8 vikna átak

Já það er rétt, það er þessi tími ársins aftur (sjá átakið í fyrra sem ég s.s klúðraði alveg ef ég man rétt)!

Heilsuátakið í vinnunni byrjaði áðan með fitu/vöðva/vökva- mælingu. Og auðvitað er ég búinn að veðja við vinnufélagana (Rannver, Karl og Eyrún) um það hvor nái betri árangri! Hlutfallsleg lækkun % er það sem mun skera út um það hvor okkar beri sigur úr bítum. S.s ef ég fer úr 10% fitu í 9% þá hef ég mist 10% en ekki bara 1%! Ætli Rannver kalli hafi það sem til þarf??? Sigurvegarinn fær fría máltíð á Nana Tai,lítinn bragðaref,nammi í poka og kók! S.s sukk verðlaun í boði! Cool 

Sá sem mældi okkur var Goran Kristófer Micic og gerði það með vél sem maður stigur upp á berfættur og heldur síðan í handföng. Hérna fyrir neðan er sjálf mælingin en ég vill samt benda á það að ég klúðraði þessu aðeins með því að drekka fullt af vatni og borða salt í gær (seinasta máltíðin)!

„The more hydrated a person is, the lower body fat reading. Along the same lines, the less hydrated a person is at the time of measurement, the higher the body fat percentage measurement.“
http://www.suite101.com/content/body-fat-percentage-a46513

 

Þetta reyndist síðan hafa þau áhrif að leiðnin verður meiri og því mælist ég með lægri fitu % en ég virkilega er með. Eflaust ætti ég að vera um 20%. Spurning hvort ég komist á þennan lista hérna -"Top 10 Worlds Fattest Animal"? Cool

 

En hérna er mælingin mín eftir 8 vikur þá mun ég setja inn aðra til að bera saman við þessa. Goran sagði mér að stefna að því að koma fitu kg niður í c.a 10-11 kg og bæta við vöðvamassa, það ætti s.s að vera markmiðið mitt næstu 8 vikurnar. Þetta verður klárlega gert!

 Ég er töluvert hrifnari af mælingunni hanns Gorans heldur en þeirri sem ég fékk í fyrra (sjá hér að neðan) því þar vantar meira af nákvæmum upplýsingum. Spurning að gefa sér síðna tíma til að bera þetta saman við niðurstöðurnar núna!

 

 

MJÖG áhugasamir geta síðan fylgst með árangrinum hérna á google docs.

Be the first to rate this post

  • Currently 0/5 Stars.
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 9/9/2010 at 10:55 AM
Categories: Heilsa | Keppni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed