iOS forritunar videó

Jæja núna er ég búinn að forrita í Xcode/iOS/Objective-c í yfir 1 mánuð. Ég horfði á 2 fyrirlestra frá Standford áður en ég bara byrjaði. Það tók mig c.a 2 vikur að fara að ná þessu. Og þá meina ég 2 vikur seint á kvöldin, nokkrum sinnum í viku. Ég fékk (takk Elsa) síðan  að forrita nokkra heila helgardaga sem hjálpaði mér fljótt af stað.

Núna er svo komið að það er fátt að stoppa mig en ég er kannski ekki alveg 100% viss um hvað ég er að gera. En þar sem ég er reyndur forritari þá nægir það mér alveg að sjá dæmi um notkun og átta mig á því hvort það sé málið eða ekki. Ég kann s.s vel á google og StackOverflow .

En núna langar mig aðeins að taka þekkinguna upp á næsta level og tel ég að það sé best að gera með því að horfa á nokkur stutt og góð videó. Ég rakst á þessi hérna fyrir neðan og ætla ég að byrja á nr.1 og vinna mig í gegnum þau. Ég mæli með því að þú gerir það líka ef þú ert áhugasamur/söm um svona forritun.

 Robots & Pencils Academy - Teaching iOS

Currently rated 1.5 by 2 people

 • Currently 1.5/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/2/2012 at 3:27 PM
Tags: ,
Categories: Forritun | IPhone | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Hversu langan tíma þarftu að bíða eftir að fá Iphone app úr review-i?

Fann þessa síðu sem birtir upplýsingar um það hversu langan tíma þetta tekur. Núna virðist það taka c.a 9 daga.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/6/2012 at 12:33 PM
Tags:
Categories: Forritun | IPhone
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að búa til forrit fyrir síma

Ég ætla nú ekki að halda neina ræðu um þetta mál. Sérstaklega þar sem ég hef ekki búið til forrit sem er installað beint á síma. Ég hef/er að búa til veflausnir fyrir vinnuna (sjá Arion Mobile) en langar til að skoða frekar það að búa til forrit sem er installað beint á síma. Margt af því sem ég tala um hérna er komið úr þessum fyrir lestri hérna "Mobile, How Do I Develop Thee?" sem var á hinni stórskemtilegu NDC ráðstefnu.

Hvernig

Það er alveg sérstök umræða útaf fyrir sig hvernig eigi að forrita fyrir síma. Á að forrita fyrir Windows,Android,IPhone/IPad,Blackberry (hver gerir það eigilega?)? Á s.s að búa til 4 forrit svo allir geti notað forritið alveg sama á hvaða umhverfi hann er á? Eða á að notast við "samsuðu-græju" eins og PhoneGap  (og/eða Cordova) sem compælar forrit fyrir hvert og eitt umhverfi? Þetta er umræðan um "native or none native?" sem ég nenni ekki að ræða hér. Það veltur alveg á því hvað þú ert að gera hvaða leið á að velja.  Það auðveldar þér samt mögulega að vita hvaða framleiðendur eru stærstir, sjá "Top smartphone OS" þegar þú tekur ákvörðun á hvaða umhverfi á að kóða fyrir.

Kóðun

Ef þú ætlar að nota PhoneGap (eða eitthvað svipað) þá geturðu tekið ákvörðun um að notast við HTML5. Og ef þú átt heldur ekki Mac tölvu þá gætirðu byrjað að notast við JSFIDDLE til að smíða kóðan áður en þú hendir honum inn í PhoneGap og á síma með hjálp félaga þíns sem á Makka (hef enga aðra lausn því miður). UPDATE: AUÐVITAÐ er hægt að gera þetta á annann hátt! Það er til eitthvað sem heitir PhoneGap Build og virkar svona:

 • Write your app using HTML, CSS and JavaScript
 • Upload it to the PhoneGap Build service
 • Get back app-store ready apps for Apple iOS, Google Android, Windows Phone 7, Palm, Symbian, Blackberry and more.

 Jésús hvað þetta ætlar að verða auðvelt! :-) Ég verð orðin milljónamæringur eftir sumarfríið!

Meira um HTML5

HTML5Rocks tekur saman frekar góðar upplýsingar um HTML5 fyrir m.a Mobile, Gaming go Business. HTML5BoilerPlate virðist vera sniðugt til að koma þér fljótt í loftið. Það er eflaust það fyrsta sem ég mun skoða.

Debugga

Weinre er forrit til að debugga kóðan í Mac. Til að skoða vefsíður í réttri stærð/upplausn þá er Resolution Test mjög sniðugt.

Tilkynningar/Notifications

Viltu senda notendum sem eru með installað appið þitt tilkynningar? Eða viltu selja þeim eitthvað inni í appinu? Þá er spurning um það hvort UrbanAirship sé málið?

Server kóði

Ertu með einhverja logic sem þarf að keyra annarsstaðar en í appinu? T.d hæsta stigaskor í leik þannig að allir notendur í leiknum sjái skorið? Hefurðu lítinn áhuga/þekkingu á því að setja upp þjónustu á vefþjóni úti í heimi með allri þeirri umsýslu sem fylgir? Þá er eflaust málið að skoða Parse! "Our goal is to totally eliminate the need for writing server code or maintaining servers."

SignalR

 Ættli samskipti milli tækja sé mögulegt með SignalR? Það væri örugglega hægt að búa til eitthvað sniðugt með þeirri samblöndu!

Prófanir

 Þarftu að prófa forritið þitt á mismunandi símum en tímir ekki að kaupa 20 vinsælustu símana til að eyða helginni í að installa á símana? Spurning að prófa LessOainful sem sjá um þetta fyrir þig.

Almennt um hönnun og utanumhald

Ég mæli með að henda upp útliti á tússtöflu eða pappír í byrjun en þegar þú vilt fara næsta skref og ert einnig mögulega að vinna á móti einhverjum öðrum þá getur verið sniðugt að nota t.d "Wireframing" tól eins og  Balsamiq. Ef þú síðan halda utan um samstarf þitt við einhvern annan/aðra þá er Trello alveg rosalega sniðugt frítt "on-line" tól.

Apple fer síðan fram á það að forrit hjá þeim hafi vefsíðu með leiðbeiningum og skjölun um forritið. Ferlega sniðugt hosting fyrirtæki er NearlyFreeSpeech.net sem rukkar bara fyrir notkun "Our innovative pay only for what you use pricing model is designed to be the most cost-effective solution around.".

Niðurstaða

Hérna er ég aðeins að dífa tánni ofan í hugbúnaðargerð fyrir síma. Sjáum til hvað mér text að gera í sumarfríinu. En lykillinn er auðvitað góð hugmynd og skipulag við að leysa hana.

Currently rated 1.9 by 9 people

 • Currently 1.888889/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 6/28/2012 at 2:16 PM
Tags:
Categories: Forritun | IPhone
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (8) | Post RSSRSS comment feed