Heilsuátakskeppni hafin í vinnunni

Eins og alltaf þá mældist égoffitu keppur! Það er ekki í fyrsta sinn sem það hefur gerst!

Átakið apríl 2009

Átakið Júní 2009

 Djöfull ætla ég að taka þetta núna ;-)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/10/2012 at 3:33 PM
Categories: Heilsa | Keppni | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

8 vikna átak

Já það er rétt, það er þessi tími ársins aftur (sjá átakið í fyrra sem ég s.s klúðraði alveg ef ég man rétt)!

Heilsuátakið í vinnunni byrjaði áðan með fitu/vöðva/vökva- mælingu. Og auðvitað er ég búinn að veðja við vinnufélagana (Rannver, Karl og Eyrún) um það hvor nái betri árangri! Hlutfallsleg lækkun % er það sem mun skera út um það hvor okkar beri sigur úr bítum. S.s ef ég fer úr 10% fitu í 9% þá hef ég mist 10% en ekki bara 1%! Ætli Rannver kalli hafi það sem til þarf??? Sigurvegarinn fær fría máltíð á Nana Tai,lítinn bragðaref,nammi í poka og kók! S.s sukk verðlaun í boði! Cool 

Sá sem mældi okkur var Goran Kristófer Micic og gerði það með vél sem maður stigur upp á berfættur og heldur síðan í handföng. Hérna fyrir neðan er sjálf mælingin en ég vill samt benda á það að ég klúðraði þessu aðeins með því að drekka fullt af vatni og borða salt í gær (seinasta máltíðin)!

„The more hydrated a person is, the lower body fat reading. Along the same lines, the less hydrated a person is at the time of measurement, the higher the body fat percentage measurement.“
http://www.suite101.com/content/body-fat-percentage-a46513

 

Þetta reyndist síðan hafa þau áhrif að leiðnin verður meiri og því mælist ég með lægri fitu % en ég virkilega er með. Eflaust ætti ég að vera um 20%. Spurning hvort ég komist á þennan lista hérna -"Top 10 Worlds Fattest Animal"? Cool

 

En hérna er mælingin mín eftir 8 vikur þá mun ég setja inn aðra til að bera saman við þessa. Goran sagði mér að stefna að því að koma fitu kg niður í c.a 10-11 kg og bæta við vöðvamassa, það ætti s.s að vera markmiðið mitt næstu 8 vikurnar. Þetta verður klárlega gert!

 Ég er töluvert hrifnari af mælingunni hanns Gorans heldur en þeirri sem ég fékk í fyrra (sjá hér að neðan) því þar vantar meira af nákvæmum upplýsingum. Spurning að gefa sér síðna tíma til að bera þetta saman við niðurstöðurnar núna!

 

 

MJÖG áhugasamir geta síðan fylgst með árangrinum hérna á google docs.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/9/2010 at 10:55 AM
Categories: Heilsa | Keppni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Maður að nafni Eduardo Sturla varð tvöfaldur Brasilískur Ironmann meistari

... með brotna hönd! Þetta er greinilega algjör töffari! Hann brotnaði viku fyrir keppni en vildi ekki láta skoða brotið því þá hefði hann ekki fengið leyfi lækna til að keppa! Hann var víst dálítið hægur í sundinu... skrítið!!!

Eduardo Sturla's Gutsy Performance
Give the Two-Time Ironman Brazil Champion a Hand

 

Þeir sem vita ekki hvað Ironman keppni er þá er hún haldin ár hvert í Kailua Kona, Hawaii og inniheldur eftirfaranadi: 

1. Synda 3.86 km í sjó

2. Hjóla 180.2 km

3. Hlaupa 42.2 km

Til að fá að keppa í þessari keppni þá verðurðu að hafa unnið þér sæti í öðrum Ironman keppnum sem haldnar eru í heiminum. Heildar fjöldi keppenda í þessari keppni er 1500 en hún hefur verið haldið síðan 1978.

Hérna er byrjanda æfingarprógram fyrir Ironman ef einhver er nógu brjálaður til að prófa þetta!! Kannski ég skelli mér í þetta einn daginn?... vá hvað ég vildi að ég hefði tíma í svona!

 


p.s

Bara svona ef einhver heldur að ég sé alltaf að googla mig þá er það ekki þannig! Ég er bara áskrifandi af einhverju frétta feedi hjá google sem lætur mig vita af svona fréttum með mínu nafni! Gaman að sjá þetta! Tongue out

Currently rated 5.0 by 1 people

 • Currently 5/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/21/2009 at 5:38 PM
Categories: Heilsa | Keppni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að komast í form Ryan Reynolds! Er það hægt á 8 vikum?

Já hún Clara verður ánægð með að sjá þessa grein "How To Build Body Like Ryan Reynolds?". En Ryan er uppáhaldið hennar! :-) Rakst á þessa grein af algjörri tilviljun á snildar heilsusíðu sem ég fann munfitnessblog.com.

En fyrst ég er búinn að koma mér í þessa 8 vikna keppni í vinnunni og lýst því yfir að ég ætli að vinna hana, þá þarf ég að gera eitthvað "drastískt" ef "after" myndin mín á ekki að vera algjört "flopp"!

Ryan komst í þetta form á 4-5 vikum og borðaði helling prótein! Sjáum hvað gerist.... þetta verður áhugavert!Úfff... þetta verða erfiðar 8 vikur ef ég á að komast nálægt þessu... sérstaklega þar sem það eru 3 skildu djömm á þessum tíma!.... meira rugglið! Ef ég næ þessu ekki þá fæ ég sko að heyra það frá þeim Árna  og Rakeli í vinnunni....

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/7/2009 at 12:42 AM
Categories: Heilsa | Keppni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Hrikalegt ástand! 8 vikna átak ofan á ALLT saman byrjaði í GÆR!

Já ekki kom ég vel út úr fitumælingu hérna í vinnunni í gær! Svo ég afsaki mig aðeins þá er ástæðan fyrir þessu versta formi mínu í c.a 4 ár tilkomið af því að hafa ALLTOF ALLTOF mikið að gera! Ég er búinn að taka ákvörðun um það að láta það ekki eyðileggja líf mitt og heilsu og hef því ákveðið að taka á þessu máli ekki síðar en Í GÆR! Því ætla ég að taka þátt í heilsukeppninni í vinnunni og vinna hana!

Ég reyndirst vera 93 kg, 18,9% fita. En það eru 18 kg fita!! BMI stuðullinn (sem er handónýtur fyrir þá sem eru t.d stórbeinóttir eða með vöðva) sagði mér að ég væri í ofþyngd (25.82 BMI).

Mjaðmirnar eru 109 cm og mittið 96 cm. Heildar hitaeiningar ftunnar minnar eru 137,651 kkal. Og þar sem lámarkshitaeiningaþörf mín á dag á að vera 2003 kkal þá tekur það mig 69 daga á aðeins vatni að losna við allt þetta (137,651/2003).

En auðvitað þarf ég ekki að losna við þetta ALLT saman! Á þessum 8 vikum þá væri ég mjög sáttur við að komast í 10-12 % fitu (nb. þetta er keppni og ég ætla að vinna). Til að komast í 10% fitu og vera í 86-88 kg (því ég vil auðvitað smá vöðva líka), þá þarf ég að ná af mér c.a 8,5  kg af fitu og bæta á mig 3-4 kg af vöðvum

Er þetta gerlegt á 8 vikum eða 56 dögum? Hvert kg af fitu er þá 137,651 kkal / 18 = 7647 kkal. Það þýðir að ég þarf að brenna 8,5 kg * 7647 kkal = 65002 kkal á 56 dögum. Eða 1161 kkal Á DAG ALLANN TÍMANN!

 Ef ég skoða þessa síðu sem er með yfirlit yfir það hvað hinar mismunandi æfingar brenna mikklu þá komst ég að því að það væru í raun fáar æfingar sem ég gæti gert til að ná þessu! Eiginlega komu bara tvær æfingar til greina.

1. Bringusund í 120 mín = 1224 kkal

2.  Hlaupa á 10 km/h = 1376 kkal

 En þar sem ég mun aldrei nenna í lífinu að hlaupa hratt í 2 klst í senn þá á þetta ekki eftir að gerast! Ég gæti alveg spilað körfubolta í 2 klst en það eru aðeins 1024 kkal. En vandamálið er að tímabilið er búið og þegar sumaræfingarnar byrja þá verða bara c.a 2 æfingar í viku!

Niðurstaðan:

Ég sé það í hendi mér að ég muni þurfa að koma orkuneyslunni (mat) eitthvað vel niður fyrir 2003 kkal á dag líka! Mataræði er 70-80% af því að ná árangri! Ég mun reyna að brenna meira með því að hlaupa úti í þykkri peysu til að brenna meira og lyfta mjög hraustlega (meiri massi = meiri brennsla).

Keppnin hérna í vinnunni ber heitið "Six pakkar og Bikiniform" og þessvegna er það mitt markmið að stefna á six pakkinn eins og öllum grunnhugsandi karlmönnum dreymir um! Fyrirmyndin er auðvtitað Brad Pit í myndinni Fight Club. Brad Pit var 36 ára þegar hann lék í þeirri mynd og því ætti aldurinn ekki að þurfa að stoppa mig! Hérna er síða með prógramminu hanns. Hann borðaði 6 littlar máltíðir á dag og endaði síðan í 5-6% fitu þannig að það eru nú ekki mikklar líkur á því að ég nái honum Yell... en ég reyni mitt ALLRA besta núna! Kannski er málið að stefna frekar á Troy Lookið hanns?

Ég ætlaði nú aldrei nokkurntíman að birta af mér einhverja "nektarmynd" á netinu EN þessi mynd hérna verður vonandi hvati minn til að komast aftur í það svaka form sem ég var t.d bara seinasta vetur (í raun alveg þangað til í haust). Á næstu mynd sem ég birti verður vonandi hægt að fjarlægja strikið í gegnum jafnaðarmerkið!! Cool

 

 Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með æfingunum og kg fjöldanum í æfingadagbókinni minni!

Og að lokum smá speki frá mér "Það eru öfgarnar sem gefa lífinu lit"! Og ég tel mig eiga FULLT af litum! Sealed

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/29/2009 at 10:02 PM
Categories: Heilsa | Keppni | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (6) | Post RSSRSS comment feed

Þá er þetta nú skemtilegri keppni!!

Já er ekki málið að láta keppendur í mest kynæsandi aðili íslands sýna á sér afturendann og dæma út frá honum? Mögulega er einhver fríðari að aftan en framan? Cool og enn og aftur vona ég að engin móðgist!!

 Flottustu rassarnir

 Annars er ég farinn úr vinnunni í dag... í kvöld verður keppt við Breiðablik í höllinni... mig hlakkar mjög til! Síðan verður mögulega djamm hjá liðinu ef okkur gengur vel.. sjáum til... ég er s.s alveg til í það að slappa aðeins af! 

 Góða helgi öll!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/2/2007 at 3:59 PM
Categories: Körfuboltinn | Keppni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (8) | Post RSSRSS comment feed

Alvöru átök í IronMan keppni

Þvílík og önnur eins hörkutól.. IronMan keppni er 3,86 km sund, 180 km hjól sem er toppað með MARATHON hlaupi!! Ég skil alveg að þessar konur hafi verið búnar á því! Þetta er keppnisskap!

 

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/10/2007 at 10:07 AM
Categories: Almennt Blaður | Keppni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (6) | Post RSSRSS comment feed

Eitthvað bleikur

Æ mér þótti útlitið á síðunni, eins og það er búið að vera seinustu daga, vera frekar "dull"! Ég tel mig ekki vera neitt svakalega dull persónu þannig að ég setti bara smá meiri lit í síðuna.. Þessi bleiki litur er kannski aðeins yfir strikið en þangað til ég finn tíma til að finna einhvern annan eða jafnvel búa til eitthvað nýtt, verður hann að duga!

 Á æfingu í gær sagði þjálfarinn okkar okkur það að við myndum taka æfingaleiki við Hauka,Fjölni og síðan Hamar, í undirbúningi okkar fyrir komandi leiktíð! Ég get bara ekki beðið... þetta eru alger forrétindi að fá að taka þátt í þessu! Ég mun auðvitað láta ykkur vita hvernig gengur!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/25/2007 at 1:57 PM
Categories: Almennt Blaður | Keppni | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (4) | Post RSSRSS comment feed

Armann/Þróttur - Breiðablik

Verð bara að segja ykkur það að við (Ármann/Þróttur) unnum Breiðablik í æfingaleik. Við unnum leikinn með 6 stigum (93-87). Ég spilaði aðeins minna í þessum leik en gaf mig 100% í leikinn. Ég var auðvitað settur í vörn á kananum sem spilar með blikunum. Hann er 1,93 og 110 kg af vöðvum. Hann getur s.s ekki gert neitt annað en gefið boltann (sem hann gerir ágætlega) en ég pirraði hann svo mikið í vörninni að hann gaf mér alveg svakalega feitt olbogaskot í andlitið!

Ég hef bara 2x fengið viljandi olbogaskot í mig í körfubolta.. ég get alveg sagt ykkur að ég var ekkert sérstakelega ánægður með þetta! Er létt bólginn og aumur á kjálkanum (furðulegur staður), en þetta er bara hressandi... ég fíla svona átök inn á vellinum! Öll barátta og mótlæti er af hinu góða! Cool

Hægt að lesa um leikinn hjá blikunum hérna:  

Currently rated 5.0 by 1 people

 • Currently 5/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/20/2007 at 11:20 PM
Tags:
Categories: Keppni | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Æfingaleikur við Val

Já vildi bara láta vita að Ármann/Þróttur keppti æfingaleik við Val (14/09/2007). Valur er búinn að æfa á fullu í sumar og m.a spila í Valsmótinu. Þannig að þeir eru mjög vel æfðir en með frekar ungt lið.

 Okkur gékk bara mjög vel á móti þeim og vorum yfir allan tíman þangað til í seinasta leikhluta. Við vorum 68-65 yfir þegar hann byrjaði en enduðum á því að tapa með 11 stigum. Þolið (ekki mér, augljóslega) og 3ja stiga hittni gerði útum þetta hjá okkur. En við getum verið mjög sáttir við þennan árangur!

Sjálfur var ég með 6 stig sem er kannski engin Jordan en baráttan var til fyrirmyndar verð ég bara að segja! 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/14/2007 at 1:24 PM
Categories: Keppni | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Google til tunglsins

Þið verðið bara að afsaka en þetta er bara ofur-svalt... Google Sponsors $30 Million Moon Contes . Þessi keppni gengur út á það að vera fyrstur að koma "fjarstýrðum bíl" á tunglið og senda gigabyte af myndum og vídeó af jörðinni til jarðar!

Þetta er svona í þema X-Price sem SpaceShipOne vann og er byrjunin á Virgin Galactic (mæli með að þið horfið á kynninguna). En eins og þið vitið þá mun ég fara út í geim einn daginn... alveg sama hversu sjóveikur ég mun verða!! 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/14/2007 at 10:48 AM
Tags:
Categories: Keppni | Tækni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Sultukeppni UT-Sviðs

Alveg magnað hvað það er stundum gaman í vinnunni! Í dag voru það tveir herramenn (Ívar og Rannver) sem héldu sultukeppni tölvudeildar! Þeir höfðu báðir farið út í sveit til að týna Aðalsbláber og búið til sultu! Báðar sulturnar voru einstaklega góðar, en báðar með sínum séreinkennum! Sultan hanns Ívars var meira sæt og með skemtilega áferð meðan sultan hanns Rannvers var minna sæt en með sterku "háu" bragði!

 Keppnin stendur ennþá og er staðan (við seinustu talningu) 6 atkvæði á móti 6! Jafntefli virðist vera niðurstan, enda stórgóðar sultur á ferð!

Hérna má sjá mynd af herlegheitunum (Ívar til vinstri og Rannver til hægri! )

Currently rated 5.0 by 1 people

 • Currently 5/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/12/2007 at 4:28 PM
Categories: Almennt Blaður | Keppni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed