Að "Scrape-a" vefsíður

Það kallast víst stundum að stela efni en það er ekki mitt mál að blanda siðfræði við tæknina. Við skulum bara halda þessu klínísku hérna :-)

 Ég fann áhugaverða grein Web Scraping and Crawling With Scrapy and MongoDB sem er meira fyrir forritarana og síðan þessa hérna Imort.io sem er frítt. Þeir bjóða bæði upp á API sem hægt er að tengjast og desctop forrit sem er öflugara.

Ég hlóð Import.io niður og gerði ekkert með það í 2 daga og þá fékk ég póst frá þeim um að þeim grunaði að ég hefði ekki náð að nota forritið en þeir vildu að ég gæti notað það til að ná öllum þeim gögnum sem ég gæti af netinu því þeir trúa því að allt sem sé á netinu sér frítt.

Þeir bjóða manni að hafa samband við þá til að hjálpa við það að gera það sem maður þarf. Ég mun klárlega nota þetta forrit einn daginn. 

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/21/2015 at 10:42 PM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að virkja ctrl+v (paste) í Command línu: Lengri leiðin

Hver er ekki þreyttur á því að ætla vera búinn að kópera einhverja script línu og ætla að líma (paste-a) hana í command prompt og fá þá bara ^V í gluggann. Þá þarf að rífa fram músina og hægrismella og velja paste.

Auðvitað væri hægt að nota flíti (?) takka samsetninguna alt+space e, p og þú ert búinn að paste-a.

Hérna eru tvær leiðir til að leysa þetta

1.  

Nota Chockolatey og powershell 

Fyrst þarf að installa Chockolatey (sem er eins og Nuget fyrir forrit) með því að paste-a þessari línu í command promptið

@powershell -NoProfile -ExecutionPolicy unrestricted -Command "iex ((new-object net.webclient).DownloadString('https://chocolatey.org/install.ps1'))" && SET PATH=%PATH%;%systemdrive%\chocolatey\bin

Þegar installið er búið þá ætti að vera nóg að paste-a þessari línu

cinst wincommandpaste-compiled

og þá ættirðu að geta notað ctrl+v til að paste-a í command prompt.

ATH. Þetta virtist ekki virka í Windows7 vélinni minni þannig að á mánudaginn verður þetta prófað á Windows 8.0 Update: Virkaði eins og heitur hnífur í smjöri á win 8.0

2.

 Nota Cmder  til að hjúpa bæði powershell og cmd þar sem ctrl+v kemur frítt með auk fullt af öðrum valmökuleikum.  Hlaðið niður minni útgáfunni af Cmder svona cinst cmdermini.portable (sjá

 Chockolatey

En ég er klárlega að fara að nota Chockolatey mikklu meira en ég er búinn að gera hingað til það er mun öflugra heldur en Ninite.com eins og ég ræddi hérna en er frekar fyrir nördana. Ninite.com er frekar ef þú ert að setja upp tölvu fyrir ættingja og nennir ekki að eyða of mikklum tíma í það :-)

T.d ef þú vilt setja upp Process Explorer frá Sysinternals þá er nóg að slá þetta cinst procexp inn í command prompt (sjá). Til að ræsa þá windows takki+ procexp þegar hann ræsist upp þá velurðu Options og smellir á Replace Task Manager.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/4/2014 at 11:02 AM
Tags: , , ,
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Smá leti kast við að búa til GUID

Fannst þetta alveg ferlega sniðugt sem segir eitthvað um minn húmor held ég :-)

En mig vantaði  GUID en nennti ekki að skrifa kóðann (2 stuttar línur) eða opna tólið í Visual Studio (hvað var það eiginlega? :-)) þannig að ég googlaði bara "Create GUID online" og fékk upp þessa slóð á www.guidgen.com 

  

Síðan vantaði mig að fá GUID-ið í caps þannig að hvað haldið þið að ég hafi gert? Jú googlað það! :-) Ég lenti þá á convertcase.net

 

 
Ferlega var þetta nú aulalega skemmtilegt. Varð bara að deila. 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/8/2014 at 8:51 AM
Tags:
Categories: Forritun | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að búa til mock gögn

Þetta fría (en endilega gefið þeim peninga ef þið fljótið í $$) tól mockaroo er algjör snild til að búa til prófanagögn! 

"Need some mock data to test your app?
Mockaroo lets you generate up to 100,000 rows of realistic test data in CSV, TXT, SQL, and JSON formats."

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/10/2014 at 10:49 AM
Tags: , ,
Categories: Forritun | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Búinn að kaupa þýðingar á appinu mínu á önnur tungumál

Framhalds póstur af : Að þýða iOS forrit á önnur tungumál og þá hvaða?

Eftir að hafa fengið meðmæli með Gengo.com þá ætlaði ég að nota Strings frá þeim en komst að því að þeir væru að loka þeirri þjónustu 30. Ágúst og væru komnir í samvinnu við þrjá aðra aðila

Af þeim valdi ég Transifex því þeir geta unnið með localize.strings frá apple. Sjá Gengo blogg um samstarfið milli þeirra og Transifex

 En til að gera langa sögu stutta þá pantaði ég þýðingu á 93 strengjum upp á 937 orð á Kínversku,Japönsku og Spænsku og borgaði fyrir það heilar 140$ eða 16.600 kr. Og það kalla ég alveg rosalega vel sloppið. Ef forritið gengur vel þá mun ég klárlega bæta við Þýsku,Frönsku og Kóresku! :-)

p.s

Ég á alveg eftir að kaupa þýðingu á því sem fer í appstorið það verður alveg líklegast eitthvað mjög svipað! 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 8/13/2013 at 10:30 AM
Tags: ,
Categories: Forritun | AppleForritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að stækka/minnka myndir í tölvunni þinni

Á sínum tíma þá setti ég hérna inn link á forrit sem gat stækkað og minnkað myndir beint úr "hægri klikki" í Explorer (sjá blogg). Núna er síðan niðri (án þess að eyða mikklum tíma í að rannsaka það þá virðist sem að þetta forrit virki ekki með Windows 7 því þetta tengdist eitthvað Windows XP Powertoys)

Allavegana.... þá er þetta forrit (eða clone) komið á Codeplex og er hægt að downloada því hérna (version 2.1). En auðvitað mæli ég með að skoða beta útgáfuna af nr. 3.  Hún er kannski ekki alveg tilbúin en er með "update" möguleika þannig þegar viðbætur koma þá er auðvelt að sækja þær!

 


Þetta er ekki alveg eins en betra en ekki neitt....

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/21/2011 at 8:45 AM
Tags:
Categories: Ljósmyndun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Hefur þig vantað að vita hvernig síðan þín lítur út í öðrum browser?

Þá er browsershots.org alveg málið! Það tekur að vísu dálítinn tíma að fá skjáskot af síðu (þ.e ef þú velur marga vafra). En það er hægt að kaupa aðgang að síðunni og þá gengur þetta hraðar fyrir sig.

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/26/2011 at 10:18 AM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Xmarks til að halda utan um bókamerki (bookmarks)

Með þessu Xmarks plug-in-i  get ég skoðað sömu linka heima og ég geri í vinnunni! Tær snildl!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/16/2011 at 5:29 PM
Tags:
Categories: tölvur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að setja upp forrit á nýrri tölvu

Snildar síða til þess að auðvelda þér uppsetningu forrita á nýrri vél! www.Ninite.com

  Bara velja forritin og smella á "Get Installer"! Gæti ekki verið auðveldara!


Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/23/2010 at 9:50 AM
Tags:
Categories: tölvur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Hlaupaleiðirnar mínar í Laugardalnum

Þær eru s.s ekkert voðalega langar miðað við það sem langhlauparar fara en ég hef bara engan áhuga á svoleiðis hlaupum (eða vexti). Yfirleitt fer ég styttri leiðina sem er 3,3 km en á fimmtudaginn fór ég þessa sem er 4,9 km. Það er virkilega gott að hlaupa svona úti og fá allt þetta súrefni sem maður missir af þegar maður er inni í vinnunni.

  (Mynd: 4.9 km)

 

  (Mynd: 3.3 km)

Teck-info um það hvernig ég náði þessari mynd. 

1. Setja upp Cropper  og hafa hann í gangi.

2. Fara á Borgarvefsja.is

3.  Stilla Cropper-num yfir það svæði sem taka á mynd af.

4. Í borgarvefsjánni skal smella á takkann "Mæla" (efst á skjá til hægri) og draga línurnar á kortið (til að enda mælingu þannig að það sé ekki lína sem standi út í loftið , þá er hægrismellt á kortið og síðan smellt á hvíta ferhyrninginn sem kemur upp).

5. Haltu síðan niðri Alt takkanum á lykklaborðinu og smelltu á Tab takkann og veldu Cropperinn.

6. Smelltu á Enter og Cropperinn tekur mynd af valda svæðinu og setur það í möppu.

 

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/19/2009 at 9:33 AM
Tags: ,
Categories: Heilsa
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

S#arp Architecture til að útbúa asp.net síður á auðveldan hátt

Þetta S#harp Architecture er eitthvað sem ég þarf að skoða betur. Þarna er t.d "Code generation" sem er mögulega eitthvað svipað og The Kinetic Framework (fyrrum NuSoft) sem maður notaði með CodeSmith til að útbúa CRUD (sem er nauðsynlegt fyrir alla alvöru gagnavirkni), í þessu er NHibernate notað undir niðri.

Þetta "framework" virðist síðan notast sérstaklega við TDD (Test Driven Developement) sem er mjög áhugaverður hlutur líka (sem ég geri auðvitað sjálfur í minni vinnu).

Ef ég fæ smá tíma til að leika mér að þessu þá læt ég kannski vita hvernig þetta virkar allt og gengur saman. Ég veit samt að ég hef alveg rosalega takmarkaðann tíma til að leika mér Cry! Það er eins og með Ninject  sem mig langar að skoða betur en get ekki vegna tíma.

 

Videó 

1. Introdction to S#arp Architecture

2.  Another look at Sharp Architecture: Validation, Design Decisions and Automapping

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/11/2009 at 7:00 AM
Tags: , , , ,
Categories: Tækni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Frí myndvinnslu forrit sem þú ættir að hafa á tölvunni þinni

Ég ætla að deila með ykkur tveimur GEYMSTEINUM í myndvinnslu! Ég bloggaði einusinni um "Video Ripping" en það er eflaust eitthvað úrelt væntalega!

1. Paint.net

Eflaust nota flest allir Windows Paint sem kemur með stýrikerfinu þegar þeir eru að vinna með myndir (ljósmyndir og teikningar) á einhvern hátt. Fæstir nenna því að verða sér útum Photoshope eða nenna að læra á það óhugnarlega flókna tól!

Ef þú ert einn af þeim sem nota Win Paint þá ættirðu að downloada Paint.net sem gerir öll (nema fyrir þá alllllra hörðustu) önnur myndvinnsluforrit óþörf.2. Prish Image Resizer

 Þetta er bara mesta snildartól sem ég hef komist í! Ég er alveg rosalega oft að lenda í því að þurfa að minnka/stækka ljósmyndir t.d til að setja hingað inn á síðuna. Með þetta forrit innstallað þá hægri smelli ég bara á viðkomandi mynd og segi í hvaða stærð ég vilji hana (get bæði sett hana í clippboardið (copy/paste) eða sett hana í nýja skrá.

Flestir downloada 32.bita útgáfunni nema að þeir séu með 64.bita stýrikerfi! Laughing Hérna downloadið þið þessu forriti! Forritið er komið á Codeplex núna. Hérna er upphafsíða forritsins og höfundsins fyrir áhugaverða. 

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/10/2009 at 12:00 PM
Tags:
Categories: Ljósmyndun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Video ripping

[Update] Fann þetta Microsoft® Expression® Encoder 2 Tria. Spurning um að einhver prófi þetta tól og láti mig vita!

Ég fékk spurningu um hvernig ætti að snúa sér í þessum málum og þó að það sé langt síðan ég gerði þetta seinast þá er þetta minsta mál í heimi ef maður hefur réttu tólin og góðar leiðbeiningar til að lesa.

Í fyrsta lagi myndi ég hlaða niður Auto Gordian Knot , sem er ótrúlega þægilegt tól (þegar ég var að gera þetta á sínum tíma þá var þetta MIKKKKKKLU flóknara en bara 'point and klick'. Að vísu er hann hættur að þróa tólið en hann hefur samt komið með eina og eina nýja útgáfu síðan hann hætt. Sú seinasta er frá seinasta nóvember þannig að þetta er mjög líklega í lagi fyrir allt sem þú ert að spá í.

Síðan myndi ég renna yfir aðal síðuna í þessum málum Doom9.net.  ENDALAUST af efni um það hvernig eigi að gera allt mögulegt í tengdu þessu máli!

Þegar ég var að skrifa þetta núna áðan (tók 5 mín), þá mundi ég eftir því að ég hafði skrifað svona samantekt á gamla blogginu mínu! Þar sem ég get ekki linkað beint í það ennþá þá set ég bloggið bara í heild sinni hingað inn!

Vonandi svarar þetta einhverjum spurningum þínum Baldvinn minn!? Tongue out Ef ekki þá er ég lens....

"Tæknisaga um kóðun á vídíó

Ég er búinn að vera að reyna að taka HDV (High Definition Video) af DV spólu yfir á tölvuna mína!

Forritin sem ég hef verið að nota eru eftirfarandi:
1. Windows Movie Maker (merkilega gott tól).
2. Gordian Knot (Stórkostlegt forrit fyrir DVD ripp)
3. River Past Video Cleaner (Umbreytir videó flest öllu í flestallt).
4. QuickTime Pro 7 (er ALLS ekki að gera sig!)

Ég byrjaði að taka vídeóið hrátt af DV-spólunni. Þar tek ég það á 25 Mbps. 60 mín taka c.a 5,4 GB af plássi á harðadiskinum. Langbesta forritið til að gera það var Windows Movie maker. Hægt væri samt að nota fortitin Sony Vegas Video 6 eða Pinacolstudios

Eftir það ættlaði ég að nota Gordian Knot til að breyta videóinu yfir í minni Divx avi skrá sem ég gæti ég gæti brennt sem SVCD á CD og DVD. EN NEI!!! þá kvartar forritið yfir þessari AVI skrá! Ég einfaldlega get ekki breytt skránni í Gordian Knot og önnur forrit gefa mér alltof stórar skrár!

En núna er ég búinn að breyta skránni í DV avi skrá með Windows Movie Maker þar sem ég fæ út 3,6 GB skrá! Núna er ég að reyna við Gordian Knot aftur og er að vona að það geti breytt skránni í stærðir sem passa á CD/DVD.

Núna spyr sig kannski einhver (ef einhver nennti að lesa svona lang!!) "Afhverju brennirðu ekki bara þessa 3,6 GB skrá ekki bara á DVD? Hún passar þar!".... já þar kemur inní vandamálið að skráinn er aðeins 15 mín af 60 mín!!!!! Ég hef ekki hugmynd afhverju hún kóðaðist bara að hluta inná vélina mína! Ég þarf s.s (60/15)*5,4=21,6GB af plássi á harða disknum mínum! Ég þarf að ríma fyrir plássi þannig að það komist fyrir....

Ef við tölum um tíma.. þá tekur...
1. Flutningur af videóinu inn á tölvuna = 60 mín.
2. Breyting í avi = 40-60 mín.
3. Önnur vinna...... er að skoða hvort ég kóði nr.1 beint í smærri avi!!

En ekki gleyma því að ég er líka að leika mér og læra nýja hluti og reyna ná sem ALLRA mestum gæðum... þannig að ég sætti mig ekki við bara eitthvað "point and klick og búið"..... Tækja rugglaðir skilja mig!

Hafði annars góða helgi... ég er að fara í ungbarnasund með littlu Ísabellu frænku í fyrramálið og síðan á árshátíð Símans annað kvöld! Já og keppa á sunnudaginn! .... jæja farinn að horfa á smá Scifi!!

UPDATE:
Ég var að reyna Vegas Video 4 og ég fékk bara fu**ing error!! Þetta ættlar að verða hellings vandamál!!! Verð að reyna þetta allt aftur bara þegar ég hef tíma!!! En endilega skoðið www.doom9.org þessa síðu með góðum upplýsingum um hitt og þetta tengdu vídeó.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/21/2008 at 10:32 AM
Tags: ,
Categories: Tækni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Útsýnið frá Furuási 21

Þessar myndir eru eiginlega ekki alveg nógu góðar til að lýsa útsýninu almennilega sem ég verð með! Mér finnst t.d Helgafellið vera mikklu stærra en það virðist á þessum myndum.  En það verður allavegana ekki byggt fyrir framan mig sem er MJÖG stór plús! Finnst ennþá ótrúlegt að ég hafi verið næst seinastur til að fá að velja lóð!

Þessar myndir eru settar saman úr 5-19 myndum úr littlu Samsung myndavélinni minni. Ég þarf að nota stóru Cannon vélina mína og taka 30 myndir til að gera þetta almennilega.

Síðan er mikklu flottara útsýnið þegar að er bara snjór í Bláfjöllum og skógurinn (Heiðmörk) grænn fyrir neðan. Síðan er bara nokkur sjarmi að hafa gömlu hesthúsin þarna fyrir neðan. Hver veit samt hvað verður um þau seinna meir. En hérna eru myndirnar sem ég er kominn með. Þegar ég er kominn með stofu (næstu plötu) þá tek ég aftur myndir og set hingað inn! 

UPDATE 

Þetta hérna er nokkuð mögnuð staðreynd um forritið AutoStrich sem ég notaði til að útbúa þessar myndir. "The University of British Columbia has also granted a commercial license to Industrial Light & Magic (ILM) www.ilm.com, a Lucasfilm Ltd. company, to use Autostitch software to produce panoramas for film production."

Forritið er frítt þannig að prófið það endilega (fullt af stillingum). 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/15/2008 at 9:10 PM
Tags: ,
Categories: Furuás
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

AboutCode program

Hver þekkir það ekki að koma að forritunar verkefni og hafa ekki hugmynd um það hvernig hlutirnir virka! Að koma sér inn í verkefnið krefst hellings vinnu við að skoða og debugga sig í gegnum kóðan. Oft eru verkefni ílla skjöluð og þekkingin er bara til í hausnum á hönnuðum kerfana (ég nb. ekki að tala um vinnuna mína þar sem allt er gert eftir hinum bestu stöðlum!!).

 

Ég ákvað því að útbúa lítið forrit sem ættli að geta hjálpað einhverjum til að skjala kóðann sinn.  Endilega prófið forritið, þegar þið eruð búin að afþjappa exe skránni þá getið þið keyrt það upp með Run->cmd og skrifa CodeFile.exe /? til að fá nánari upplýsingar um hvernig á að nota það.

 

Endilega komið með uppástungur um það hverju hægt væri að bæta við virknina (þetta er náttúrulega bjartsýni af hæstu gráðu, en hver veit s.s hver les þetta)!

 

Hérna  eru skref fyrir skref leiðbeiningar hvernig þetta virkar.

  1.


 

Hver kannast ekki við það að hafa ekki hugmynd um það hvernig uppbyggingin á projecti á að vera. Hvað á að vera í hvaða möppu og hvað gerir kannski einstaka skrá! Góðar nafnavenjur geta komið í veg fyrir miskilning og AUÐVITA allir HVAR 100 bls hönnunar skýrslurnar eru (já og eru búnir að lesa þær eða fá sýni kennslu!)

2.

 
Með þessu forriti er hægt að búa til "menskt-lesandi" texta (ekki xml heldur txt skrá) sem hægt er að nota til þess að koma nýjum forriturum fljótara inn í verkið.  Með þessum rofa (-x) þá verða til AboutCode.txt skrár í hverri undir möppu verkefnisins. Ég mæli með að keyra fyrst forritið upp með rofanum -c því þá verða skrárnar allar til á rótinni en dreyfast ekki út um allt undir tréð. Þannig geturðu skoðað hvort þetta sé eitthvað sem þú hefur áhuga á að skoða frekar, án þess að þurfa að hreynsa upp skárnar (search->delete).  Sjá skref 4 til að skoða innihald AboutCode.txt skrár.

3.AboutCode.txt skrár búnar til í hverri möppu og rót verkefnisins.

 

4.Hver skrá inniheldur svæði til að setja almennar upplýsingar, allar undir möppur viðkomandi möppu, allar skrárnar í möppunni og auka texta sem vilji er að skrifa inn.

 

5.

 

  Nóg er að keyra forritið beint til að útbúa xml skrá sem inniheldur allar upplýsingar úr AboutCode.txt skránum.

 

6.

 

  Svona lítur xml skráin út. 

7.

 

Lýsingu á hverri möppu eða skrá er bætt fyrir aftan ':' . Þetta gerir þeim sem vinnur með verkið auðveldara fyrir að komast að því til hvers er ættlast. Keyrum núna CodeFile.exe og sjáum breytinguna í xml skránni koma fram í skrefi nr. 8.

8.

 

 

9.

Næst skref er síðan að nota xml skjalið með xslt eða bara databinda við datagrid (eða einhverja aðra stýringu) til að fá "visual" útlit af upplýsingunum. (ég bæti kannski mynd af því við einn daginn). 

10.

Þar sem þessar txt skrár fara áfram með build ferlum (nema hægt sé að sérstaklega undanskilja þær)  þá þarf að passa upp á það að merkja þær í vefþjóninum að ekki sé hægt að oppna þær í gegnum browserinn.

Þekktir hlutir: Kemur vonandi í næstu útgáfu:

1. Íslenskur texti er í einhverju bulli hjá mér! Þið ættuð hvort sem er að commenta allt svona á ensku (eða ráða góðan íslensku kennara fyrir indverjan ykkar)!

2. Vantar að gefa viðvörun þegar verið að búa til AboutCode.txt skrár: "Do you realy like to override existing AboutCode.txt files? y/n"

3. Ætti ekki að yfirskrifa Other: hluta txt skránna. Nema mögulega með rofa. 

4. Það er CodeSmell af morgu þarna hjá mér og ég ættla að laga það einn daginn. Ég ættla t.d að bæta við LINQ->XML við þegar ég má vera að því! En eins og þeir segja "If something smells, it definitely needs to be checked out, but it may not actually need fixing or might have to just be tolerated." þannig að ég er slakur í augnablikinu!

 Hérna getið þið downloadað forritinu:

Codefiles.zip (7.50 kb)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 3/25/2008 at 1:50 PM
Tags: , ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

VARÚÐ: Tækniblogg

Ákvað að halda áfram að koma með smá tækniblogg. Í þetta skipti þá eru þetta nokkur alveg nauðsynleg forrit fyrir tölvumanninn.

 1. SlickRun. Forrit sem kemur í staðin fyrir "run". Windows+Q og þú kveikir á hvaða forriti eða heimasíðu sem er. Windows+J oppnar upp smá "gulir miðar" skjá þar sem þú getur punktað það merkilegasta niður. Lesa hjálpina
 2. Nodepad2 Þetta er sko nauðsynlegt forrit! Notepad á sterum ss. :-) 
 3. Firebug. Algerlega nauðsynlegt "plug-in" fyrir Firefox. Getur skoðað villur, debuggað síður og séð allar upplýsingar sem vefforritari þarf að hafa.
 4. IE developer Toolbar Þetta er svipað og Firebug en bara fyrir Internet Explorer.
 5. Reflector Tekur assemblies (dll) og gerir þér kleypt að skoða kóðan inn í þeim. Mæli með að þið prófið þetta! En nb. það er hægt að "læsa" ("ólæsa") dll-a þannig að þetta virkar ekki fyrir alla dlla.
 6. DebugView. Hef ekki mikið skoðað þetta tól en það grípur og birtir bæði kernel og win32 debug output. Þetta er svona meira "advanced" þannig að þetta er ekki fyrir alla.
 7. Process Monitor v1.25 . "Advanced monitoring tool for Windows that shows real-time file system, Registry and process/thread activity." Rakst á þetta og fannst það nógu áhugavert til að setja það hérna. Kannski ég prófi það einn daginn... :-)

Ég ættla mér síðan að uppfæra þennan lista við tækifæri. Það eru eflaust einhver önnur forrit sem eru mjög sniðug og sem hjálpa við alla vinnu. Endilega látið mig vita hvað þið eruð að nota og er ekki á þessum lista.

 

Hérna er síðan síða með fullt af skemtilegu stöffi... 

Currently rated 4.0 by 1 people

 • Currently 4/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 10/5/2007 at 5:30 PM
Tags:
Categories: Almennt Blaður | Tækni | Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed