iOS forritunar videó

Jæja núna er ég búinn að forrita í Xcode/iOS/Objective-c í yfir 1 mánuð. Ég horfði á 2 fyrirlestra frá Standford áður en ég bara byrjaði. Það tók mig c.a 2 vikur að fara að ná þessu. Og þá meina ég 2 vikur seint á kvöldin, nokkrum sinnum í viku. Ég fékk (takk Elsa) síðan  að forrita nokkra heila helgardaga sem hjálpaði mér fljótt af stað.

Núna er svo komið að það er fátt að stoppa mig en ég er kannski ekki alveg 100% viss um hvað ég er að gera. En þar sem ég er reyndur forritari þá nægir það mér alveg að sjá dæmi um notkun og átta mig á því hvort það sé málið eða ekki. Ég kann s.s vel á google og StackOverflow .

En núna langar mig aðeins að taka þekkinguna upp á næsta level og tel ég að það sé best að gera með því að horfa á nokkur stutt og góð videó. Ég rakst á þessi hérna fyrir neðan og ætla ég að byrja á nr.1 og vinna mig í gegnum þau. Ég mæli með því að þú gerir það líka ef þú ert áhugasamur/söm um svona forritun.

 Robots & Pencils Academy - Teaching iOS

Currently rated 1.5 by 2 people

  • Currently 1.5/5 Stars.
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 11/2/2012 at 3:27 PM
Tags: ,
Categories: Forritun | IPhone | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed