Kominn í 2. vikna FRÍ

Já þá er loksins komið að því! FRÍIIII.... ég er ekki búinn að fá frí síðan seinasta sumar! Ég tók ekkert frí um jólin eða um páskana og finn það að núna var alveg kominn tími á smá "my time"!

Þessi tími hentar alveg rosalega vel þar sem körfuboltaæfingar voru að byrja og endalausar sjónvarpsútsendingar af íþróttum eru núna sýndar í sjónvarpinu! Ég er meira að segja búinn að horfa á babminton á Ólympíuleikunum! :-)

Hérna eraðgerða listinn sem ég er búinn að útbúa :

1. HEIMSÓKN til Tinnu og fjölskyldu!!

2. Setja bílinn í viðgerð (eitthvað að pústurörinu)

3. Gera við varadekkið sem er með BOLTA í því!

4. Gera við lakkið á húddinu. Steinkast er búið að gera nokkur göt sem þarf að gera við fyrir veturinn!

5. Klára að færa gamla bloggið mitt yfir í þetta blogg (rosalega lítið eftir)

6. Skoða parket og eldhúsinnréttingar. Þetta er eitthvað sem ég hef bara ekki nennt að skoða fyrr en núna þegar ég sé að það er að styttast í að ég fái gólf og veggi! :-)

7. Fara á rúntinn og skoða hús sem eru með timbur utan á húsunum eins og er í tísku í dag. Ég veit alveg að þetta er eitthvað sem á síðan eftir að detta úr tísku einn daginn og verða "púkó" og "rosalega 2010 eitthvað"! En þessvegna verð ég að reyna að velja vel... það er nú samt ekki hægt að byggja hús og hafa of mikklar áhyggjur af því hvernig það verður metið í framtíðinni!  

8. Kaupa UV varnar og filtera fyrir linsurnar á myndavélina mína.

9. Kaupa bætiefni fyrir komandi átök í körfunni.

Þetta eru svona aðalatriðin en eflaust á nú eftir að bætast vel á þennan lista áður en fríinu líkur.

Be the first to rate this post

  • Currently 0/5 Stars.
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/18/2008 at 4:19 PM
Categories: Almennt Blaður | Frí
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (11) | Post RSSRSS comment feed