í mest kynæsandi aðili íslands sýna á sér afturendann og dæma út frá honum? Mögulega er einhver fríðari að aftan en framan? Cool og enn og aftur vona ég að engin móðgist!!

 Flottustu rassarnir

 Annars er ég farinn úr vinnunni í dag... í kvöld verður keppt við Breiðablik í höllinni... mig hlakkar mjög til! Síðan verður mögulega djamm hjá liðinu ef okkur gengur vel.. sjáum til... ég er s.s alveg til í það að slappa aðeins af! 

 Góða helgi öll!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/2/2007 at 3:59 PM
Categories: Körfuboltinn | Keppni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (8) | Post RSSRSS comment feed

KFÍ,FjölnirB, út að borða og Halloween og myndir af Furuás framkvæmdum

Bara nokkuð öflug helgi! Á föstudaginn vann liðið mitt KFÍ með 2 stigum! Ég var ekki í liðinu (ekki spyrja mig afhverju því ég er æðislegur!!!!!) þannig að ég fór og lyfti LAPPIRNAR! Mjög sniðugt þar sem ég er búinn að vera að drepast úr þreytu í löppunum í þó nokkurn tíma! 

En á laugardaginn (eftir 12 klst svefn) var minn tími og átti ég bara ágætisleik (engan stórleik samt) þegar Ármann kom FYRSTU dollunni í hús! 1 sæti í Meistaramóti Reykjavíkur ÍBR staðreynd! Um kvöldið skeltum við Öddi okkur á Vegamót þar sem sem ég pantaði mér sjávaréttasúpu og humar pizzu! Ummm.... að vísu átti að vera skötuselur,hörpuskel og risarækjur í súpunni en það reyndust aðeins vera 2 rækjur í skálinni! Ég gleymdi alveg að minnast á það við þjóninn... en hvað með það.. nenni ekki að tuða yfir svona! Eftir 2 rúnta niður laugarveginn skellti ég mér heim í bólið og svaf í góða 11 klst!

 Ferlega var ég duglegur á sunnudaginn... ég tók til heima! Já ég braut saman hálft tonn af þvotti sem var búinn að bíða í LANGAN tíma eftir því að vera brotinn saman... ég ryksugaði og þurkaði af! Var bara mjög sáttur við útkomuna! Eftir þessi þrif skellti ég mér í heimsókn til hanns Vals til að skoða framkvæmdir hjá honum! Alveg rosalegt hvað hann er kominn langt...en þau Aníta byrjuðu náttúrulega mikklu fyrr en ég á þessu öllu! Plús það að þau eru nú einusinn i tvö (ÞRJÚ ef sú littla er talin með)!

Auðvitað skellti ég mér síðan aðeins í ræktina... labbaði í 20 mín í smá halla og teigði á löppunum í c.a 30 mín! Góð gufa og rakstur....ummmm væri til í að sofna í heitum potti núna! Eftir það fór ég í mat til M&P þar sem Inga/Hrafn, Tinna/Davíð og Ísabella voru á staðnum líka.. ekki annað hægt þegar boðið er upp á gæs!! Ferlega var það nú gott! Um kvöldið lét ég önnu síðan draga mig á Halloween!! Ég skal sko draga hana á einhverja SCI-FI heimildarmynd næst... ég bara þoli ekki svona myndir.... ég t.d læsti útidyra hurðinni í fyrsta skipti þegar ég kom heim! Alveg líklegt að Mike Myers myndi banka upp á heima... hvað þá að lítill ASSA lás hefði stoppað hann!!!

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/22/2007 at 4:25 PM
Categories: Helgin | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed