Búinn að kaupa þýðingar á appinu mínu á önnur tungumál

Framhalds póstur af : Að þýða iOS forrit á önnur tungumál og þá hvaða?

Eftir að hafa fengið meðmæli með Gengo.com þá ætlaði ég að nota Strings frá þeim en komst að því að þeir væru að loka þeirri þjónustu 30. Ágúst og væru komnir í samvinnu við þrjá aðra aðila

Af þeim valdi ég Transifex því þeir geta unnið með localize.strings frá apple. Sjá Gengo blogg um samstarfið milli þeirra og Transifex

 En til að gera langa sögu stutta þá pantaði ég þýðingu á 93 strengjum upp á 937 orð á Kínversku,Japönsku og Spænsku og borgaði fyrir það heilar 140$ eða 16.600 kr. Og það kalla ég alveg rosalega vel sloppið. Ef forritið gengur vel þá mun ég klárlega bæta við Þýsku,Frönsku og Kóresku! :-)

p.s

Ég á alveg eftir að kaupa þýðingu á því sem fer í appstorið það verður alveg líklegast eitthvað mjög svipað! 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/13/2013 at 10:30 AM
Tags: ,
Categories: Forritun | AppleForritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að þýða iOS forrit á önnur tungumál og þá hvaða?

Fyrst skaltu setja ALLA strengi sem þú birtir notandanum í þennan "hjúp"

NSLocalizedString(@"YES",@"Þetta er YES takki")

Þá geturðu farið eftir þessum leiðbeiningum  

Keyrt þetta á projectið þitt find . -name \*.m | xargs genstrings -o en.lproj (en == enska, es == franska etc.)

og þú færð skrá með öllum þessum textum sbr.

/* Þetta er YES takki*/

"YES" = "OK"; 

 Spænska útgáfan yrði þá

/* Þetta er YES takki*/

"YES" = "SÍ"

Hérna geturðu borgað fyrir að láta þýða þessa strengi á önnur tungumál OG þýða textann í appstorinu. Þarna er reiknivél sem reiknar strax út hvað þetta kostar. Spurning að gera þetta fyrir helstu tungumálin.

Það er klárt að aðeins hluti (34%) af app markaðinum talar ensku og því þarf að þýða forritið á annað tungumál (66% sem tala annað en ensk), allavegana skv. þessu. En hvaða?

Samkvæmt þessari heimild þá eru þau svæði sem downloada flestum öppunum  eftir farandi:

 • Kína (40%)
 • Japan (14%)
 • Spánn (9%)
 • Þýskaland (7%)
 • Kórea (6%)
 • Frakkland (6%)
 • Rússland (6%)

Þessi 7 lönd eru með 87% af niðurhalinu. Það væri virkilega gott að þýða fyrstu 3 löndin og vera með 63% breyðslu. En það er samt klárt mál að ég þarf að þýða appið á KÍNVERSKU!!!

Spurning hvað þessi þýðing kostar?

Stat um það sem þarf að þýða í mínu appi

 

 • 86 strengir
 • 921 stafur

 

Hvert tungumál virðist kosta það sama eða  $193.41  eða 22.838 kr (gengi 10. ágúst 2013) sem gerir heildar kostnað fyrir öll þessi tungumál $1353.87  eða 159.865 kr.

sem virðist við fyrstu (og aðra og þriðju) sýn vera fáránlega mikill peningur! EN hvað ef þessar 160 þkr. opna upp þennan 66% markað sem annars er lokaður? Spurning að splæsa fyrst bara í Kínverskuna og láta það duga? Hvað er 23 þkr í þessu samhengi? 

Sjá framhald af þessum pósti hérna: Búinn að kaupa þýðingar á appinu mínu á önnur tungumál (þar sem ég endaði á því að borga 16.000 kr fyrir 3 tungumál!)    

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/10/2013 at 3:22 PM
Tags:
Categories: AppleForritun | Forritun | Projects
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að virkja NTFS á Mac

Eftir að hafa prófað hitt og þetta (sem virkaði ekki!) þá datt ég niður á þessa grein. Núna virkar það 100% að færa gögn á milli Mac og NTFS harða disksins míns. Tær snild. 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 7/29/2013 at 5:20 PM
Tags: ,
Categories: tölvur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed