Er að fara í frí í 2. mánuði

Það er kannski dálítið skrítið að fyrsta blogg í marga mánuði sé um það að ég sé á leiðinni í frí! En ég hlakka bara svo til að komast í frí að ég verð að deila því með ykkur. Á föstudaginn verður seinasti vinnudagurinn þangað til 1. Sept. S.s 2 mánuðir í frí!

 Þetta er auðvitað ekki bara sumarfrí heldur bland af því og fæðingarorlofi. Ég og Elsa ætlum að taka fríið saman og njóta þess með Andreu Evu okkar. Planið okkar er auðvitað að fara eins oft í ræktina og mannlega er hægt! Stefnan er að taka Crossfitt grunnnámskeið í Júlí og fara á fullt í WOD í Ágúst. En það þýðir ekki að við förum ekki einnig í ræktina á milli (fyrir og eftir) :-)
 
 Sjálfur ætla ég síðan að reyna að spila körfubolta 2x í viku. S.s nóg að gera í fæðingaorlofinu mínu!
 
Við littla fjölskyldan ætlum s.s bara að njóta þess að vera saman og fara í 1 útilegu og 1 vika í sumarbústað um verslunarmannahelgina.

En fyrir utan afslöppun þá eru húsamál ofarlega á listanum. Það sem ég ætla að reyna að gera er eftirfarandi.

1. Setja á parket áður en gríslingurinn fer að skríða út um allt.
2. Brjóta niður vegg inn í forstofu til að koma fyrir ískápnum.
3. Taka bílskúrinn alveg í gegn.
4. Klára að setja ull á húsið.
5. Múra húsið að utan.
6. Klára garðinn (80%...enginn pallur eða pottur)
7. Setja upp gler í sturtuna svo vatn hætti að leka út á gang þegar ég fer í sturtu!

Meira var það ekki í bili... læt mögulega heyra aftur í mér fyrir/í fríinu.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 6/26/2012 at 8:41 AM
Categories: Almennt Blaður | Fjölskyldan | Furuás | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Sturtu fettis II

Þetta er framhald af "Sturtu fettis?"

Þegar ég kom heim í gær fór ég auðvitað beint í það að prófa nýja sturtuhausinn sem ég keypti. Ég smellti honum á og mældi vatnsmagnið sem kom út. 

Niðurstaðan var þessi:

 1. Án sturtuhaus þá skilar sturtan c.a 41 líter/mín
 2. Þegar hausinn er skrúfaður beint á þá skilar sturtan c.a 38 lítrum/mín.
 3. Með kúluliða (til að geta fært hausinn til hliðar) skilar sturtan ?? lítrum/mín.

Niðurstaðan er alveg ásættanleg s.s. Þetta eru ekki 55.5 lítrar á mín eins og Vola lofar í spekkinu heldur 14.5 lítrum minna á mínútu. Á sekúndu vantar mig s.s 2/3 úr lítillri Kók!! Það hljómar kannski lítið en þetta er n.b Á SEKÚNDU!!

Ég finn engar upplýsingar á netinu um það hvaða raun tölur svona tæki hafa verið að skila. Þessir 55.5 lítrar/mín eru líklegast eitthvað sem þeir hjá Vola hafa náð í rannsóknarstofunni sinni þar sem engin sveigur eða þrenging hefur verið á stútum. Mig langar að ná því líka! Cool

Og ég hef nokkrar hugmyndir um það hvernig ég gæti náð því. Meira af því alveg neðst í póstinum! En fyrst nokkrar myndir af sturtunni og vídeó frá prufu keyrslunni.

  Hérna er síðan videó af fyrstu tilrauninni

Leiðir til að auka vatnsmagn:

 1. Skrúfa upp stærri pípu frá haus upp í loft. Þetta kallar líklegast á smá brot úr flísum til að stækka gatið. Þarf að ræða við píparann.
 2. Bora í götin í hausnum þannig að meira vatn komist í gegn. Þetta gæti orðið vesen því ef götin eru ekki rétt þá bunast mögulega vatn út og suður!
 3. Kaupa "Öryggis haus" eins og þennann (ekki gulur).
 4. Mögulega get ég fundið einhverjar aðrar leiðir hérna í þessum RISA stóra lista yfir sturtu hausa mál!! 

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/8/2012 at 3:45 PM
Tags:
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Sturtu fettis?

Ég mun líklegast setja sturtuna mína í gang í fyrsta skipti á morgun. Væntingar stuðullinn er kominn upp fyrir öll velsæmis mörk! Krafan er eiginlega sú að það sé svo mikið vatn sem komi út úr sturtuhausnum að ég finni mig knúinn til að lækka í kraftinum!!

Spec:

 • Sturtan er með innbyggðu 3/4 tommu Vola tæki (5474R) sem á að geta skilað af sér 55,5 lítrum á mínutu undir 5 Bar.
 • Að tækjunum liggur 20mm rör, sem og frá tækinu upp í hausinn.
 • Þrystingurinn í pípunum er c.a 6.5 Bar eða 94.3 psi skv. þessari reiknivél
 • Ég braut upp vegginn fyrir neðan sturtuna til að stækka niðurfallið úr 50mm í 75mm
 • Niðurfallið er Unidrain og á að þola allt þetta vatnsmagn. Ég hefði getað farið í stærra niðurfall með Kessel en ég var sannfærður af þeim í Tengi að ég þyrfti það ekki. Ef það reynist rangt þá verð ég alveg !$%%&!!&*! Yell

 

Núna á ég eftir að kaupa sturtuhaus og eins gott er að hann geti skilað öllu þessu magni af vatni. Spurning um að kaupa svona "efna slysa haus" eins og þennann hérna fyrir neðan.  Þessi skilar 114 lítrum/30 GPM (Gallon Per Minute) á mínútu (eða næstum 2 lítrum á sek!!). Sá að það er hægt að kaupa hann í Svíþjóð. Spurning að láta Bóa kaupa hann og senda mér? 

Auðvitað er þetta frekar öfgafult. Og þá sérstaklega í ljósi þess að í bandaríkjunum er bannað (frá 1994)  að selja hausa sem skila meira en 2.5 GPM/9.5 lítra.


Ég smelli inn myndum af sturtunni um leið og hún er tilbúinn!

 Í dag mun ég samt fara í Hringrás og líklegast kaupa sturtuhaus eins og sjást á mörgum baðstöðum landsins. Þessir hausar eru líkir þessum gula hérna fyrir ofan. Sjá t.d "Lord" frá Hringrás.  Hann lítur svipað út og þessi hérna fyrir neðan. 


En það sem ég ætla að gera er að stækka götin í hausnum þannig að meira vatn komi út úr honum! Cool Þetta verður ROSALEGT!!! Smelli inn pósti með myndum af þessari tilraun á morgun!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/6/2012 at 4:18 PM
Tags:
Categories: Almennt Blaður | Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (9) | Post RSSRSS comment feed

Rúðurnar í húsið eru frá Samverki

Bara til þess að hafa það skráð þá eru allar rúður (glerið) í húsinu frá Samverki (Samverk) og eru K-gler með Argon eðalgasi á milli laga.

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/11/2011 at 10:14 AM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Modular hardware forritun með Microsoft Micro Framework og Netduino

Já þegar ég hef einhverng tíma þá langar mig að setjast niður og forrita í C# fyrir þetta "modular tæki" eins og Netduion með C#. Ég gæti t.d forritað einhverja virkni í Furuásinn með þessu. Guð má samt vita hvenær ég mun hafa tíma til þess! Kannski bara þegar ég er fluttur inn og búinn í þessu húsa brölti!

Hérna er mjög góður linkur um allt sem Scott Hanselman hefur um MMF (Mircosoft Micro Framework) að segja.

 

Hérna eru síðan hugmyndir á videó um það hvað menn eru að gera með þetta.

 


Þetta er mynd af svona input/output Netduion tæki sem hægt er að forrita mjög auðveldlega fyrir með MMF í C#.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/4/2011 at 10:34 AM
Tags: , ,
Categories: Forritun | Furuás | Projects | Tækni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Flotun á efra gólfi 5. Ágúst

Hérna eru nokkrar myndir af því þegar neðra gólfið var flotað. Það efra var flotað vikuna á eftir. Í neðra gólfið fór c.a 11.5 m3 en í það efra c.a 7.5 m3. Gólfin voru s.s alveg snarvitlaust steypt! Þeim sem steyptu gólfin er bara ekki treystandi fyrir neinu (tveir aðilar) en þeir gerðu fleiri gloríur en þetta! En svona er þetta bara.. ég lifi með þessu ruggli enda með eindæmum bjartsýnn og hress (allavegana þangað til um mánaðarmótin!) Sealed

  Bílinn kominn á staðinn!Og eins og allir alvöru iðnaðarmenn þá voru þessir með allt á tæru í bílnum! :-)Og þá var komið að því að leiða slönguna inn.Lyfta græjunni


Þannig að stútarnir færu ofan í blöndunarbúnaðinn. Þarna má sjá mig speglast í rúðunni!

 

Síðan var vatni blandað við. Mér var tjáð það að í þessu Anhydrid þá væri norskur sandur í bland við þann íslenska (sem þykir ekkert góður) og síðan gifs (Anhydrid).

 

Félagarnir byrjaðir að drita efninu á golfið mitt.

En auðvitað stíflaðist vélin og þeir voru heillengi að ná henni í gang aftur.


Alveg mugur og margmeni að reyna að koma þessu aftur í gang. Það tókst á endanum og allt fór vel!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/19/2010 at 12:00 PM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Hitalagnir í golf

Ég ákvað að geyma myndir af golfhitanum líka á netinu ef myndirnar skyldu tapast af heimatölvunni (sem er þó bökkuð upp).

 Áhugasamir hlaða bara niður zip skránni og skoða allar myndirnar (á þær auðvitað í hærri upplausn á tölvunni (285 MB)). Hinar eru bara svona til skemmtunar! Tongue out

Hitalagnir.zip (12.50 mb)+

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/18/2010 at 10:30 PM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Myndir af Furuásnum síðan í vetur.

Ég er búinn að vera alveg hrikalega óduglegur við það að setja inn myndir en núna ætla ég að reyna að vera duglegri og hérna er samansafn frá nóvember þangað til núna! Skrollið bara niður til að skoða myndirnar! 

17. Nóvember

Gluggarnir komnir og uppstaflað fyrir utan!

 

Restin af þeim inni í bílskúr!

 

  Smiðirnir að slá upp stillasinum í annað skipti! Hann fauk niður aftur í haust! S.s 3 skipti sem þarf allavegana að reysa hann við!

30. Nóvember

 

Smá snjór inni í stofu!

 

Desember 9. desember


Alveg hrikalega sexy lóð!

 19. Desember


Stefán að horfa út um gluggann í stofunni.

 
Brotna rúðan niðri! Smiðirnir misstu hana í golfið þegar þeir voru að rétta hana upp í ramman. Voru búnir að klöngrast niður stigan alveg inn úr bílskúr þegar ein af 4 sogskálum gaf sig og 140 kg rúðan datt!


Stefán inni í sjónvarpsherbergi!   

 

3. Janúar 2010

 

 

Vor 2010

 


Frágangur við glugga. Held að þetta sé ágætis frágangur. Ég mun síðan bæta við álrenningi og mála yfir með tjöru. Yfir þetta er síðan einangrað með plasti.

 


Búið að fylla yfir allt planið.

 


Síðan þurfti auðvitað að grafa allt upp til þess að finna leiðslurnar (hita (heitt/kalt),rafmagn,ljósleiðara)

 
Kalda vatnið komið inn í hús!


Kalda vatnið fer upp í gegnum bílsskúrinn.

 


Borinn sem ég nota til þess að... bora! :-)

 


Í þetta fór hrikalega mikill vinna! Afhverju í ósköpunum settu rafvirkjanir svona trékubba niður í steypuna í staðin fyrir bara eingangrunar plast?

 
Ég var kominn með massa blöðru eftir þetta allt saman. Held að þetta hafi verið milli 15-20 tré-klumpar!

 


Þessi plata var bara FÖST!! Eiríkur pípari náði henni undan stiganum!

 


Eiríkur að fylla upp í götin í steypunni. Þarna sjáið þið líka hitamotturnar sem eru á gólfinu.

 


Einangrun kominn á gólfið.

 


Eiríkur pípari.

Núna er meiri gangur í þessu öllu og því mun ég setja fleiri myndir á næstunni!    

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 7/14/2010 at 10:25 PM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Fékk glerið í húsið afhent í seinustu viku frá Samverk: Myndir

Ákvað að henda inn nokkrum myndum af framkvæmdum í Furuásnum. Nokkuð skemtilegt þessa dagana þar sem mikið er að gerast!

Mynd 1)

Hrafn að hjálpa mér að taka á móti glerinu. Tvær svona stæður af gleri inn í bílskúr!

Mynd 2)

Glerið í góðum höndum!

Mynd 3)

Fyrsta stæðan kominn inn.  

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/16/2009 at 7:00 AM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Myndir: SÍÐASTA glugga og hurða málunin (þangað til eftir ísetningu allavegana)

Hérna eru nokkrar myndir af afrakstri gærdagsins. Málaði í 6 klst í gær (laugardag) en nennti bara ekki að fara aftur í dag þó ég þyrfti þess. Ég fór í vinnuna í dag í staðinn!

Mynd 1)

Þessir gluggar eru ekkert venjulega stórir! Ákvað að hafa sjálfan mig á myndinni til samanburðar! Ég er 1,90 cm á hæð og reiknið nú!

Mynd 2)

Þarna er ég búinn að mála allt (allt sem er með einhverju svörtu er mitt)

Mynd 3)

Þetta er inngangurinn í húsið.

Mynd 4)

Inngangurinn frá öðru sjónarhorni.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/15/2009 at 8:21 PM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Hegin í áætlanagerð

Núna er ég að fara að gera mína perónulegu fjárhags/rekstrar-áætlun og síðan kostnaðaráætlun fyrir áframhaldandi húsabyggingum!

Það veltur á niðurstöðunni hvort ég detti síðan ekki bara í það í kvöld! :-)... Skemtilegar helgar alltaf...

Ég var síðan spurður í gær hvort ég hafi ekki spáð í það að selja bara húsið ("mögulega á sléttu"), vera frjáls og geta gert það sem ég vildi! Svarið var AUÐVITAÐ NEI! Þetta dj****s hús skal upp... eftir það skal ég mögulega spá í því! Ég er ekki sporðdreki fyrir neitt! :-)

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/7/2009 at 1:05 PM
Categories: Furuás | Helgin
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Þakið kláraðist í seinustu viku (c.a 8 sept)

Þ.e dúkalögninni lauk þá. Hilmar dúkakarl (Skot ehf.) setti Norskan ISOLA Mestertek dúk frá Húsasmiðjunni (dúkur með álþynnu í miðjunni) á þakið hjá mér. Sjá verð hérna. Ég er VIRKILEGA ánægður með það hvernig þakið lítur núna út. Síðan kemur það bara í ljós með tíð og tíma hvort þetta haldi ekki veðri og vindum. Mér er annars sagt um þennan dúk að hann sé notaður frá Spáni til Síberíu og það nægir mér ef hann þolir sól og snjó!

 

Hérna eru nokkrar myndir (vantar samt mynd af fullkláruðu en ég set þannig mynd inn í vikunni)

  1. Mynd af frágang þakrennun.2. Hátt niður


 

3. Hilmar byrjaður að leggja!4. Allt er þetta síðan brætt saman! En það fóru samt 1100 skrúfur í að festa dúkinn niður!5. Ég alveg á brúninni að taka myndir.


 

  6. Hilmar búinn með u.þ.b hálft þakið!7. Hérna er síðan mynd sem ég útbjó með hjálp AutoStich (sem ég hef notað áður) úr 4 sér myndum. Þetta er eflaust hægt að gera 10000x betur í photoshope/Paint 2.0 en ég kann ekki á þau forrit nóg vel og læt því þetta duga. Stillingarnar í AutoStich eru það flóknar með engum skýringartexta að ég fiktaði ekki einusinni í þeim! Kannski er möguleiki á þvi að gera þetta ennþá betur í AutoStich!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/17/2009 at 10:34 PM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Hverskorar útidyrahurð á ég að velja í húsið? (myndir)

Stærsta vandamálið hjá mér núna er að þurfa að hafa skoðun á ÖLLU! Núna þarf ég t.d að velja útidyra hurð og þá þarf ég að mynda mér skoðun á þeim! Ég er búinn að googla hurðir fram og til baka. Það endaði samt þannig að ég fór um 2 hverfi og tók myndir af öllum þeim hurðum sem mér leist vel á. Ég skal segja ykkur hvað ég mun velja neðst í þessu bloggi!

1. Þessi hérna er eftir þá sem búa til mína hurð. Þessi er hinsvegar með 3-faldan kant þarna neðst. Ég vill hafa mest 1.5 þannig að tré kanturinn sjáist rétt yfir stálinu. 2. Hérna er búið að skilja glerið í 2 hluta. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af þessu! Hvað finnst ykkur?3. Hérna er síðan búið að skipta hurðinni upp í 3 bil með bóstlúgunni í hurðinni. Ég er hrifnari af 3ja bila hurð en 2ja en ætla samt ekki að fá mér svona hurð.

 4. Þarna er hurð svipuð og hurð nr. 1 en þarna er 2 falt neðsta lag og ekkert járn. Mér finnst hurðir þar sem þessi lína í miðjunni sést dálítið svala-hurða-legar. Vonandi móðgast engin en þetta er mín skoðun!
5. Ég bankaði uppá hjá þessu fólki og talaði við húsfrúanna um hurðina! Ég spurði hana hvort ég mætti ekki mæla hana aðeins!Cool Hurðin reynist vera 98 cm breið (8 cm yfir stöðluðum hurðum). Þarna eru 20 cm upp að glugga frá neðstu brún hurðar. Húsfrúin tjáði mér það að þessi hurð væri þung og því hefði þurft að "vesenast í" lömunum (sem voru nb. 4 stk). Það er þá spurning að setja mögulega 5 lamir á framhurðina???

 

Hurða niðurstaða:

Ég mun væntanlega taka hurð 1. með 1.5 tré í staðin fyrir 3 tré! Það ætti að ganga upp þar sem hurðin oppnast út en ekki inn. Ástæðan er sú að í hurðir sem oppnast inn þá er fræst upp í hurðina (undir) til þess að fá einhvern kant sem hægt er að setja á gúmí lista til að halda vatni. Ég hinsvegar þarf ekki þennann lista og kemst því upp með 1.5 tré! 

 

EN... já þetta er ekki alveg búið!! Þar sem arkitektarnir gerðu ráð fyrir að ég myndi ekki fá neinn póst heim tíl mín þá slepptu þeir alveg að hann póstlúgu á húsið. Ég held að ég sé bara með ágætis lausn og hún er taka gluggann hægra megin við hurðina í tvent og setja lúgu í póstinn þar. Hvernig finnst ykkur?

1. Án lúgu!2. Með lúgu

 Tók einhver eftir því að þakið er orðið svart eins en ekki blátt (???) eins og arkitektinn teiknaði það og ég sýndi hérna í bloggi. Ef einhver nennir að gera bílskúrshurðina brúna þá yrði ég mjög ánægður og þakklátur (þ.e ef ég fengi hana líka senda í pósti)!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/15/2009 at 11:28 PM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Myndir af framförum framkvæmda á Furuási 21

Ég ætla að byrja á fyrstu myndunum síðan í sumar og færast síðan nær núverandi dagsetningu, þannig að þið skrollið bara niður til að sjá hvert framkvæmdirnar eru komnar í dag. 

Næst á dagskrá er að setja á þakdúkinn og síðan fæ ég gluggana á næstu 2 vikum og þá verð ég búinn að loka húsinu. Smelli síðan einangrun á húsið (en múra ekki fyrr en á næsta ári). Þegar það er komið þá tek ég fyrir hitann í gólfið og steypuna í það. Þá þarf ég að bíða í 4-5 vikur þangað til það er búið að þorna og ég get hafið vinnuna við að setja í rafmagn og byrja á innanhús vinnunni!

Í dag er síðan verið að pússa veggi og loft sem verður vonandi slétt og fínt þannig að ekki þurfi að rétta veggina mikið við að innann!

  1. 1. Júní

Hérna tók ég mig til og bar tjöru á veggina hjá mér. Mér var síðan tjáð það að þetta væri bara óþarfi! Great!!!

 

 

2. 10. Júní

Þarna er búið að setja einangrun á vegginn. Verktakinn gerði þetta en ekki ég.

3. 15. Júní.

Ég setti dúk yfir drenlögnina og það alveg sjálfur! Cool4. 16. júní.

Ég og Hrafn bróðir settum sjálfir á vegginn þessa plast klæðningu (sem lyktaði eins og sápa!). Daginn eftir (ef mig mynnir rétt) þá hjálpaði Gunnar félagi mér við það að setja efra lagið á eftir að búið var að fylla að húsinu.


5.  20. jún.

Ég og Hrafn bróðir (á mynd) rifum undan plötu á Furuási 19. 

 


 6. 26. Júní

Hérna var byrjað að slá upp fyrsta hluta af veggjunum hjá mér. Þarna er mynd af Gunnari verktaka.

 

 

7. 28. Júní

Helgina eftir héldum við svo áfram að rífa undan og vorum heppnir að drepa okkur ekki þegar það hrundi undan svölunum.


  8. 1. Ágúst.

Þarna er búið að slá upp og steypa alla veggina (nema handriðið á hliðarsvölunum)

 

9.  22. Ágúst

Hérna koma síðan nokkrar myndir af stöðunni 22. ágúst.

 

          

10. 26. Ágúst

Tók þessar myndir í dag þegar pappagaurinn kom og skoðaði þakið áður en hann gat gefið mér tilboðið. Þarna inni sjáið þið manninn sem er að slípa veggina. Þvílíkt ryk þarna!! Eins gott að gluggarnir séu ekki komnir í. Það kemur vonandi gott rok sem ræstir vel húsið af ryki.

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/26/2009 at 7:23 PM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (5) | Post RSSRSS comment feed

Steypa en ekki Anhydrit á golfið og múrkerfi frá Múrbúðinni

Já ég er búinn að ákveða eftirfarandi

 1. Í stað rándýrs Anhydrit (3400 kr/fm2 eða 1 milljón á golfið hjá mér bara fyrir efnið) mun ég setja járnmöskvanet og 8 cm steypu og spara mér eflaust 700-800 þúsund krónur!
 2. Sleppa því að kaupa takkadúk á neðri hæðina því undir plötunni eru einangrunarplötur því ekki ástæða til að kaupa einangrandi takkadúk og hvað þá takkdúk án einangrunar. Leiðslurnar verða þá bara lagðar beint á golfið. Þetta er aðeins meiri vinna en munar eflaust 400.000 kr. (m.v verð frá Fjöltækni)
 3. Líklegast fæ ég mér múrkerfi frá Múrbúðinni. Líst mjög vel á það kerfi. Hvítt einangrunarplast á vegginn, net á vegginn og ein umferð af steypu. En þá er önnur umferð af steypu eftir og síðan útlit, en þetta geri ég bara á næstu árum!

Steypan á efri hæðinni er því 2 cm (gæti breyst ef ég vill meiri hljóðeinangrun) + 8 cm steypa. Á neðri hæðinni verður það bara 8 cm steypa! 

Spurningin er núna sú hvort 2 cm einangrun á golfið á efri hæðinni + 8 cm steypa veiti nægilega hljóðeinangrun! Ég vill ekki að það heyrist píp á milli hæða þegar húsið er komið upp! Vill ekki heyra í nágrönnunum og ekki að þeir heyri í veisluhöldum í stofunni minni! Hefur einhver þekkingu á þessu máli? ´

Ætti ég kannski að setja svona hljóðeinangrandi dúk frá Promens undir hitalagnirnar? Guð má samt vita hversu dýrt þetta efni er... en ég legg þetta kannski bara yfir íbúðina en ekkert meira?

Ég ætla s.s að geta hoppað og öskrað án þess að það heyrist niður!!!! Cool

Kemur bara ekki til greina að ég þurfi að hlusta á "kvart" í mínu eigin húsi!!!!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/21/2009 at 6:21 PM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (7) | Post RSSRSS comment feed

Keypti timbur og járn í þakið í gær fyrir 379.207 kr.

Ég fæ bara í magann þegar peningarnir fara svona fljótt! Næst er það að ná tilboði í járnbitann sem heldur uppi þakinu! Djöfull verður nú gott þegar þetta er "búið" (lesist "fokhelt og leigjandi kominn inn").


Vonandi endar þetta ekki svona hjá mér! :-)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 7/24/2009 at 4:08 PM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Uppsetning á Gifsplötum

Þrátt fyrir það að húsið sé ekki orðið fokhelt þá er ég að skoða gifsplötur og uppsetningu þeirra núna því ég fékk tilboð í gifsplötur frá dreng sem keypti víst heilan gám og á afgang.

Veturinn ´98 (frekar en ´97) þá vann ég í 2 mánuði m.a annars við það að setja upp svona veggi en ég bara man ekkert eftir því hvernig það var gert og því varð ég að leita mér að upplýsingum. Einhverstaðar í kassa á ég bókina "Verk að vinna" en ég virðist ómögulega geta fundið hana!

En þangað til verð ég að láta þetta "gerðu það sjálfur" snidlarrit um Gifsplötur frá Slippfélaginu duga. Hérna er pdf skjalið sjálft ef linkurinn er óvirkur Gifsplotur.pdf (1.21 mb)

Síðan þarf ég að senda tilboð um gifsplötur til Býko,Húsasmiðjunnar og Slippfélagsins til að sjá hversu góðan "díl" ég er með í höndunum.

 p.s

Ég stefni að því næstu daga að telja hérna upp atburðarásina í húsinu seinustu 2 mánuði og setja vonandi fullt af myndum með inn. Ég hef bara sjáldan verið jafn upptekinn og núna en það er ástæðan fyrir littlu sem engu bloggi... ég ætla að reyna að bæta úr því núna!


Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 7/11/2009 at 3:21 PM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Decode komið aftur á NASDAQ og þýtur upp

Búin að hækka um 47% í dag (þegar þetta er skrifað)... og stendur í 0,48 :-). Ég ætla að selja í c.a 400 þannig að þetta er ekki alveg komið! En ég er spentur engu að síður! http://www.google.com/finance?q=NASDAQ:DCGN

Þá nota ég bréfin til að greiða niður Furuásinn! :-)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 6/26/2009 at 7:32 PM
Categories: Almennt Blaður | Furuás | Kreppan 2008
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Húsið mitt þegar (ef) það klárast

Ákvað að setja inn myndir af húsinu mínu eins og það á að líta út þegar það verður fullbúið. Hvernig finnst ykkur?

Afþví að myndirnar eru of stórar á skjánum þá getið þið skoðað þær hérna líka (með því að klikka á linkana)!

0710-0-(99)-A-200 suðaustur.jpg (406.86 kb)

0710-0-(99)-A-200 suðvestur.jpg (303.26 kb)

0710-0-(99)-A-200 norðaustur.jpg (465.10 kb)

0710-0-(99)-A-200 norðvestur.jpg (300.00 kb)

 

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 6/10/2009 at 3:05 PM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed

Ekki steypt á morgun! :-( Steypt á þriðjudag kl 13

Þvílíkt og annað eins... gat bara ekki verið svo gott að það yrði steypt í fyrramálið! Svalirnar reyndust vera 2 cm of háar og því þarf að lækka þær sem um því nemur!

Alveg ótrúlega glatað því ég ætlaði að tjarga allann vegginn og setja einangrun um helgina. En ég ætla samt að tjarga vegginn eina umferð á morgun/laugardag og síðan aftur þegar ég set dúkinn á vegginn! En fyrst eru tjargaðar 1-2 umferðir og síðan dúkur settur á og síðan ull eða plast (hvíta plastið)!


Já þetta ætlar að fara hægt af stað aftur!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/28/2009 at 5:29 PM
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed