Körfuboltaskór

Þrátt fyrir að vera nýkominn (í sumar) frá USA þar sem ég keypti mér neon-græna (ég veit...) Lebrown James (búúúúú!!) skó, þá langar mig alveg rosalega til að kaupa nýja skó! Ég er bara ekki að fíla að labba um í þessum LJ skóm. Ég hef átt skó frá honum og ég var heldur ekkert að fíla þá! Ástæðan fyrir því að ég keypti þessa skó veldur mér mikklum heilabrotum!

 Ég hefði klárlega átt að reyna að finna Addidas "Tracy McGrady Lightspeed" (eins og ég á nú þegar).  Þetta er 2007-2008 skórinn frá honum. Ég á svona rauðan eins og hér fyrir neðan. Þessi svarti er samt einnig frekar töff! En þvílíkt hvað það er himneskt gott að spila í þessum skóm!!

Hvað vill ég þegar kemur að körfuboltaskóm? 

 1. Nokkuð uppháir
 2. Að skórinn sé lág botna (sem næst jörðinni)
 3. Skórinn komi út í sveig út frá littlu tánni (þannig að þegar ég tek útltra snarpa begju þar sem ég ligg við jörðina þá sé sólinn fastur við gólfið þannig að ég togni ekki! (þó ég geti ekki gert svona moove í dag þá veit heilinn það ekki og reynir þetta. Og þá er gott að hafa "system" sem minkar líkurnar á því að ég togni)


Svarti skórinnÉg veit ekki hvort ég þori að fara í 2008-2009 týpuna þar sem ég var svo ánægður með þessa! En hún lítur út svona og heitir  Addidas "Tracy McGrady Creator".En síðan virðist Addidas hætt að framleiða undir merkjum T-Mac og ekki voru til skór í 2 ár. En núna virðist sem að þeir hafi tekið út tilvitnun í Tracy McGrady og eru komnir með skó sem heita "Mac II Black/Royal" og eru tilraun til að endurlífga þessa T-Mac línu. Lesa um skóinn.En síðan er ég spenntur fyrir 2 öðrum skóm. Fyrst er það skór í nafni mikils stórmennis Penny Hardaway. Þetta virka alveg sjúklega þægilegir skór! Penny hefur í gegnum tíðina verið alveg rosalega duglegur að útbúa furðulega skó (úr einhverjum plastefnum), sjá nánar Penny skó. Lesa um þessa skó hér.Hinir skórnir sem mig langar að skoða eru frá Under Armor og heita Micro G Supersonic.Þessir eru örugglega massa léttir. Er ekki fullkomlega viss um að þeir henti samt ökklunum mínum eða spilamennsku. 

En fyrst ég er byrjaður að tala um körfuboltaskó þá verð ég bara að segja frá BESTU körfuboltaskóm sem ég hef gengið í! Það voru skórnir sem Jason Kidd notaði,  "Nike Zoom Flight" . Þegar ég spilaði í þessum skóm þá fannst mér ég vera gjörsamlega límdur við golfið! Þvílíkir skór! Núna er verið að endurútgefa skónna undir nafninu "Zoom Uptempo V". Það er víst aðeins hægt að kaupa þá frá Asíu á t.d kixfiles.com.
Ég þarf klárlega að eignast einhverja peninga til að geta keypt NOKKUR PÖR af körfubolta skóm!! :-) Áhugasamir um körfuboltaskó og það sem er að leiðinni ættu að líta á þetta blog, thehoopdoctors.com

Á íslandi er kannski einna helst málið að skoða www.Peak.is ef það á að kaupa góða skó.

Hérna eru síðan "Nike LeBron 8 P.S. 'Dunkman'" skórnir sem ég keypti í sumar en hef aðeins notað 2x innan dyra. Spurning hvort þeir séu ekki aðeins of littlir á mig auk þess sem mér finnst botninn aðeins og þykkur (þó hann eigi að vera þynnri en fyrri týpur). Hann er hinsvegar massa léttur sem er gott. Einnig er hann upp-hár og því góður fyrir ökklana.

Ef einhver vill gera tilboð í þá (keypti þá á 160$) þá er bara að hafa samband við mig og gera mér tilboð! Getum klárlega fundið eitthvað verð sem allir eru sáttir við!. Þeir eru annars af stærðinni 44.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/17/2011 at 4:22 PM
Tags:
Categories: Heilsa | Körfuboltinn
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Skór skór skór...

Já þau undur og stórmerki gerðust um daginn að ég keypti mína fyrstu skó í yfir 1 ár!! Og það sem meira er að ég keypti í fyrsta skipti nokkurntímann TVÖ pör af skóm!! Ég held að ég hafi gert það til að koma í veg fyrir að ég ætti bara 1 par af skóm næsta árið! Núna mun ég s.s eiga 2 pör næsta árið!! :-)

Ég er virkilega ánægður með þessa skó! Hvernig finnst ykkur? N.b þetta eru fyrstu hvítu skórnir sem ég hef átt! Ég er ekki búinn að prófa þá ennþá!

 

Currently rated 5.0 by 1 people

 • Currently 5/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 7/2/2008 at 9:21 PM
Tags:
Categories: Almennt Blaður
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed