Hegin í áætlanagerð

Núna er ég að fara að gera mína perónulegu fjárhags/rekstrar-áætlun og síðan kostnaðaráætlun fyrir áframhaldandi húsabyggingum!

Það veltur á niðurstöðunni hvort ég detti síðan ekki bara í það í kvöld! :-)... Skemtilegar helgar alltaf...

Ég var síðan spurður í gær hvort ég hafi ekki spáð í það að selja bara húsið ("mögulega á sléttu"), vera frjáls og geta gert það sem ég vildi! Svarið var AUÐVITAÐ NEI! Þetta dj****s hús skal upp... eftir það skal ég mögulega spá í því! Ég er ekki sporðdreki fyrir neitt! :-)

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/7/2009 at 1:05 PM
Categories: Furuás | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Seinustu vikur í mínu lífi 2

Þar sem ég er búinn að vera svo lélegur í því að segja frá því sem ég er búinn að vera að gera að undanförnu þá ákvað ég að setja niður nokkra punkta eins og ég gerði um daginn hérna

Almennt

Ég er búinn að vera á fullu að legja út íbúðir fyrir föður minn og vinna í hanns málum. Svakleg vinna þar!

Þar ofan á hef ég verið að reyna að fá tilboð í steypu,glugga og uppslátt á húsinu mínu. Flest allt hefur hækkað nokkuð í verði en ég sé ekki annann möguleika en á því að halda bara áfram með húsið og vonast til þess að fara ekki á hausinn í leiðinni! Nokkuð spennandi bara.

Síðan ákvað ég það að ég yrði nú að koma mér í hasar form með því að taka þátt í "sixpack og bikiní keppnninni í vinnunni (sjá Hrikalegt ástand! 8 vikna átak ofan á ALLT saman byrjaði í GÆR!)! Það hefur ekki gengið glæsilega eins og sést af tímum skráðum í æfingadagbókina mína.

En eflaust mesta gleðiefnið í mínu lífi var að flytja úr 33 fm2 í tómt æskuheimilið mitt um þar síðustu helgi. Þetta verður góð æfing fyrir húsið! Alltof stórt fyrir einn aðila... en Hrafn bróðir og Inga kærastan hanns flytja samt líklegast þangað í júlí!

Seinasta helgi

Um þessa helgi fór ég party á föstudaginn fyrir hópinn minn í vinnunni. Það var virkilega skemtilegt en ég fór snemma heim (var á bíl) vegna þess að ég var alveg dauður eftir að hafa farið í 3 klst nudd fyrr um daginn! Laughing Á laugardagskvöldið fór ég síðan í Júróvisíón partý til Vals félaga og Anítu hanns sem átti einnig afmæli! Á staðnum var auðvitað RUV og kom ég í sjónvarpinu (en alveg í bakgrunninum). Gærdagurinn fór nánst allur í þynku og afslöppun! Um kvöldið bauð Tinn systir mér síðan í Mexicanskan mat sem hafði mjög jákvæð áhrif á magan á mér! Og eftir stutt NBA stopp heima hjá Ödda félaga sem flutti sjálfur í nýtt húsnæði fyrir helgina fór ég heim að sofa!

Seinustu 4-5 vikur

S.s ekkert mikið annað gerst en það sem ég taldi upp hérna að ofan.. bara nóóóg að gera eins og alltaf! Tinna systir heldur mér síðan lifandi (bókstaflega og andlega) með því að bjóða mér reglulega í mat! Alltaf virkilega gaman að koma í heimsókn og hitta littlu fjölskylduna mína (já ég er með þessa lánaða þangað til ég stofna eina sjálfur)!

Vonandi verður þetta bara rosalega jákvætt og gott sumar þar sem allir dagar eru jafn bjartir, heitir og fallegir og þeir um helgina! Endilega setjið linka á svona fallegar myndir ef þið finnið einhverjar! Væri gaman ef þið hefðuð tekið þær sjálf!

 

Mæli með því að þið horfið á þessar myndir og njótið útsýnisins... hresstu allavegana helling við mér! Hrikalega væri ég til í að fara á svona staði!


Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/18/2009 at 6:07 PM
Categories: Almennt Blaður | Furuás | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Seinustu vikur í mínu lífi

Það er kominn smá tími síðan ég tók saman það sem ég hef verið að gera. Mér fannst það tilvalið að koma því frá mér núna þegar ég hef smá tíma.

Almennt

Það var hellings spennufall þegar útrásin sprakk og maður var snarlega komin í önnur verkefni, sem þrátt fyrir að vera mjög skemtileg og krefjandi eru töluvert minni í sniðum en það að gefa út hugbúnað fyrir heilu löndin! Það er samt að komast jafnvægi á þessi mál og ég er bara nokkuð spenntur fyrir framhaldinu.

Ræktin hefur dálítið setið á hakanaum síðan í vor og fyrir 1 mánuði hætti ég að spila körfubolta (byrja aftur í janúar) en ég ætla að lyfta vel núna framm á sumar! Það verður allavegana tekið á því um jólin því þeir Maggi og Stebbi ætla að koma með mér í ræktina! Maggi er sjálfur búinn að vera að lyfta nánast uppá dag síðan í sumar og er að eigin sögn kominn í rosalegt form! Verður gaman að athuga hvort ég geti ekki fært honum smá harðsperrur í jólagjöf! Sealed

Afmælishelgin mín 22.nóv

 Þetta var mjög góð helgi. Á afmælisdeginum mínum fór ég og hitti félagana í póker heima hjá Steina og Krissu. Alveg virkilega skemtilegt þó að ég hafi komið út í c.a 3000 kr mínus (en ég vann ekkert). Daginn eftir fór ég ég ofsalega góðan afmælismat heim til mömmu þar sem öll fjölskyldan var saman komin. En þá er alltaf hin klassíska karmelukaka borin á borð. Gæti hugsað mér sneið núna held ég bara!

Það stendur eiginlega nokkuð uppúr að ég fékk ótrúlega margar afmælis kveðjur bæði í síma. En ég fékk símhringingar frá Kína, Danmörku og Vestmannaeyjum! Einnig fékk ég ótrúlega margar kveðjur á facebook sem var ótrúlega skemtilegt (bara leiðinlegt að ég hef ekki haft tíma til að svara þeim!)! 

Seinasta helgi

 Fór í sunnudagssteikina heim til Nínu og Gunnars, en þau reka alveg frábært tilrauna eldhús þar sem hann Gunnar er duglegur að prófa nýja hluti! Kartöflur með chilli kryddi..ummmm alveg málið! En eins og sumir kannski vita þá er ég að rækta chilli plöntur en Gunnar gaf mér samt fyrstu chilli plöntuna mína (hún lifði samt ekki lengi greiið)! 

 Ég get bara ekki beðið eftir því að komast í húsnæði þar sem ég get eldað mat og tekið við fólki! Gunnar og Nína , Valur og Aníta, Stefán og Dídí verður eflaust bara öllum boðið í einu í mat, og það oft þangað til ég er búinn að borga upp í allar matarveislurnar sem mér hefur verið boðið í af þeim! En auðvitað verðu ykkur flest öllum boðið líka!!! Verður standandi partý hjá mér! :-)

Seinustu 4-5 vikur

 Búinn að vera að vinna í fyrirtækinu hanns pabba þar sem hann hefur verið alveg frá vinnu. Þetta hefur tekið mig nánast öll kvöld og allar helgar. Þvílík og önnur eins vinna! En það er ástæðan fyrir því að ég hef lítið sem ekkert hitt eða talað við fólk...  En að sama skapi hefur þetta verið alveg ótrúleg reynsla. Ég gæti vel tekið að mér að reka fyrirtæki og gert það bara nokkuð vel! Hver veit hvað maður endi á að gera í framtíðinni 

Það er eflaust búið að gerast fullt annað sem ég man ekkert eftir í augnablikinu, ef það rifjast upp þá bæti ég því bara við á næstu dögum! En núna ætla ég að drífa mig heim til að taka mig til því ég er að fara á bíómyndina Twiilight núna (sem ég sé núna að fær aðeins 5.9 stjörnur...sem er dálítið lítið!)!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 12/7/2008 at 6:42 PM
Categories: Helgin | Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Vinna og Vinna

Já þessi helgi snérist alveg 100% um það að vinna (fyrir utan föstudaginn). Á föstudaginn þá var matur heima hjá mömmu sem er alltaf gaman og gott. Verður gaman að geta vonandi endurgoldið matarveislurnar þegar ég er fluttur inn í nýja húsið! Tinna og DBÍ (lesist "díbíæ" eða Davíð, Börkur og Ísabella) og Hrafn og Inga María mættu í matinn þannig að þetta var heljarins veisla.

En á laugardaginn mætti ég í vinnuna c.a kl 10 og var til kl 20:40 eða þangað til hann öddi hringdi í mig og dróg mit út og í heimsókn! Hvað get ég sagt? Það var bara svo gaman... enda kemur forritunar blogg á næstu dögum... Tongue out...

En dagurinn í dag var alveg ótrúlega góður. Kl. 10 sótti ég Hrafn á pallbílnum hanns pabba, sem var fullur af drasli sem ég hafði sett á hann um daginn en hafði ekki haft tíma til að fara á sorpu til að tæma. Við Hrafn skelltum okkur í það og brunuðum síðan í Hveragerði þar við fylltum pallinn af timbri sem við áttum þar. Ég mun nota timbrið til þess m.a að slá upp pöllum utan á húsið svo hægt sé að einangra og múra (s.s EKKI á næstunni!). Við vorum búnir að taka allt timbrið af pallinum í Hafnarfirði kl 16.30 þannig að þetta var smá "aðgerð" því timbur magnið var þó nokkuð mikið. Þetta hefði bara ekki verið hægt án frábærrar hjálpar frá honum littla-hærri bróður! Takk aftur fyrir hjálpina!

Meðan hjálparinn Hrafn hélt áfram á vit tísku og strauma kringlunnar með hana Ingu sína í eftir dragi, hélt ég áfram aftur inn í Hveragerði til að ná í álstillassa og stiga. Ég var kominn aftur um c.a 18.00 og fór þá beint á KFC til að fá mér Twister (hvað var ég að spá?). Eins gott að ég fer daglega í ræktina/körfu... En eftir KFC leit ég í heimsókn til öddz og síðan heim í sturtu og TV.

En eftir að hafa horft á frekar ílla leikinn sjónvarpsþátt (Svartir Englar) fór ég til Tinnu systur til að hjálpa henni með að ná myndum úr myndavélinni sinni. Vonandi tókst mér að kenna henni nóg en ef ekki þá hefur hún bara samband!!! Þar horfði ég líka á Dagvaktina sem er bara snildar vel leikinn! Mér fannst bara leikurinn hjá flestum leikurunum í Svörtum Englum vera bara of ýktur! Svona leikhús leikur er ekki fyrir sjónvarp. Þeir leika ekki svona í Dagvaktinni enda held ég að fæstir þar séu leikara mentaðir. Eflaust væru þeir ömurlegir á sviði í venjulegu leikriti! Sérhæfing... það er málið... og halda sig við sérhæfinguna... úr sjónvarpi með flesta leikara og upp á svið! Hvað finnst ykkur annars?

 


Búinir að drösla besta timbrinu og stiganum niður undir plötu.


Og hérna eru stillassinn kominn niður líka. Var alveg búinn á því þegar ég var búinn að þessu.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/21/2008 at 11:55 PM
Categories: Furuás | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Úttekt á Furuás 19 (fyrsta hæð)

Alveg magnaður þessi byggingar geiri! Núna er búið að tvöfalda veggina á Furuási 19 (setja járn og rafmagn) og komið að því að steypa.

Auðvitað var steypustöðin sem ég er með tilboð frá að steypa á Selfossi í dag og þurfti ég því að fresta steypu þangað til á mánudaginn (verður steypt kl. 08:00).

Í öðru lagi þá höfðu allir gleymt því að það þyrfti að taka út verkið áður en það yrði steypt! Ég fór því í það í morgun að panta úttekt en AUÐVITAÐ reyndist vera fullbókað í úttektir hjá bænum í dag. "já þvímiður það er allt bókað í dag... þetta gerist bara ALDREI"...  Ég hefði átt að svara konunni á bæjarráðsskrifstofunni svona "AUÐVITAÐ gerist þetta ekki alltaf... og það er af því ÉG er ekki að ALLTAF að fá úttektir!!!". Mín lukka í þessu byggingarmálum er svakaleg.

Ég er búinn að afskrifa það samt að einhver hafi slátrað kjúkling og beðið voodoo guði að skemma fyrir mér! Því ég held bara að ALLIR ÍBÚAR EYJU í karabíska hafinu hafi slátrað ÖLLUM kjúklingum sem þeir fundu og lagt bölvun yfir allan byggingargeirann í heild sinni! Það virðast nefnilega allir lendi í vandamálum þegar þeir eru að byggja hús sem verður að teljast ótrúlegt þegar litið er til þess að maðurinn byrjaði að byggja hús fyrir c.a 12.000 árum! Erum við gjörsamlega ófær um að læra af reynslunni?

En hvað um það.. ég náði að biðla til úttektarmannsins og náði hann að troða mér að. Hann kom síðan og gaf öllu grænt ljós. Alger snild! En.... síðan var mér tjáð af smiðunum að það þyrfti samt að járna smá horn yfir stóra glugganum í stofunni. Ég fór auðvitað í það að hringja út  járnamanninn og kemur hann á morgun (laugardag) til að redda þessu!

En síðan kom listinn frá smiðunum. Þeim vantar eftirfarandi í vinnu skúrinn:

    1. Örbylgjuofn (ættla bara að kaupa hann sjálfur. Kostar c.a 6000 kr.)

    2. Ískáp (á einhver lítinn ískáp til að selja/gefa/lána mér?)

    3. Borð (ekki hringlótt eins og það sem er núna!! Er verið að gera grín að mér? Jæja ef þeir vinna hraðar með ferkantað borð þá er ég til!!)

    4. Vatn! Þarf að redda pípara, fá leyfi frá Vatnsveitunni og gröfu mannin til að grafa eftir tenginu og súlunum fyrir svalirnar!

    5. Sjúkrakassa. Einn smiðurinn var að TEYPA á sér puttann sem hann var nýbúinn að skera framan af! Ég fór út í bíl og náði í stóra skjúkra kassann minn og skildi hann eftir í skúrnum. 

 

Já það er s.s nóg að gera hjá mér eins og venjulega! Engin breyting á því þessa helgina! Verð t.d hérna í vinnunni á morgun að útbúa kostnaðaráætlun,samninga og tilboð! Á sunnudaginn þarf ég helst að fara upp í hús til að taka saman russl!!

Eitt að lokum... ég held að það sé alveg spurning um að skoða það að gera viðskipti við aðra en BYKO!! Þeir eru allavegana ekki svona flottir þeir sem afgreiða mig! 

 

 

Afgreiðslumaður í Húsasmiðjunni eða Múrbúðinni?

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 7/25/2008 at 4:27 PM
Categories: Almennt Blaður | Furuás | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Helgin+: Matur hjá Gunna, Póker/djamm,Grill á nýja pallinum hanns Vals ,HellBoy og ruslatiltekt í Furuási

Vá.. þvílíkt mikið búið að gerast hjá mér um helgina!

Á miðvikudaginn var mér boðið í mat til hanns Gunnars félaga. Hann bauð uppá Mexico spicy pönnukökur! Maturinn var snild en ekki voru gömlu djamm myndirnar síður skemtilegar sem ég skoðaði! Vakti upp margar skemtilegar minningar! Virkilega gaman! Núna er hann farinn til noregs til Ninu sinnar næstu 4 vikur!

En á síðan kom að föstudeginum og þá mættu allt liðið til hanns Steina og Krissu í grill og póker! Spiluð voru nokkur round og vann Gunni það fyrsta (Steini í 2 sæti og ég í 3), síðan tapaði ég fyrir Steina (stebbi í 3.). Síðan héldum við Bói niður í bæ og djömmuðum LANGT fram á nótt! Fórum á þessa staði í þessari röð, Oliver (var engin þar), Vegamót (mikið af fólki en þekkti fáa aðra en hana Clöru),  Hressó (úff.. GLATAÐUR staður), Glaumbar (sá hefur nú séð betri tíma!!), Hlöllabátur og heim með "kærustunni" hanns Bóa sem var svo almennileg að sækja okkur (hann)!

Á laugardaginn fór ég í heimsóknt til Ödda og horfði á golf, en síðan í FYRSTA palla útigrillið á nýja pallinum þeirra Vals og Anítu. Pallurinn þeirra er einstaklega vel staðsettur og nógu stór til að rúma stærðar grillveislu! Ég get ekki beðið eftir því að gjalda þeim heimboðin öll! Verst að það gerist ekki fyrr en líður að næsta sumri (mögulega seint í vetur).. sjáum nú til!

Eftir grillið fórum við á Hellboy. Hún var bara nokkuð góð! Töffara mynd.. Valur hafði nú orð á því að við hefðum eflaust farið á boðssýningu frá Nexus og ég held að ég sé bara sammála því! Það voru ótrúlega margir steríótýpu nerðir í salnum! :-) Bara skemtilegt!

Í dag horfði ég síðan á Brittish Open í þeirri von að  Greg Norman (The Great White) myndi vinna. Það gerðist ekki.. þvímiður! Eftir það fór ég síðan að hreinsa upp eins mikið drasl/russl í grunninum á Furuásnum... hrikalega er mikið af drasli núna í grunninum! Ég þyrfti helst að fara á hverjum degi til að taka til og þá myndi það klárast eftir 1 viku held ég bara! 

Jæja ég bara nenni engan veginn að skrifa meira! Ættla bara að vona að restin af þessum hvirfil bil sem er á leiðinni yfir landið geri engan skaða á uppsláttinum!... 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 7/20/2008 at 10:17 PM
Categories: Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

My last days

eða þannig...  þ.e.a.s aðeins um mína seinustu daga!

Já ég er búinn að vera alveg búinn að vera á haus seinustu daga í húsinu (þar sem fyrstu veggir verða steyptir næsta mánudag) og tengdum málum. En það hefur aðeins róast og þetta er búið að vera nokkuð skemtileg vika.

Seinasta föstudag fór ég með vinnunni í ferð á þingvöll þar sem við skriðum 400m helli (Gjábakkahelli), fórum í  leik þar sem við áttum að leysa gátur sem voru dreyfðar á allt í hringum Lögberg. Síðan var farið og fengið sér að borða á Úlfljótsvatni, þar sem boðið var upp á feitt soðið london lamb (sem var ótrúlega líkt soðnu hangikjöti)... ég fór auðvitað 2x og fékk mér! Eftir góðan fótboltaleik up í 10 (endaði 10-9 eins og alvöru leikir eiga að enda). Síðan var farið í bæinn, nánar tiltekið á Tropical sem er alveg nett mikill hallæris hverfis pöbb! Nóg um það... þetta endaði síðan allt í stórkostlega skemtilegri nótt þar sem margt fáránlegt fór fram en endaði í því að ég og Svanur vinnufélagi fengum okkur Sírlenskan skyndibita og vöfflu með ís,rjóma,súkkulaði,karmellu og kanil! Eftir 14 klst djamm svaf ég nánast allan laugardaginn og síðan langt fram á sunnudag!

Á mánudaginn lyfti ég síðan lappirnar það hrikalega að ég er ennþá með harðsperrur! Á 17. júní  fór ég síðan með Ísabellu,Tinnu og mömmu á Víðistaðartún á 17.júní skemtun! Virkilega gaman eins og alltaf að vera með littlu frænku og fjölskyldu!

Í dag spilaði ég síðan golf í Landsbankamóti á Keili. Auðvitað spilaði ég eins og engill og endaði í 128 hökkum! Þvílík spilamenska! Tongue out Á morgun spila ég síðan í Kaupthings móti... vá erfitt að vera ég!! Laughing "Það er ungt og það leikur sér"... á það við um mig? Já fjandinn hafi það!

Jæja ég nenni ekki meira... ekki það að ég trúi því að nokkur hafi nennt að lesa þetta... 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 6/19/2008 at 10:09 PM
Categories: Almennt Blaður | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (4) | Post RSSRSS comment feed

Og ég sem hélt að það væri komið sumar?

Á fimtudaginn var alveg glampandi sól og hitabeltis vindar! Í gær var veðrir mjög fínt líka og ég bara á bol! Fór t.d í gærkvöldi með Gunnari að hjálpa honum að sækja bíl út á Suðurnesin! En í dag er bara frekar ógéðslegt veður!

Og ég sem ættla út að hlaupa á eftir! Ég er bara með stuttbuxur þannig að mér á eftir að verða frekar kalt! En núna eftir vinnu fer ég s.s í ræktina, eftir það ættla ég að fara heim og taka til... mig er búið að hlakka til að taka til heima í örugglega 2 vikur (já ég er ekkert  of mikið að stressa mig á því venjulega!). Síðan fer ég að og hitti félagana í úr Hvíta Riddaranum í kvöld (þeir að djamma en ég bara alveg rólegur)!

Á morgun þarf ég síðan að moka smá í grunninum mínum! 1-2 klst. Annars er bara allt gott að frétta af mér! Þarf að fara að heimsækja hann ödda karlinn sem er búinn að lyggja í rúmmi í 2 vikur núna! Ömurlegt fyrir aumingja drenginn!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/3/2008 at 12:58 PM
Categories: Almennt Blaður | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Listavinurinn ég, Skýrnin hanns littla kúts,uppskeruhátíð og póker!

Já mikið rétt! Ég var í gær á listakvöldi Listaklúbbs Kaupthings. Þar mættu yfir 350 meðlimir og biðu í von og óvon eftir því að nafnið þeirra yrði dregið út svo viðkomandi gæti valið mynd. 80 myndir voru í boði og var ég svo heppinn að vera dreginn út nr 76 og valdi mér myndina "Án tillits" eftir Martina Sjaunja Túss, 10x10 (sjá hérna að neðan). Hún á eftir að sóma sér vel í nýja húsinu held ég! :-)

 Annars fer ég í skýrn hjá littla kút þeirra Tinnu systur og Davíð á morgun í hádeginu, heima hjá mömmu og pabba. Það verður forvitnilegt að sjá hvað "Sigurður Pungsi" verði skýrður!

En í kvöld (eftir að ég þríf rúðurnar hjá m&p) fer ég á uppskeruhátið í körfunni. Það verður gaman að slútta þessum vetri með góðum mat og félagsskap. Hérna er hægt að lesa nánar um hátíðina, á blogg síðu Ármans stelpna!

 Á morgun er síðan póker mót hjá okkur strákunum. Það verður haldið í nýju íbúðinni þeirra Steina og Krissu. Verður gaman að skoða staðinn!Ekki flott? Smile ég er allavegana mjög sáttur við hana!

Currently rated 5.0 by 1 people

 • Currently 5/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/11/2008 at 12:36 PM
Categories: Fjölskyldan | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Massa duglegur!

Jæja þá er vikan búinn og ég er búinn að fara alla dagana í ræktina (sjá æfingadagbókina). Ég finn að ég er mikklu þreyttari núna heldur en eftir körfuboltaæfingarnar... geinilegt að ég keyri mig meira áfram heldur en einhver þjálfari! Vonandi heldur Pétur áfram með okkur á næsta ári og ég get haldið forminu sem ég verð kominn í í sumar!!

Annars verður þetta eflaust önnur leiðinleg helgi hjá mér... stefni á að taka til (þarnast þess smá núna þar sem ég tek frekar skorpur heldur en að stunda viðhald!!), forrita smá, vinna í ljósmyndum (digital) og síðan vinna kannski eitthvað í grunninum ef veður leyfir (bera timbur á morgun væntanlega)... og klára skattinn... hvernig væri það?

 Hvað ættlið þið að gera um helgina?

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/28/2008 at 3:09 PM
Categories: Almennt Blaður | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Þessi dansar bara betur en margur maðurinn!

 
Annars var helgin alveg ágæt! Töpuðum á móti Val en byrjaði að lyfta deginu á eftir... mjööööööög jákvætt!! ;-) bæti kannski við þessa færslu á morgun.. 
 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/25/2008 at 12:15 AM
Categories: Almennt Blaður | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

80 klst vinnuvikan og 7 mílna HÓRUSTÍGVÉLIN

Jæja þá er þessari vinuviku lokið. Ég vann 80 klst sem er alveg fáránlega mikið... það verður gaman að fá útborgað næst! Þetta er hægt að gera í skorpum en ég myndi ekki nenna að gera þetta alltof oft.

Í dag gerði ég mér dagamun þrátt fyrir að vera alveg við það að sofana allan tíman! Ég eyddi nánast öllum deginum með honum Ödda félaga! Fyrst fórum við á bókamarkaðinn í Perlunni þar sem við komumst að því (við vissum þetta s.s fyrir) að við höfum ekki sama bókmenta smekk. Öddi les raunveruleika bókmentir (ættli þær séu jafn slæmar og Survivor?) en ég ekki! Ég keypti smá sci-fi handa mér og síðan prinsessu bók og drekabækur handa Ísabellu frænku! Var mjög ánægður með þessi kaup.

Eftir þetta skeltum við okkur í hádegismat á vegamót þar sem ég fékk mér indverkst (tikamasala minnir mig) sallat og Öddi sjávarétta súpu. Mjög gott allt saman eins og maður á að venjast á Vegamótum! En þar sem ég er að fara á árshátíð Kauptnings um næstu helgi ákvað ég að kaupa mér jakkaföt og keypti fyrstu fötin sem ég prófaði í "Outlettinu" í skeifunni. Jakkaföt sem áttu að kosta 54 þkr kostuðu 27 kr. Eflaust ágætis verð fyrir fötin en hellingur ef tekið er mið af því hversu oft ég fer í jakkaföt á ári (2-4x)! En þá var haldið til Ödda að horfa  á Hauka vinna Stjörnuna í handboltanum en þá var kominn tími á það að fara heim að sofa... hrikalega var ég orðin þreyttur!

En eftir að hafa lagt mig í 3.5 klst var komið smá líf í mig aftur þannig að við Öddi skeltum okkur niður í bæ á B5, þar sem við virtum fyrir okkur mannlífið. Ég hef mjög gaman af því að sitja og virða fólk fyrir mér. Sérstaklega þegar það er að komast í glas og færir sig upp á skaftið í tilhugalífinu. Fátt skemtilegra en að horfa á einhvern mana sig upp í viðreynslu og láta síðan vaða... maður verður bara oft ekki var við þetta nema að maður sé sjálfur edrú og með athyglina í lagi! (nóg um það)

En já þá kemur að hóruskónum! Ég og Öddi sitjum þarna á B5 í makindum okkar, nýbúnir að klára sódavatnið sem kom með kaffinu okkar þegar tvær "skutlur" setjast hjá okkur (á mót okkur á ílöngu borði). En viti menn þær gefa okkur merki og byrja að spjalla þannig að við skellum okkur auðvitað í spjallgírinn líka og kynum okkur og hvað við gerum (þær spurðu). Þær vildu nú einnig vita hversu gamlir værum (auðvitað hljóta þær að hafa haldið að við værum mikklu yngri en við erum!!) en þær reynast vera 26 ára.

Eitthvað er samt aldurinn að koma yfir okkur Örn, því þessar dömur voru ALLS ekki okkar týpur! Þær skræktu í tíma og ótýma.. spurðu hvort við værum kannski óvirkir (AA) "því það væru bara allir óvirkir í dag..." "og ekkert gaman að liðinu". Önnur sagðist elska þennan stað þegar ég spurði hana hvort hún kæmi oft en bætti við "það er svo lúðalegt  lið hérna núna".   Þegar hún sagði síðan við vinkonu sína í einhverju skrækju samtali að hún "væri bara í hórustígvélunum" sínum var okkar tími kominn og þokkuðum þessum stúlkum fyrir þessi stuttu kynni og báðum þær vel að lifa! 

 Eftir að hafa fullnægt viku skamti af transfitum á Vöffluvagninum (karmella,rjómi OG ÍS) var haldið heim í bólið! Núna ættla ég að lesa nokkrar blaðsíður í góðri bók áður en ég fer að sofa!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/9/2008 at 12:56 AM
Categories: Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (5) | Post RSSRSS comment feed

Helgin framundan

Já það er ekki oft sem ég er búinn að blogga um það hvað ég sé að fara að gera um helgina en núna er það bara þannig að ég veit alveg helling um það hvað er í vændum. Ég skal bara telja það upp.

 1.  Á eftir ættla ég út að borða eitthvað og jafnvel bíó með önnu vinkonu. Hún er að fara til Kína í lok febrúar þannig að það er um að gera að gera eitthvað skemtilegt með henni áður en hún fer.
 2. Eftir það þá fer ég í partý (ættla ekki að djamma) hjá Ármann/Þrótti. Þetta er sameiginlegt fjáröflunar partý sem haldið er í Ármanns heimilinu í laugadal. Stelpna og stráka liðið heldur þetta saman. Þetta er alltaf stuð og mana ég ykkur til að mæta með okkur í kvöld. Þetta byrjar snemma og endar seint!
 3. Í fyrramálið ættla ég að fara með henni Tinnu systur og Ísabellu littlu frænku í ungbarna sund í breiðholtið. Þetta er alltaf jafn gaman og örugglega ef eitthvað bara skemtilegra núna þar sem hún er orðin dálítið eldri síðan ég fór seinast (í sumar).
 4. Eftir sundið fer ég síðan í íþróttahúsið sem er tengt sundlauginni og horfi á Baldvin félaga spila með ÍBV á móti einhverju óheppnu liði! Hef það á tilfinningunni að minn maður muni gjörsamlega rústa hinu liðinu eins síns liðs!! 
 5. Um kvöldið er síðan matur hjá mömmu og pabba. Það verður víst hamborgari og franskar með kokteilssósu! :-) já ég borða stundum svona... og fíla það!!!
 6. Á sunnudaginn fer ég og mála í 5 klst með körfuboltaliðinu. Þetta er fjáröflun okkar strákana. Þetta verður bara skemtilegt.
 7. Um kvöldið fer ég síðan í mat til mömmu og pabba (já aftur!!) því Tinna og Ísabella ættla að mæta. Sleppi nú ekki tækifæri á því að hitta þær tvær!

 Þannig að laugardags og sunnudags kvöldið eru ekki 100% skipulögð þannig að ef þig langar að gera eitthvað skemtilegt með mér, máttu bara hafa samband og við skipuleggjum eitthvað brjálað! 

Hafið annars alveg rosalega góða helgi og njótið þess að vera til! 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/1/2008 at 4:07 PM
Categories: Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Í miðju útskrifarpartý!

Núna er ég í útskriftarpartýinu hans Steina. Hérna er bara hellings stuð. Mussikin á fullu, eldhúspartý í fullu gangi og  steini að kenna ödda að leysa RubicsCube. Hérna eru nokkrar skemmtilegar myndir úr partýinu! Njótið vel!!

 


Steini að leysa Cubbinn á 1.56 mín...

 

Steini og stebbi alveg góðir saman... að útskrifast í dag!!! Djöfull eru þeir nú sætir!!! :-)


Bróðir hennar krissu og steini útskrifarnemi!!!

Jæja best að koma sér aftur í djammið og hætta þessu ruggli!!!  


Og hérna eru síðan hjónakornin krissa og steini.

Innilega til hamingju aftur með árangurinn! 

p.s

Hérna er síðan hann Bói.. "sofnaður" inni í barna herbergi...

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/20/2008 at 12:28 AM
Categories: Almennt Blaður | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Fyrsta samtal til lögreglunar 112

Já það er rétt!!! Ég hringdi í fyrsta skipti (svo að mig minnir) til lögreglunar í kvöld! Þegar ég var að keyra heim til mín eftir stórgóða heimsókn til hanns Ödda varð ég fyrir all rosalegri lífsreynslu! Ég var að keyra undir brírnar í kópavoginum þegar ég taldi mig sjá barn hlaupa út á götuna í veg fyrir bílinn!

 Ég sveigði náttúrulega all svakalega til hiliðar á bílnum og tók um leið eftir því að þetta "barn" reyndist vera Scheffer hundur á miðjum vegi! Í baksýnisspeglinum sá ég síðan aðra bíla svegja frá hundinum!

Þegar ég var síðann kominn aðeins lengra áfram lagði í bílnum til að hringja í lögregluna til þess að hún gæti mögulega komið hundinum til bjargar! Ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á það að hundinum hafi verið bjargað! En hvað hann var að gera þarna er góð spurning! En vonandi var honum bjargað!

Mér þótti síðan bara nokkuð spennandi að hringja í lögregluna! Vonandi þarf ég samt ekki að gera það aftur í bráð!

 

En út í annað... ég er að fara að sofa núna því í fyrramálið kl. 07:00 fer ég upp í rútu til Ísafjarðar að keppa við KFÍ! Leikurinn er kl. 16:00 og eftir hann leggjum við aftur af stað í bæinn!!! Áætlaður komutími er þá aðfaranótt sunnudags kl. 02-03 c.a!!!  Þvílíkt ferðalag... jæja góða nótt og góða helgi!!  

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/11/2008 at 9:52 PM
Categories: Almennt Blaður | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Géðveikin búinn! Kominn tími á smá jól er það ekki?

Seinustu tvær vikur eru búnar að vera alger géðveiki hérna í vinnunni! Við vorum að setja nýtt útlit á kaupthing.is og finnst mér það alveg svakalega flott! Hvað finnst ykkur? Við vorum 3 alla seinustu nótt að vinna við að koma þessu út! Ég kom heim alveg hringlandi vitlaus um kl 7:30 og svaf í 12 klst!

 En fyrir utan það að hafa verið að vinna skreitti ég piparkökur með Ísabellu frænku heima hjá M&P á seinasta föstudag! Eftir það fór ég síðan í keilu mót  í klukkutíma (með vinnunni auðvitað, þar sem ég náði mínu hæsta skori eða um 157 stigum! Daginn eftir fórum við Ísabella í jólaföndur (hérna í vinnunni nema hvað), skreittum piparkökur, föndruðum músastiga og dönsuðum í hringum jólatré MEÐ jólasveinunum! Þetta var alveg rosalega skemtilegt, en mig vantar myndir sem ég tók á myndavélina hennar Tinnu! Kannski hún komi þessum myndum til mín?

Í óveðrinu fauk síðan vinnuskúrinn okkar í Furuásnum 2x á hliðina! Bara bilað veður!! Ég ættla að reyna að ná myndunum út af símanum mínum og setja þær á síðuna núna á eftir þannig að það verður uppfærsla á þessari færslu seinna í dag!

Ættli ég bloggi ekki nokkrar færslur á næstunni en ef ekki þá óska ég ykkur bara alls hins besta um jólin! 

 

:-) þessi mynd er bara alger snild!  

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 12/21/2007 at 1:01 PM
Categories: Almennt Blaður | Helgin | Vinnan | Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

30 days of night, Starfsdagur og smá tognun

Ég lét draga mig í bíó á föstudaginn. Myndin sem var valin var 30 days of night. Ég sem þoli ekki hrollvekjur var orðin æðispenntur áður en myndin hófst! En síðan kom þessi mynd bara alveg hressilega á óvart!! Hún var bara ekkert spennandi! Mér brá 1 x og það var bara í byrjun og eflaust bara vegna þess að ég var búinn að spenna mig allan upp í einhvern viðbjóð! Mæli ekki með þessari mynd fyrir þá sem vilja láta bregða sér!

Á laugardaginn var síðan starfsdagur Kaupthings banka. Alveg stórfínn dagur sem auðvitað endaði í tómu djamm ruggli langt fram á nótt.. ég endaði með góðu fólki í bráluðum technó dansi á NASA undir þéttum skífuþeyting frá Sir Pál Óskari!

Annars tognaði ég á æfingu á fimmtudaginn og er frá æfingu í nokkra daga. Það magnaðasta við þessa tognun er það að ég finn bara ekkert fyrir henni þegar ég labba (eða dansa!). En ég ættla samt að taka mér smá hvíld! Alveg gott að fara bara og lyfta aðeins í staðin. Ég er alveg kominn með fráhvarfseinkenni af lyftingarleysi!

En það góða í þessu er að ég fæ að passa uppáhaldsfrænku mína í staðinn. Það er aldrei leiðinlegt! 

Hérna eru nokkrar myndir af löppinni! Njótið vel! ;-)Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/19/2007 at 12:54 PM
Categories: Almennt Blaður | Heilsa | Helgin | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (6) | Post RSSRSS comment feed

Poker kvöld með strákunum

Bara að láta ykkur vita að ég er að fara að hitta ödda,magga,bóa og steina heima hjá Stebba í kvöld kl 20:00 í smá póker og bjór/rautt! 


Spurning hver tekur pottinn í kvöld?

Annars verð ég bara rólegur því ég fer að vinna eitthvað um helgina í grunninum mínum auk þess að það er mögulega körfuboltaæfing líka. Hafið góða helgi!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/9/2007 at 12:53 PM
Categories: Almennt Blaður | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Bara mjög fín helgi

Já bara svona stutt um helgina.

Á föstudaginn leit ég í mjög skemtilega kaffihúsaferð á Súfistann í Hafnarfirði.  Það var bara það áhugavert að ég var alveg til lokunar.

Á laugardaginn keppti ég með Ármann á móti Hetti. Við unnum leikinn sannfærandi þrátt fyrir að hafa glatað niður smá forskoti í endann. Seinna um kvöldið fór ég í körfuboltapartý með strákunum heima hjá Gulla þjálfara. Síðan var haldið í bæinn, ég fór inn á Oliver þar sem aðeins voru landsliðs-íþróttamenn og fyrirsætu-grúppíurnar þeirra! Ótrúlega er nú gott að fara svona inn á þessa staði í dag án þess að vera að vaða þykkan reik! Ég asnaðist að vísu niður í bæ í "The north face" úlpunni minni og á troðnum skemtistað þá er það bara ekkert skemtilegt! Að sjá mig halda á úlpunni hefur verið alveg fáránlegt... "hvað er þessi gaur að gera með SVEFNPOKA á djamminu??" Ég fór síðan snemma (1:40) heim eftir að hafa hitt vini í Halloween búningum á Celtic Cross!

Á sunnudaginn klippti ég járn fyrir steypuna með honum pabba. Síðan var bara slappað af uppí rúmmi með SCI-FI þangað til ég sofnaði!

S.s bara mjög góð helgi! Ekkert óvanalega mikið að gerast en alveg nóg til þess að mér finnist ég ekki hafa sóað henni í vitleysu... þoli ekki svoleiðis helgar! Samt gott að reyna að slappa af stundum!  

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/30/2007 at 1:41 PM
Categories: Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

KFÍ,FjölnirB, út að borða og Halloween og myndir af Furuás framkvæmdum

Bara nokkuð öflug helgi! Á föstudaginn vann liðið mitt KFÍ með 2 stigum! Ég var ekki í liðinu (ekki spyrja mig afhverju því ég er æðislegur!!!!!) þannig að ég fór og lyfti LAPPIRNAR! Mjög sniðugt þar sem ég er búinn að vera að drepast úr þreytu í löppunum í þó nokkurn tíma! 

En á laugardaginn (eftir 12 klst svefn) var minn tími og átti ég bara ágætisleik (engan stórleik samt) þegar Ármann kom FYRSTU dollunni í hús! 1 sæti í Meistaramóti Reykjavíkur ÍBR staðreynd! Um kvöldið skeltum við Öddi okkur á Vegamót þar sem sem ég pantaði mér sjávaréttasúpu og humar pizzu! Ummm.... að vísu átti að vera skötuselur,hörpuskel og risarækjur í súpunni en það reyndust aðeins vera 2 rækjur í skálinni! Ég gleymdi alveg að minnast á það við þjóninn... en hvað með það.. nenni ekki að tuða yfir svona! Eftir 2 rúnta niður laugarveginn skellti ég mér heim í bólið og svaf í góða 11 klst!

 Ferlega var ég duglegur á sunnudaginn... ég tók til heima! Já ég braut saman hálft tonn af þvotti sem var búinn að bíða í LANGAN tíma eftir því að vera brotinn saman... ég ryksugaði og þurkaði af! Var bara mjög sáttur við útkomuna! Eftir þessi þrif skellti ég mér í heimsókn til hanns Vals til að skoða framkvæmdir hjá honum! Alveg rosalegt hvað hann er kominn langt...en þau Aníta byrjuðu náttúrulega mikklu fyrr en ég á þessu öllu! Plús það að þau eru nú einusinn i tvö (ÞRJÚ ef sú littla er talin með)!

Auðvitað skellti ég mér síðan aðeins í ræktina... labbaði í 20 mín í smá halla og teigði á löppunum í c.a 30 mín! Góð gufa og rakstur....ummmm væri til í að sofna í heitum potti núna! Eftir það fór ég í mat til M&P þar sem Inga/Hrafn, Tinna/Davíð og Ísabella voru á staðnum líka.. ekki annað hægt þegar boðið er upp á gæs!! Ferlega var það nú gott! Um kvöldið lét ég önnu síðan draga mig á Halloween!! Ég skal sko draga hana á einhverja SCI-FI heimildarmynd næst... ég bara þoli ekki svona myndir.... ég t.d læsti útidyra hurðinni í fyrsta skipti þegar ég kom heim! Alveg líklegt að Mike Myers myndi banka upp á heima... hvað þá að lítill ASSA lás hefði stoppað hann!!!

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/22/2007 at 4:25 PM
Categories: Helgin | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed