10x meiri forritari

Það hafa allir heyrt eða hugsað um það að einhver sé "rosalegur forritari". Svona rokkstjarna sem er svo einhverfur og klár að hann sé á við 10 forritara. Þessi grein hérna 10x-developer-reconsidered  er helvíti góð.

Hún bendir einfaldlega á það að þetta sé ekki hægt að mæla. Eða það sé hægt en niðurstöðurnar "meiki ekkert sens"! 

En hann endar á punkti sem ég reyni alltaf að fara eftir

"What I do know is how I can, in a period of time, create 10 times as much value in the world of programming. It’s really pretty simple. I can, during that time, pair up with 10 less experienced developers and show them how to find solutions in minutes for things that would have taken them hours or days. I can make myself available to answer their questions. I can intervene at the point where they’d have thrown up their arms in frustration and despair and spent the rest of the day reading buzz feed and cracked. I can clear obstacles from their paths and help them get things done. I can get them excited about programming and enjoying their jobs."

Það er bara mikklu skemmtilegra að deila en drottna. Og ég held að með því að gera sjálfan mig "missandi" (v.s ómissandi), með því að deila þekkingu eins mikið og hægt er, þá verði ég frekar eftirsóttur en ekki. Ekki það að það hafi einhverntíman verið ætluninn.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/26/2015 at 10:19 AM
Categories: Almennt Blaður | Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að láta gulp tösk bíða eftir að build klárist

Þegar ég prófaði gulp um seinustu helgi þá lenti ég í því að gulp var enn að keyra þegar þegar kóðanum var publishað út á vefþjóninn minn. Ég minntist á þetta á Using Bower with Visual Studio og viti menn, núna er kominn tímabundinn lausn, Waiting for gulp tasks to finish in Visual Studio.

Ætli ég þurfi ekki að prófa þetta (í kvöld?) 

Update

Prófaði þeta og lenti í smá vandamáli sem leystist síðan. Það vantaði "-Version 2" inn í build event scriptu strenginn.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/25/2015 at 5:44 PM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Bækurnar mínar

Ég var að tengja bækurnar mínar á kindle amazon við Shelfari

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/22/2015 at 1:09 PM
Categories: Books
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að "Scrape-a" vefsíður

Það kallast víst stundum að stela efni en það er ekki mitt mál að blanda siðfræði við tæknina. Við skulum bara halda þessu klínísku hérna :-)

 Ég fann áhugaverða grein Web Scraping and Crawling With Scrapy and MongoDB sem er meira fyrir forritarana og síðan þessa hérna Imort.io sem er frítt. Þeir bjóða bæði upp á API sem hægt er að tengjast og desctop forrit sem er öflugara.

Ég hlóð Import.io niður og gerði ekkert með það í 2 daga og þá fékk ég póst frá þeim um að þeim grunaði að ég hefði ekki náð að nota forritið en þeir vildu að ég gæti notað það til að ná öllum þeim gögnum sem ég gæti af netinu því þeir trúa því að allt sem sé á netinu sér frítt.

Þeir bjóða manni að hafa samband við þá til að hjálpa við það að gera það sem maður þarf. Ég mun klárlega nota þetta forrit einn daginn. 

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/21/2015 at 10:42 PM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að hætta að nota nuget fyrir client side libraries og nota Bower í staðinn

Núna held ég að ég þurfi að fara að prófa að nota nýja "client side library" stuffið "frá" Microsoft.
 
Í haust las ég grein, Introducing Gulp, Grunt, Bower, and npm support for Visual Studio , eftir Scott Hanselmann og skildi bara ekki almennilega afhverju við ættum að hætta að nota nuget fyrir þessa hluti en nota nuget fyrir backend dótið!!?? Var það ekki bara til að auka við flækjustigið? Hvað væri ég að græða á þessu?

En í dag las ég þessa grein Using Bower with Visual Studio og þegar ég las þennann part hérna

"We can’t expect a developer who creates a fancy new JavaScript library to publish their library as a NuGet package. That developer might have nothing to do with the Microsoft ecosystem and expecting them to learn it so we can use their package is just not reasonable. This brings us to the current state of client side packages on Nuget. Many packages are not available on Nuget. Equally as frustrating, some packages are available but are horribly out of date. This seems to be getting worse lately."

... þá náði ég þessu... næsta skref verður s.s að setja upp project í kvöld og fara í gengum þessi skref til að prófa!
 
UPDATE: kl 23:45
Jæja búinn að setja þetta allt upp og þetta keyrir þetta fína. Núna er bara spurning hvað ég geri við þetta. Ágætis lærdómur að prófa þetta. Mér sýnist þetta vera ferlega öflugt saman. Þarf að gera eitthvað við þetta. Sjáum til hvað það verður :-)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/18/2015 at 11:27 AM
Tags: , , ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að forrita ajax köll á móti https þjónustu

Um helgina ætlaði ég að forrita smá á móti vefþjónustu þjónustu.

Ég ákvað að JsBin til að þróa af því að þetta var bara létt kall á móti þjónustunni þar sem ég ætlaði að nota gildi úr dropdown til að kalla á hana.

En um leið og ég reyndi að kalla á þjónustuna úr javascriptinu þá klikkaði allt.

Ástæðan? Jú "Cross-Origin Resource Sharing" eða CORS. Þetta hérna er annars mjög góð grein Making Cross-Domain Requests with CORS eftir starfsmann Twitter.   

Lausnin 

Þar sem ég hef enga stjórn JsBin umhverfinu þá hoppaði ég bara yfir í Visual Studio (sem ég vinn í daglega í).  Mér hafði bara þótt það overkill að gera þetta í VS. 

Til þess að fá þetta til að virka þá þurfti ég að bæta eftirfarandi xml-i við web.config undir <system.webServer>

<httpProtocol>

      <customHeaders>

        <add name="Access-Control-Allow-Origin" value="*" />

        <add name="Access-Control-Allow-Methods" value="GET, POST, OPTIONS"/>

        <add name="Access-Control-Allow-Headers" value="Content-Type, Accept, SOAPAction"/>

        <add name="Access-Control-Max-Age" value="1728000"/>

      </customHeaders>

</httpProtocol>

Það ætti að vera nóg að bæta við fyrstu línunni (<add name="Access-Control-Allow-Origin" value="*" />) en ég bætti við öllum þessum.

Þarna hefði allt átt að vera byrjað að virka en vegna þess að ég var að kalla á https (ssl) þjónustu þá virkar ekki að kalla á hana frá vefsíðu sem er http.

  ATH. Þetta virkar bara í IE. Þessi header er ekki settur í svarið í Chrome eða Firefox. Spurning að reyna þetta addon fyrir Chrome?

Og hvernig keyrirðu vef auðveldlega upp í https? Þú lest þessa grein hérna frá Scott Hanselman og notar IIS Express til að keyra projectið upp í ssl.

1. Setja web projectið á SSL Enabled = true

2. Bæta þessu  <binding protocol="https" bindingInformation="*:44302:localhost" /> við í ApplicationHost.config skránna.

3. Ræsa upp (F5) projectið.

4. Hægrismella á IIS Express í tray og velja https útgáfuna.

 

Núna geturðu byrjað að kalla á https þjónustuna út úr javascriptinni í  þróunarumhverfinu þínu. 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/16/2015 at 9:26 AM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Að búa til HTML5 og Javascript síðu aðeins með C# og XAML

Ég var að rekast á mögulega stórkostlega snild! www.cshtml5.com

Það hljómar rosalega vel að geta bara skrifað strongly typed kóða og kompilað hann bara yfir í html5 og javascript. En þetta er alls ekki tilbúið og hljómar eins og það klárist ekki fyrr en í lok árs allavegana (mögulega lengur).  

Hérna er eina video-ið sem ég fann sem fjallar um þetta project. Ég mun halda áfram að skoða þetta og mun blogga um leið og ný útgáfa kemur út.  

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/9/2015 at 4:04 PM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed