Var að gefa 50$ til útrýmingar á öldrun

Já þá er ég loksins búinn að gera minn hluta til þess að geta lifað að eilífu (eða a.m.k til 150-200 ára í fullu fjöri)!  Það látast 100,000 manns á dag af þessum nátturulegri öldrun og tengdum öldrunar sjúkdómum! Það er rosalegt! Núna er kominn tími á að binda endi á það og styrkja þetta málefni líka! Gefðu 50$ til þessara rannsókna. Á genginu í dag var þetta aðeins 5.850 kr. sem er dropi í hafið fyrir eilíft líf!

Ég mæli með lestri á þessari grein um störf Dr. Aubrey David Nicholas Jasper de Grey, en hann er einn mesti fræðimaður um rannsóknir á öldrun í heiminum í dag. Ef þú vilt lesa meira frá mér um þessi mál þá skaltu smella á "Living for ever".

  Þeir sem hafa áhyggjur af fólksfjölgun þá skulu þeir hinir sömu lesa þessa grein Overpopulation the Perennial Myth . Þar segir m.a  "Many experts believe that even with NO advances in science or technology we currently have the capacity to feed adequately, on a sustainable basis, 40 to 50 billion... ". Og "And we are currently at the dawn of a new agricultural revolution, biotechnology, which has the potential to increase agricultural productivity dramatically." (sbr. t.d Green Super Rice). Og samkvæmt sameinuðu þjóðunum þá er búist við að fjöldinn í heiminum árið 2050 verði ekki nema 9.1 milljarðar! Hérna er síðan hægt að skoða áætlaða þróun í fólksfjölda upp að 2050.

Það má síðan benda á það að fólksfjölgun í heiminum er búin að dragast saman síðan 1963!! "Globally, the population growth rate has been steadily declining from its peak of 2.19% in 1963, but growth remains high in Latin America, the Middle East and Sub-Saharan Africa. In some countries there is negative population growth (i.e. net decrease in population over time), especially in Central and Eastern Europe (mainly due to low fertility rates). Within the next decade, Japan and some countries in Western Europe are also expected to encounter negative population growth due to sub-replacement fertility rates." sjá wikipedia

 

Mér finnst einfaldlega að c.a 80 ár í meðaltal og þar af 60 "góð" ár sé alltof stutt! 150-200 ár er eitthvað sem ég er til í! P.s

Mögulega eru til 2 undantekningar á dauða ("Immortality") nú þegar en það eru "Turritopsis nutricula, the potentially immortal jellyfish" og "Hydra". Hérna er annars listi yfir langlífustu dýrategundirnar.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/17/2011 at 1:19 PM
Tags:
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Smá Karma póstur

Já var komið dálítið langt síðan ég bloggaði eitthvað! En þar sem ég loksins tók eitt stig inn fyrir Karmað áðan þá vildi ég bara skrá það niður!

Var að koma út úr Lyfju í Ármúla áðan þar sem gamall maður var að reyna að labba niður stigan og þar sem það er ekkert handrið þá var hann allur boginn við að reyna að halda í tröppurnar! Hann var greinilega á leiðinni í leigubíl sem var lagður þarna alveg við en leigubílstjórinn sat bara og horfði á! Ég bauð manninum hjálparhönd niður stigan sem hann þáði. Við það að sjá mig hjálpa manninum þaut leigbílstjórinn út og aðstoðaði gamla manninn restina af leiðinni. Sá gamli þakkaði mér vel fyrir hjálpina. 

Ég mæli með því að fólk bjóði frekar hjálp sína heldur en að þora ekki að gera neitt, og sjá svo eftir því. Þetta er eins og í ræktinni, ef ég sé einhvern að gera eitthvað vitlaust sem getur slasað þau þá bíð ég þeim aðstoð. Að vísu hef ég verið rekinn í burtu fyrir afskiptasemi Tongue out en ég læt það nú ekki stoppa mig!


Maður á leið niður stiga (hefði alveg verið til í að hjálpa Buzz Aldrin..össss)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/11/2010 at 8:42 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Styrkti Björgunarsveitirnar með að kaupa Neyðarkarl

Ég keypti svona lykklakippu "gaur" í gær til að styrkja Björgunarsveitirnar. Mæli með því að allir geri það og hætti að kaupa flugelda frá öðrum en þeim! Græðgin er búinn... er það ekki?

Neyðarkarlinn á Facebook

En fyrir þá sem eru ekki með facebook þá set ég textann frá þeim hérna:

"Dagana 5.-8. nóvember fer fram í fjórða sinn fjáröflunarátakið
Neyðarkall björgunarsveitanna. Breytt fjármálaumhverfi og aukin
verkefni björgunarsveitanna kalla á meira fé til starfseminnar og er
þetta okkar leið til að bregðast við því. Almenningur er því hvattur
til þess að stuðla að eigin öryggi með stuðningi í þessu átaki.

Stöndum með björgunarsveitunum
og kaupum Neyðarkallinn!" 

Þeir eru úti um allt svo það er engin afsökun að kaupa ekki karl!


Mig mynnir að konan hafi verið seld í fyrra!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/6/2009 at 7:28 PM
Categories: Karma | Þjóðfélagið
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Listin að laga fartölvu

Ég og  Einar vinnufélagi tókum það að okkur fyrir helgi að hjálpa einni matseljunni í vinnunni að gera við fartölvu sem sonur hennar ætlar að nota í skólanámi sínu í vetur.

Tölvan var fengin frá einhverri vinkonu hennar sem sagði að tölvan væri orðin hægvirk og leiðinleg! AUÐVITAÐ hefði verið LANG auðveldast að bara formatta harðadiskinn og setja bara windows upp aftur frá grunni! En það hefði bara ekkert verið gaman! Sealed

Einar gerði þetta basic dót, hreynsaði út hin og þessi forrit sem tóku pláss og hún hafði ekkert við að gera, defragaði harða diskinn og "tjúnnaði allt niður með 10 góðum ráðum til að hraða á tölvunni" (vonandi fann hann þennann lista).  En síðan henti hann vélinni í mig!! Yell

Ég byrjaði bara og hlóð niður hinum og þessum vírusvörnum og "spyware" tólum! Það virtist ekki vera mikið af þeim þarna en samt eitthvað! Síðan ætlaði ég að ná í uppfærslur fyrir windows en sama hvað ég reyndi þá gat ég það bara ekki! Einhver vandræði með að tengjast Windows Update í vinnunni með lappa! Ég var byrjaður að endur registera dll-a og eyða windows update history og hvað eina! Endaði á því að fara með tölvuna heim og ná í 80 MB (44 security updates) í nótt. Ég man eftir að hafa vaknað og smelt á install! Cool 

Síðan keyrði ég  í rauninni allt sem er á þessum lista hérna. En það sem ég gerði aukalega við það var að defraga svokölluð "freespace" á harða disknum. Ég notaði Defraggler til þess. Ég setti það í gang í morgun en þegar ég fór úr vinnunni í kvöld þá var 24% eftir! ÞVÍLÍKUR tími sem fer í það! Eins gott að tölvan verði hrikalega snörp eftir þetta! Já og auðvitað keyrði ég CHKDSK /F í CMD

En ég ætla einnig að láta Defraggler enduraða skránnum á disknum hennar. Diskurinn virkar víst hraðar fremst heldur en aftast (skv. þessu)! Guð má vita hversu langan tíma það mun taka! En síðan langar mig rosalega til að prófa þetta hérna til að athuga hvort það virkilega auki hraðann á harðadisknum!!

 En ENDILEGA látið mig nú vita ef þið lummið á einhverju góðu til að prófa! Tongue out

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/13/2009 at 9:49 PM
Tags:
Categories: Karma | tölvur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Tók upp minn fyrsta puttaferðalang í dag!

Það er eiginlega stórfurðulegt að ég hafi ekki tekið upp farþega fyrr en núna! Fyrir rétt rúmu 1 ári síðan þá reyndi ég að taka upp ferðalang en var of seinn!

Í dag var ég að keyra inn í Garðarbæ til að fara í 10/11 og keyrði framhjá puttaferðalang á Reykjavíkuveginum. Ég keyrði framhjá honum án þess að pikka hann upp því að ég hugsaði með mér að hann væri örugglega á leiðinni til Reykjavíkur. En þegar ég var kominn nokkur hundruð metra framhjá honum fór ég að hugsa um það hvað í ósköpunum ég hefði annað að gera á páskasunnudegi?!! Ég snéri því við á næstu ljósum í Garðabæ og snéri við til að taka manninn upp.

Það kom í ljós að strætó gengur ekki í dag því það er of dýrt að borga 3 föld laun til strætóbílstjóra á hátíðisdögum sem þessum og því gat hann ekkert annað gert en að húkka far.

Þetta var strákur á svipuðum aldri og ég (kannski 4-5 árum yngri) held ég. Hann reyndist vera atvinnulaus sjómaður að vestan. Á leiðinni sagði hann mér það að hann væri í rauninni á götunni en þyrfti samt SJALDNAST að sofa úti! Hann var á leiðinni til hjálpræðishersins til að fá sér að borða! Ég skutlaði honum alveg upp að dyrum hersins!

Hann var nokkuð bjartur þrátt fyrir stöðu sína og talaði um IMF og fréttir við mig. Ég átti erfitt með að segja honum að ég inni í banka! Ótrúlegt að maður taki þetta ástand til sín þó ég hafi ekki átt neinn beinann eða óbeinan þátt í hruni efnahagskerfisins! 

Hann sagði mér að hann ætti við drykkjuvandamál að stríða en væri orðin það þreyttur á þessu ástandi að hann ætlaði að láta svifta sig til þess að komast inn á stofnum í þeirri von að hann myndi ná sér út úr sínum vandamálum! Ég óskaði honum góðs gengis og vona virkilega að honum gangi vel að leysa úr sínum vandamálum.

Smá samvisku spurning til þín lesandi góður: Hvað hefur þú gert til að gera einhverjum lífið auðveldara? Ég mæli alveg með þessu... þetta er kannski að einhverju leiti sjálfselskar gjörðir.. þ.e að gera eitthvað sem lætur þér líða vel.. en er það ekki í lagi ef þú lætur einhverjum öðrum líða vel líka?

 


Ég held að við þurfum ekki að hafa mikklar áhyggjur af þessu! Puttaferðalangar eru flestir bara eins og ég og þú!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/12/2009 at 2:34 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (4) | Post RSSRSS comment feed

"Einn af þessum dögum"

Já þetta á 100% eftir að verða "einn af þessum dögum"! Í hádeginu ætlaði ég að prenta í prentaranum en hann stíflaðist 3x þangað til ég náði loksins að prenta. Áðan var kaffivélin frosin þ.e takkarnir virkuðu ekki. Þá ætlaði ég að oppna kaffivélina (sem þarf að gera ef það á að endurræsa hana) en þá vildi hún ekki oppnast... það var ekki fyrr en ég beitti öllum mínum kröftum að hún þeyttist upp og mölbraut kaffibollann minn!

Hvað í ósköpunum gerist næst í dag? Ég hef það alvarlega á tilfinningunni að ég þurfi að uppfæra þennann texta í dag. Yell Enn og aftur er Karma eitthvað á móti mér!!

 


Þessi hérna hefur samt gert eitthvað töluvert verra af sér en ég! Tongue out

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/5/2009 at 2:15 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Bíla karma... springur hann næst í loft upp?

Í vikunni keyrði einhver á bílinn minn þar sem honum var lagt í stæði upp í vinnu. Engin gaf sig fram og tjónið því alfarið mitt! Ekki virðist karma jafna út samskonar atvik því ég bakkaði sjálfur á stuðara á bíl í kringlunni (4-5 ár síðan) og skildi eftir miða á rúðunni! Þegar ég talaði síðan við viðkomandi þá sagði hún "blessaður vertu...ekkert stress... ég er bara að safna persónuleika á bílinn minn"! Ég fílaði þá stelpu alveg í ræmur (í þessu stutta símtali allavegana).

Einnig virðist ég ekki hafa átt inni hjá karma frá því í fyrra þegar ég er að leggja bílnum mínum í stæði og einhver 18 ára stákur rykkir upp hurðinni sinni og beint í hliðina á bílnum mínum þannig að hurðin rispaðist slatta! Ég sagði honum að slappa bara af og hafa ekki áhyggjur af þessu.. fara bara meira varlega næst! Hefði kannski gert meira mál úr þessu ef hannh hefði verið á Range Rover í stað námsmana dollu (eins og við áttum eflaust öll).

EN Ó NEI... fékk enga punkta fyrir það s.s heldur!!!

Og hvað haldið þið að hafi síðan gerst í gær???? Rúðuþurkurnar biluðu!!! Eins gott að það snjói ekkert mikið á næstunni.... mjöööög erfitt að keyra bílinn þegar maður sér ekki út um rúðuna! Auk þess sem að það er ákaflega aulalegt að skafa rúðuna á ferð útum hliðargluggann!! 


Nokkuð góð beygla. Og opin rauf upp með húddinu!

 


Hressandi?? Voru bara fastar svona uppi! Ég náði þeim síðan að vísu niður!

Ef einhver þekki Karma persónulega þá má viðkomandi spyrja hana fyrir mína hönd hvort hún sé ekki til í að jafna þetta allt út með t.d einum miða með 6 réttum í víkingalottó!? Ég er alveg til í það!!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/18/2009 at 1:59 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Söfnun fyrir Hjálparstofnun kirkjunar, Mæðrastyrksnefnd og Rauða krossinn

Ánægður með starfsmannafélagið í bankanum. Nú þegar peningarnir hafa hætt að flæða eins og áður var ákveðið að við myndum styrkja sömu stofnunum og áður með framlögum starfsmanna. Lagt var til að starfsmenn greiddu 1000 kr. sem ég gerði auðvitað!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 12/5/2008 at 6:00 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Styrkið rannsóknir á mænuskaða

Ég kom við í heimsókn til Ödda félaga og við ákváðum að gefa sitthvort 3000 kallinn til rannsóknar á mænuskaða! Ég mana ykkur að gera slíkt hið sama. Þó það sé ekki nema 500-1000 kr.

Nafn viðtakanda   Mænuskaðastofnun Íslands
Kennitala viðtakanda   411007-1030
Reikningsnúmer   0311-26-081030

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/19/2008 at 9:09 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Áheit til styrktar Barnaspítala Hringsins

Ég er búinn að heita 3000 kr. á hann Jón Örn Jónsson ("Jonny" úr versló) ef hann hleypur 42,2 km í Glitnis maraþoninu!

Hérna er linkur til að heita á hann.   Núna er komið að þér að gera gott! :-)

 

"Ég hef ákveðið að hlaupa 42.2 km maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem fram fer þann 23. ágúst næstkomandi.
Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis geta safnað áheitum til styrktar góðra málefna og nú skora ég á þig að heita á mig.

Ég hef ákveðið að hlaupa fyrir Barnaspítala Hringsins.

Áheitið miðast við fasta upphæð en ekki við fjölda kílómetra sem ég hleyp. Með þessu gefst þér kostur að styrkja gott málefni og hvetja mig til dáða í leiðinni." 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/14/2008 at 11:20 AM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Björgun Bíflugu (Karma 4 - ég 3)

Ég var að passa Börkinn í morgun (sem var ekkert mál þar sem hann svaf í 2 klst!) en þegar ég var að fara þá labbaði ég framhjá RISA bíflugu sem var föst í glugga í stigaganginum! Mér snarbrá að sjá hana þar sem hún hamaðist á glugganum! Ég labbaði niður stigan en gat síðan ekki skilið hana eftir þarna inni!

Og þá  hófust björgunar aðgerðir! Ég reyndi að lyfta henni upp á blað sem ég var með til að bera hana út að glugganum! En neiiiihey... sú vildi það ekki neitt! Flaug alltaf með látum af blaðinu og á rúðuna!

Plan B: Ég ákvað að gera eitthvað brjálað! Ég vöðlaði upp blaðinu í "rör" og smellti því yfir bífluguna! Váaaaaa sú varð brjáluð!... djöfull varð ég smeikur.. hvað átti ég að gera? HÆTTA VIÐ? Já já nei nei... það var alveg hætt að vera möguleiki! Hún hefði ráðist á mig alveg snældu brjáluð og myrt mig!

En ég náði að loka hana inni í "rörinu" og bera hana að glugganum... ég var orðin frekar mikið stressaður þarna... ótrúlegur léttir þegar hún flaug loksins út.

Annars ættla ég að fara að taka mig til og koma mér í eurovision partý!!! Skemtið ykkur vel í kvöld!

Hérna eru myndir af björgunarstað!!Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/24/2008 at 5:30 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Karma 4 - ég 2

Hvað er bara í gangi? Núna datt annað glerið úr gleraugunum mínum... einhverstaðar á milli Íþróttahúsi Kennara Háskólans og hérna heima! Núna er ég þokkalega blindur á öðru! Er bara ekki að tíma að kaupa ný gleraugu eða nýjar linsur! Ég er bara ekki að nenna þessu!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/19/2008 at 10:19 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Bói afmæli , Braust AFTUR inn í bíl (ég 2- karma 3) , þvílíkur mokstur og byrjað að slá upp í Furuásinum!

Já svaka titill! :-) Skal bara byrja á byrjuninni! Í gærkvöldi fór ég til Bóa og hitti gamla gengið (Steina,Gunna og Bóa), Stebbi var í útilegu,Öddi er náttúrulega rúmmliggjand og Maggi í útlöndum! Bói átti afmæli en flest allir höfðu nú gleymt því, sem er týpiskt við! Surprised

Þegar ég fór síðan heim sáum við Gunni bíl með inni ljósin í gangi! Auðvitað opnaði ég bílinn og slökti ljósin! Ég held að Gunnari hafi ekki alveg staðið á sama! Við vorum þó sammála um það að við hefðum ekki gert þetta í BNA! Þar er maður skotinn eða kærður fyrir góðverk!!

En í dag fórum við Hrafn bróðir austur í sumarbústað með múttu til að stækka kartöflugarðinn (og jarðaberja og kálgarðinn)! 3-4 klst af alvöru æfingu! Sjáið bara myndirnar!

Og síðan auðvitað rúsínan í pylsuendanum... Furuás... byrjað að slá upp! Loksins... eins gott að þetta haldi áfrám án vandræða núna!! Alveg hellingur bara búinn á aðeins einum degi!!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/17/2008 at 10:21 PM
Categories: Fjölskyldan | Furuás | Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Karma 3 - Sturla 1

Hvað segirðu um það Frú Karma???!!! Áðan stoppaði ég á miðjum vegi, setti hazzardinn á og fór út úr bílnum til að fjarlægja gler flösku sem einhver (hálfviti) hafði sett standandi á miðjan veginn!

Laughing já ég ættla EKKI að tapa þessari keppni takk fyrir!! 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/23/2008 at 11:13 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (5) | Post RSSRSS comment feed

Alveg í mínus á karma reikningnum!

Ekki veit ég hvað er í gangi en karmað er eitthvað á móti mér þessa dagana! Núna rétt í þessu duttu gleraugun mín bara í sundur! Hrikalega er skrúfan og róin lítil! Alveg flókið fyrir stóra putta að skrúfa þetta í aftur!

Annars er ég búinn að týna og skemma ótal (4-6) gleraugum á seinustu árum! Í eitt skiptið hafði ég sest á gleraugun mín þannig að hægri spöngin datt af, og á leiðinni úr ræktinni (að sumri til) var ég með bílstjóra gluggan opinn og þegar ég tók hægri beigju þá hentust gleraugun niður vinstri handlegginn á mér og ÚT um gluggann! Ég lagði bílnum  um leið og fór út til að leita. Þegar ég loksins fann gleraugun í 100% lagi á götunni fyrir framan mig, keyrði ZM3 BMW yfir þau! 10 sek og 2m hefðu dugað mér til að ná í þau!Ég þarf annars að fara að endurnýja gleraugun því þau eru orðin frekar sjúskuð! Þau eru samt bara c.a 1.5-2 ára! Ég er bara alger böðull!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/23/2008 at 12:28 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

"third time is the charm" ? Ekki fynst mér þetta sjarmerandi!!

Já ég skal sko segja það! Það sprakk AFTUR á dekkinu!

Eitthvað er verið að segja mér að vera EKKI á bíl!! Ég var s.s að lenda í því í þriðja skipti að sprengja dekkið á bílnum mínum í vetur! Hvað gerði ég eiginlega til að fá þetta karma í hausinn?Og þetta var engin smá nagli... þetta er bara BOLTI... engin leið að ná þessu út og dekkið er bara fullt af lofti í skottinu.. þarf að láta geta við þetta sem fyrst því þetta gerist líklega mjög fljótlega aftur!

 1. Skiptið sem sprakk í vetur.

 2. Annað skiptið. 

Annað í fréttum

Öddi félagi fór í AÐGERÐ á föstudaginn. Hann var kominn með brjósklos og liggur núna upp í rúmmi á Hraunbrúninni og verður þar næstu vikur! Endilega farið í heimsókn til hanns og hressið drenginn við! 

Steypi væntanlega Furuásinn á föstudaginn ef allt gengur vel fyrir sig (annars verður það mánudagurinn bara).  

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/22/2008 at 10:03 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Punkteraði..... og varadekkið sprungið líka!

Já það er rétt... þetta er í annað skipti í vetur sem það springur hjá mér! Í fyrra skiptið þá lagaði ég þetta bara sjálfur... en aulaðist náttúrulega til þess að setja bara sprungna dekkið bara í skottið án þess að láta gera við það! Hafði bara ekki tíma (30 mín) til að láta gera við það!!

Á fimmtudaginn var eitthvað loftlítið í dekkinu (var það líka í seinustu viku) og ég lét bara nægja að pumpa í dekkið í þessi tvö skipti... hélt að það hefði bara farið loft úr dekkinu þegar ég og Svanur vinnufélagi vorum að spóla framm og til baka til að losa bílinn úr skafli!

En þegar ég kom út á föstudagsmorguninn sá ég að loftið var nánast alveg farið úr dekkinu og ég yrði bara að gera eitthvað í þessu! Ég rétt náði upp á "Stöð" hérna í hafnarfirði til að láta laga dekkið. Auðvitað fannst mér ekkert betra en að láta þá bara laga varadekkið líka þannig að ég vatt mér í það að oppna skottið! 

En viti menn... hel***is skottið oppnaðist ekki! Bilað!!! Ég þurfti að fara inn í skottið í gegnum aftursætin og ná í varadekkið þaðan! Það á eftir að kosta einhvern heljarins pening að láta gera við það (allavegana ef ég læt Hekklu um það).

En það sem er merkilegast við þetta allt er það að í þessu nýsprungna dekki fannst risastór skrúfa (sjá myndir að neðan) en í hinu dekkinu fundust tvær littlar skrúfur (náði ekki myndum af þeim áður en þær lentu í russlinu!). En afhverju þetta gerist bara fyrir vinstra aftur dekkið hef ég bara ekki hugmynd!

En fyrst ég var orðin alveg hel-seinn í vinnuna ákvað ég að fara og láta smyrja bílinn líka þar sem ég var kominn 1200 km yfir ráðlagðan smurningstíma (já sumt situr bara á hakanum stundum!). Fékk alveg eðalþjónustu hjá Smurstöðinni Klöpp. Þeir meira að segja þrifu rúðuna hjá mér, smurðu hurðarnar og settu rúðupiss í bílinn! Greinilegt að það er samkeppni í gangi eftir að N1 urðu svona stórir! Bara gott mál þ.e ef N1 rekur ekki alla samkeppnina burtu! Já... ég fékk mér líka rúðuþurkur.. þvílíkur munur að sjá loksins út!! :-) 

 En spurning er: var karma að refsa mér fyrir eitthvað með því að sprengja dekkin? Hefði ekki sprungið ef ég hefði pikkað upp í bílinn minn þennan "þumaling" um daginn? Maður spyr sig! 
Skrúfan á bólakafi í dekkinu!


skrúfan á leiðinni úr!

 

 
Engin smá skrúfa! 


Dekkin mín góðu!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/16/2008 at 3:03 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (7) | Post RSSRSS comment feed

Pikkup.....

Ég var að koma af æfingu og var á leiðinni út álftanes afleggjarann þegar ég keyrði framhjá einhverjum sem var að reyna að húkka far. Ég keyrði framhjá vegna þess að ég vissi að ég væri ekki á leiðinni út á Álftanes. Þegar ég var búinn að keyra í c.a 2 km þá var samviskubitið orðið það mikið að ég gat bara ekki annað en snúið við til að pikka viðkomandi upp og keyra hann/hana heim til sín (líklegast út á Álftanes).

En þegar ég kom til baka var viðkomandi greinilega kominn upp í bíl á leið heim til sín! Ég veit ekki hvort þetta var góðverk eða ekki fyrst mér tókst ekki gera neitt.... en er það ekki samt hugsunin sem gildir? Næsta hika ég ekkert og tek viðkomandi upp í bílinn!!!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/15/2008 at 12:00 AM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Flugbjörgunarsveitirnar og ekkert djöfullsins ruggl!!

Ég á bara bátt með að trúa því að nokkur maður kaupi flugelda af íþróttafélögum (sem eru stanslaust á spena hjá bæjar félögunum) eða einhverjum öðrum "pappakössum" ÁN þess að fá rosalegt samviskubit! Afhverju segir þú kannski? Jú því viðkomandi ætti að vera að styrkja flugbjörgunarsveitirnar sem sjá um að bjarga rassgatinu á þér um leið og þú týnist, eða hjálpar þér að binda niður þakið þitt áður en það fíkur af húsinu beint á Benzin þinn!

Þetta er þeirra eina fjáröflunarleið og þó þeir mættu nú kannski stækka sprengjurnar sínar (til samræmis við hina) þá eru þeir þeir sem þú ættir að vera að kaupa af! Ef ekki þá vona ég að þú skammist þín!!!! p.s

Annars hef ég ekkert sérstaklega gaman af því að skjóta þessu upp! Gaman að sjá stóru bomburnar springa...en tapa mér ekki neitt við þetta! Það breytist kannski þegar maður verður kominn með börn (ef það gerist þá)?!!??? 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 12/28/2007 at 11:11 AM
Categories: Almennt Blaður | Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (6) | Post RSSRSS comment feed

Svona Á ALLT fólk að vera!

Þessi gamli maður er að gera NÁKVÆMLEGA það sem ég ættla mér að gera... ALLT!!! Við eigum EITT líf.. afhverju að sóa því í áhyggjur,rifrildi,fílu,frekju,stress,þrif og tiltekt,afbríðissemi,hatur,baktal ... þegar við getum gert og haf ALLT það sem við viljum ef við bara viljum það nógu mikið! Það er EKKERT sem ekki er hægt að yfirvinna og laga til þessa að eiga nánast  FULLKOMIÐ líf! Vá... bara benda á það að ég er nú ekki svona djúpt hugsandi daglega... mér þótti bara þessi gamli karl ALGER SNILLINGUR!

  Sjáið bara listann hanns þarna aftast. Fyrir 90 ára ættlar hann m.a annars að fara fara í BASE JUMP!!!

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/8/2007 at 11:50 PM
Categories: Almennt Blaður | Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed