Að fylla út í klasa með prófunargögnum

Hver er ekki orðin þreyttur á því að fylla út í klasa handvirkt til þess að geta einingaprófað á móti þeim. Allavegana ég. Núna er ég að skoða nokkrar aðferðir (framework). Þær eru:

 

 1. Nbuilder
 2. AutoFixture
 3. TestDataGenerator
Mér sýnist að AutoFixture sé það sé það sem ég er að leita eftir. Ég mun skrá niðurstöðurnar hingað þegar ég er búinn að skoða þetta.

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/14/2014 at 2:19 PM
Tags:
Categories: Forritun | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að búa til mock gögn

Þetta fría (en endilega gefið þeim peninga ef þið fljótið í $$) tól mockaroo er algjör snild til að búa til prófanagögn! 

"Need some mock data to test your app?
Mockaroo lets you generate up to 100,000 rows of realistic test data in CSV, TXT, SQL, and JSON formats."

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/10/2014 at 10:49 AM
Tags: , ,
Categories: Forritun | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Einingaprófanir á JavaScript (First look)

Update
Nenni þessu jsTestDriver bulli ekki lengur! Fæ engar niðurstöður og ætla að skoða eitthvað annað! Fann nýjann lista af prófana tólum sem ég ætla að skoða.
 
Ég fékk það verkefni (stakk eiginlega upp á því sjálfur) hérna í vinnunni að skrifa einingarpróf (unit test) fyrir javascriptin okkar. Ég bjóst eiginlega við að þetta yrði lítið sem ekkert mál! JavaScript er eldgamalt fyrirbæri (1995) og því væri alveg á hreinu að það væri til prófunar framework ("tól"?) sem gerði þetta, og auðvitað skjalað í drasl!
 
Það sem hinsvegar er búið að koma í ljós að það er til heill hellingur af JavaScript prófunar tólum (þetta virðist samt ekki vera tæmandi/uppfærður listi því á hann vantar nokkur prófunar "tól" sem ég hef fundið seinustu daga).
 
Ég fann þessa góðu upptalningu á prófunar "tólum" "Looking for a better JavaScript Unit Test Tool". Og þar fann ég t.d Buster.js (er í beta) sem er eitt af 2-3 sem ég ætla að skoða. Hin eru Jasmin ,QUnit og google-js-test.
 
 
Hvað ætla ég að skoða núna:
Ég ætla að setja upp JsTestDriver og Buster.js þar sem JsTestDriver er eina tólið sem ég fann grein um þar sem unittest er keyrt með Visual Studio og grein um að nota Buster.js með JsTestDriver
 
 
Það sem þarf að skoða betur næst:
Líklegast þarf að gera uppskurð á JavaScriptinu okkar til að gera það prófanlegt, en núna er það allt "chainað" og mögulega íll prófanlegt (kemur í ljós). Þá  er spurning hvort það þurfi að setja það upp í Revealing Module Pattern? Þarf að lesa þessa grein BDD-Style QUnit Testing ASP.NET MVC’s jQuery Validation

Þessi mynd er af forritara sem hefur unnið í nokkra klukkutíma í ókommentuðum kóða sem á heldur engin unittest!! Þ.e.a.s ef kóðinn er spagetti! 
 
Update:
Jæja þá er ég við það að verða géðveikur (lít mjög svipað út og krakkinn á myndinni!).  Ég fann þennan texta á Buster.js "Unfortunately Buster.JS support for Windows is unconfirmed at this time. As far as we know, the glob module is our only obstacle for your Windows JavaScript testing pleasure. Windows support is a priority and will land soon.". Það er s.s ekki hægt að notast við þetta strax! En vonandi bráðlega.
 
Einnig er mér ekki að takast að láta jsTestDriver.conf skránna virka. Skil ekki alveg hvernig hún á að "vera uppgötvuð"! Fann alveg rosalega langa grein sem gæti mögulega hjálpað mér hérna. Þar segir t.d "Unless specified otherwise, js-test-driver expects configuration in current working directory in a file named jsTestDriver.conf. ". Spurning hvern djöfullinn það þýðir fyrir Visual Studio?! 
 
Og ekki er þessi betri í að útskýra hvar skráin á að fara "The initial directory of the following command decides where your JsTestDriver config-file must be created." Initial hvað?
 
Greinilega fleiri en ég sem lenda í þessu sbr. þennann 
 
Jæja orðin þreyttur og hættur þessu! Ræðst á þetta aftur á morgun!  
 
Update (dagur 2):
Ég breytti stillingunum aðeins og kalla núna bara beint í conf skránna í Arguments (í External Tools) svona  -jar C:\Downloads\JsTestDriver-1.3.4-a.jar --port 9876 --browser "C:\Program Files (x86)\Mozilla Firefox\firefox.exe" --config "C:\Projects\TestProject\Web.VEX\js\testing\jsTestDriver.conf"
 
En í staðin fæ ég upp eftirfarandi villu:
 
"setting runnermode QUIET
Configuration Error: 
Cannot read [
C:\Projects\ TestProject \Web.VEX\js\testing\production\*.js
] derived from production\*.js
Cannot read [
C:\Projects\TestProject\Web.VEX\js\testing\testing\*.js
] derived from testing\*.js"
 
Ég er búinn að marg vista þessa skrá sem ASCII eins og þarf víst að gera til að láta þetta virka. Þetta segir mér eiginlega ekkert þessi villuboð! Ég er hinsvegar búinn að hafa uppi á kóðanum þar sem þessari villu er kastað. Núna skelli ég mér í það að rína í hann!
 
Udate (ennþá dagur 2)
Eftir að hafa sett upp Fiddler2 og séð að serverinn nær nær í og keyrir upp GreeterTest og Greeter.js skránna þá var orðið ljóst að formattið á skránum væri rétt og ég gæti haldið áfram. 
 
Eftir smá leit þá fann ég þessa grein  JsTestDriver Getting Started. Þetta er greinilega upphaflega greinin sem þessi ,JsTestDriver unittest er keyrt með Visual Studio, er skrifuð uppúr. 
 
Þar sá ég -jar  C:\Downloads\JsTestDriver-1.3.4-a.jar --tests all --server http://localhost:9878 og núna virkar að keyra prófið án villu!
 
EN núna gerist bara ekki neitt!!!??  Og ég spyr mig hvað átti eiginlega að gerast? Hvar er "Unittest passed" eða eitthvað álíka gáfulegt? 
 
Þá er það næst á dagskrá (djöfull er ég þrjóskur!!). Ég get alveg sagt það að ég er alvarlega að spá í að setja upp Buster.js server og gleyma þessu JsTestDriver dóti!
 
Update
Nenni þessu jsTestDriver bulli ekki lengur! Fæ engar niðurstöður og ætla að skoða eitthvað annað! Fann nýjann lista af prófana tólum sem ég ætla að skoða. 
 

Currently rated 5.0 by 1 people

 • Currently 5/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/10/2012 at 3:44 PM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed