Bearnaise sósu uppskrift eins og hjá Hammborgarabúllu Tomasar!

... eða allavegana eins og þessi hérna segir að hún sé gerð! Ástæðan fyrir þessu bloggi er sú að kokkurinn hérna í vinnunni (sem er SNILLINGUR) var með æðislega bearnaise sósu! Ég ætla að reyna að fá uppskriftina hanns og fá að pósta henni hérna! En ég veit allavegana tvennt úr henni! 1. Hann notar smjörolíu. 2. Hann býr hana til deginum áður en hún er notuð!

En hérna er Tomma uppskriftin! Njótið vel! Endilega látið mig vita ef þið gerið eitthvað annað! Ég t.d sé að hérna er engin bearnaise essens notaður! Hvað er annars bearnaise sósa?

Innihald (fyrir 8-10 manns):

4 til 5 eggjarauður
1 l niðursoðið smjör, skýrt smjör (smjötolía frá o.j.& kaaber)
tæp tsk. salt
1/2 msk. kjötkraftur
1/2 dl heitt vatni
1/4 dl ediksýra
ögn af gulum matarlit
tæp msk þurkað estragon

Best er að þeyta þetta með rafmagns-handþeytara eða bara venjulegum písk og láta skálina sem hrært er í vera í heitu vatnsbaði, t. d. bara setja heitt vatn í eldhúsvaskinn og hafa tappa í og setja svo skálina ofaní vatnið og hræra vel.

Eggjarauður, salt, ediksýra, kjötkraftur, estragon, og ögn af heita vatninu er sett í skál og stífþeytt í hitabaðinu. Síðan er smjörolíunni helt út í hægt og rólega meðan verið er að þeyta. Afgangur af vatni sett út í í lokin og ræðst magnið af því hversu þykk viðkomandi vill hafa sósuna.

Gott er að sjóða smjörið niður við hægan hita og fleyta ofan af því og setja svo það sem fer í sósuna í könnu og hella því rólega út í ef það er notað frekar en smjörolía.

Ath það er ekki hægt að hita þessa sósu upp heldur verður að láta hana vera í hitabaði ef á að geyma hana eitthvað (volg)

EN... það má líka nota sérstaka "SMJÖROLÍU" sem er seld í 10 lítra brúsum hjá O. Johnson og Kaaber hf. þá má geyma sósuna í nokkra daga í kæli/ísskáp og láta hana standa við stofuhita þegar hún er notuð síðar, en það borgar síg bara ef þetta er fyrir marga og gert oft. Olían geymist í nokkra mánuði.

Sósan er síðan best á bragðið ef hún er búin til degi áður (með smjörolíunni) og látin standa í 1 dag inn í ískaáp. Við þetta stóreykst bragðið af henni!

Be the first to rate this post

  • Currently 0/5 Stars.
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 5/6/2010 at 12:53 PM
Categories: Matur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed