Að forrita ajax köll á móti https þjónustu

Um helgina ætlaði ég að forrita smá á móti vefþjónustu þjónustu.

Ég ákvað að JsBin til að þróa af því að þetta var bara létt kall á móti þjónustunni þar sem ég ætlaði að nota gildi úr dropdown til að kalla á hana.

En um leið og ég reyndi að kalla á þjónustuna úr javascriptinu þá klikkaði allt.

Ástæðan? Jú "Cross-Origin Resource Sharing" eða CORS. Þetta hérna er annars mjög góð grein Making Cross-Domain Requests with CORS eftir starfsmann Twitter.   

Lausnin 

Þar sem ég hef enga stjórn JsBin umhverfinu þá hoppaði ég bara yfir í Visual Studio (sem ég vinn í daglega í).  Mér hafði bara þótt það overkill að gera þetta í VS. 

Til þess að fá þetta til að virka þá þurfti ég að bæta eftirfarandi xml-i við web.config undir <system.webServer>

<httpProtocol>

      <customHeaders>

        <add name="Access-Control-Allow-Origin" value="*" />

        <add name="Access-Control-Allow-Methods" value="GET, POST, OPTIONS"/>

        <add name="Access-Control-Allow-Headers" value="Content-Type, Accept, SOAPAction"/>

        <add name="Access-Control-Max-Age" value="1728000"/>

      </customHeaders>

</httpProtocol>

Það ætti að vera nóg að bæta við fyrstu línunni (<add name="Access-Control-Allow-Origin" value="*" />) en ég bætti við öllum þessum.

Þarna hefði allt átt að vera byrjað að virka en vegna þess að ég var að kalla á https (ssl) þjónustu þá virkar ekki að kalla á hana frá vefsíðu sem er http.

  ATH. Þetta virkar bara í IE. Þessi header er ekki settur í svarið í Chrome eða Firefox. Spurning að reyna þetta addon fyrir Chrome?

Og hvernig keyrirðu vef auðveldlega upp í https? Þú lest þessa grein hérna frá Scott Hanselman og notar IIS Express til að keyra projectið upp í ssl.

1. Setja web projectið á SSL Enabled = true

2. Bæta þessu  <binding protocol="https" bindingInformation="*:44302:localhost" /> við í ApplicationHost.config skránna.

3. Ræsa upp (F5) projectið.

4. Hægrismella á IIS Express í tray og velja https útgáfuna.

 

Núna geturðu byrjað að kalla á https þjónustuna út úr javascriptinni í  þróunarumhverfinu þínu. 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/16/2015 at 9:26 AM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að búa til HTML5 og Javascript síðu aðeins með C# og XAML

Ég var að rekast á mögulega stórkostlega snild! www.cshtml5.com

Það hljómar rosalega vel að geta bara skrifað strongly typed kóða og kompilað hann bara yfir í html5 og javascript. En þetta er alls ekki tilbúið og hljómar eins og það klárist ekki fyrr en í lok árs allavegana (mögulega lengur).  

Hérna er eina video-ið sem ég fann sem fjallar um þetta project. Ég mun halda áfram að skoða þetta og mun blogga um leið og ný útgáfa kemur út.  

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/9/2015 at 4:04 PM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Must watch for a webdeveloper: PluralSight Chrome Developer Tools

Ég er núna búinn að horfa á (næstum) öll þessi video um Chrome Developer Tools.  Ef það er eitthvað eitt "video toppic" sem vefforritari ætti að horfa á þá er það þetta!

Ég lærði alveg HELLING á Chrome tólið sem ég vissi ekki af áður! 

T.d

  

Hérna eru góðar auka upplýsingar um það hvernig það er hægt að debugga javascript með Chrome tólinu

 Endilega skoðið Console API Reference-inn.

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/21/2013 at 9:05 AM
Tags: , ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Einingaprófanir á JavaScript (First look)

Update
Nenni þessu jsTestDriver bulli ekki lengur! Fæ engar niðurstöður og ætla að skoða eitthvað annað! Fann nýjann lista af prófana tólum sem ég ætla að skoða.
 
Ég fékk það verkefni (stakk eiginlega upp á því sjálfur) hérna í vinnunni að skrifa einingarpróf (unit test) fyrir javascriptin okkar. Ég bjóst eiginlega við að þetta yrði lítið sem ekkert mál! JavaScript er eldgamalt fyrirbæri (1995) og því væri alveg á hreinu að það væri til prófunar framework ("tól"?) sem gerði þetta, og auðvitað skjalað í drasl!
 
Það sem hinsvegar er búið að koma í ljós að það er til heill hellingur af JavaScript prófunar tólum (þetta virðist samt ekki vera tæmandi/uppfærður listi því á hann vantar nokkur prófunar "tól" sem ég hef fundið seinustu daga).
 
Ég fann þessa góðu upptalningu á prófunar "tólum" "Looking for a better JavaScript Unit Test Tool". Og þar fann ég t.d Buster.js (er í beta) sem er eitt af 2-3 sem ég ætla að skoða. Hin eru Jasmin ,QUnit og google-js-test.
 
 
Hvað ætla ég að skoða núna:
Ég ætla að setja upp JsTestDriver og Buster.js þar sem JsTestDriver er eina tólið sem ég fann grein um þar sem unittest er keyrt með Visual Studio og grein um að nota Buster.js með JsTestDriver
 
 
Það sem þarf að skoða betur næst:
Líklegast þarf að gera uppskurð á JavaScriptinu okkar til að gera það prófanlegt, en núna er það allt "chainað" og mögulega íll prófanlegt (kemur í ljós). Þá  er spurning hvort það þurfi að setja það upp í Revealing Module Pattern? Þarf að lesa þessa grein BDD-Style QUnit Testing ASP.NET MVC’s jQuery Validation

Þessi mynd er af forritara sem hefur unnið í nokkra klukkutíma í ókommentuðum kóða sem á heldur engin unittest!! Þ.e.a.s ef kóðinn er spagetti! 
 
Update:
Jæja þá er ég við það að verða géðveikur (lít mjög svipað út og krakkinn á myndinni!).  Ég fann þennan texta á Buster.js "Unfortunately Buster.JS support for Windows is unconfirmed at this time. As far as we know, the glob module is our only obstacle for your Windows JavaScript testing pleasure. Windows support is a priority and will land soon.". Það er s.s ekki hægt að notast við þetta strax! En vonandi bráðlega.
 
Einnig er mér ekki að takast að láta jsTestDriver.conf skránna virka. Skil ekki alveg hvernig hún á að "vera uppgötvuð"! Fann alveg rosalega langa grein sem gæti mögulega hjálpað mér hérna. Þar segir t.d "Unless specified otherwise, js-test-driver expects configuration in current working directory in a file named jsTestDriver.conf. ". Spurning hvern djöfullinn það þýðir fyrir Visual Studio?! 
 
Og ekki er þessi betri í að útskýra hvar skráin á að fara "The initial directory of the following command decides where your JsTestDriver config-file must be created." Initial hvað?
 
Greinilega fleiri en ég sem lenda í þessu sbr. þennann 
 
Jæja orðin þreyttur og hættur þessu! Ræðst á þetta aftur á morgun!  
 
Update (dagur 2):
Ég breytti stillingunum aðeins og kalla núna bara beint í conf skránna í Arguments (í External Tools) svona  -jar C:\Downloads\JsTestDriver-1.3.4-a.jar --port 9876 --browser "C:\Program Files (x86)\Mozilla Firefox\firefox.exe" --config "C:\Projects\TestProject\Web.VEX\js\testing\jsTestDriver.conf"
 
En í staðin fæ ég upp eftirfarandi villu:
 
"setting runnermode QUIET
Configuration Error: 
Cannot read [
C:\Projects\ TestProject \Web.VEX\js\testing\production\*.js
] derived from production\*.js
Cannot read [
C:\Projects\TestProject\Web.VEX\js\testing\testing\*.js
] derived from testing\*.js"
 
Ég er búinn að marg vista þessa skrá sem ASCII eins og þarf víst að gera til að láta þetta virka. Þetta segir mér eiginlega ekkert þessi villuboð! Ég er hinsvegar búinn að hafa uppi á kóðanum þar sem þessari villu er kastað. Núna skelli ég mér í það að rína í hann!
 
Udate (ennþá dagur 2)
Eftir að hafa sett upp Fiddler2 og séð að serverinn nær nær í og keyrir upp GreeterTest og Greeter.js skránna þá var orðið ljóst að formattið á skránum væri rétt og ég gæti haldið áfram. 
 
Eftir smá leit þá fann ég þessa grein  JsTestDriver Getting Started. Þetta er greinilega upphaflega greinin sem þessi ,JsTestDriver unittest er keyrt með Visual Studio, er skrifuð uppúr. 
 
Þar sá ég -jar  C:\Downloads\JsTestDriver-1.3.4-a.jar --tests all --server http://localhost:9878 og núna virkar að keyra prófið án villu!
 
EN núna gerist bara ekki neitt!!!??  Og ég spyr mig hvað átti eiginlega að gerast? Hvar er "Unittest passed" eða eitthvað álíka gáfulegt? 
 
Þá er það næst á dagskrá (djöfull er ég þrjóskur!!). Ég get alveg sagt það að ég er alvarlega að spá í að setja upp Buster.js server og gleyma þessu JsTestDriver dóti!
 
Update
Nenni þessu jsTestDriver bulli ekki lengur! Fæ engar niðurstöður og ætla að skoða eitthvað annað! Fann nýjann lista af prófana tólum sem ég ætla að skoða. 
 

Currently rated 5.0 by 1 people

 • Currently 5/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/10/2012 at 3:44 PM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Cheat sheets fyrir vefara og hönnuði

Hérna eru 60 "Cheat sheets" (HTML5,CSS,SQL,JQuery ofl.). Og hér er annar listi með HTML5 og CSS3 tólum og upplýsingum.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/20/2012 at 10:05 AM
Tags: , ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Codecademy 1/6 kúrsar búnir (350 stig komin í hús)

Þá er ég búinn að klára fyrsta kúrsinn í þessari stórskemmtilegu forritunar kennslu www.codecademy.com. Eins og er þá er þetta (fyrir mig) nánast hallærislega auðvelt. En ég ætla að reyna að halda mig við þetta og renna í gegnum allt draslið! Ég hlýt að læra eitthvað nýtt á þessu. Annars er þetta vonandi bara góðu upprifjun!

Ég skal koma með uppfærslu eftir að ég er búinn með hvern kúrs!

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/19/2012 at 2:36 PM
Tags: ,
Categories: Forritun | Nám
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Forritun fyrir byrjendur

Fann þessa snildar síðu, www.codecademy.com ,  sem kennir forritun "hands on" með því að kenna Javascript! Aðgangur er algjörlega frír þannig að ég mæli með að allir sem hafa einhvern áhuga á því að vita út á hvað forritun gengur að prófa.

"Disclaimer": Þetta er algjörlega fyrir byrjendur en maður fær stig fyrir að klára og það er alveg nóg fyrir mig! Cool  Kannski læri ég eitthvað nýtt líka og það er töff!Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/11/2012 at 10:18 AM
Tags: ,
Categories: Forritun | Nám
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Forritunar síðan SkillsMatter.com

Var að rekast á þessa (SkillsMatter.com) síðu. En hún virðist innihalda alveg hafsjó af upplýsingum um hugbúnaðargerð. Ekki inniheldur hún aðeins kóðun (c#,javascript,HTML5 ofl) þá inniheldur hún upplýsingar um grafík og arkitektúr. Þetta er klárlega eitthvað sem ég ættla að skoða aðeins betur.

 Í augnablikinu þá sýnist mér Progressive .NET hlutinn af síðunni vera minn hluti og þá sérstaklega  

(ef þú smelltir ekki á myndina þá geturðu smellt á þennan link).

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/15/2011 at 8:47 AM
Tags: , , , ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Script# (Javascript skrifað í C#)

Datt í hug að einhver hefði áhuga á því að horfa á þennan fyrirlestur frá Mix2011 um Script#.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 6/6/2011 at 1:31 PM
Tags: , ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed