Persknesk uppskift (Kjúklings Pomegranate Khoresh) og besta Nanbrauð í heimi! :-)

Um daginn ákvað ég að bjóða littlum hópi fólks í mat bara svona til að æfa mig fyrir nýja húsið. En málið er það að mér hefur verið í gegnum tíðina boðið reglulega í mat en hef ekki átt tækifæri á því að bjóða fólki til baka vegna aðstöðuleysis. En ég flutti í stærra húsnæði seinasta sumar en var bara ekki tilbúinn í eitthvað svona skemtilegt fyrr en núna um daginn. Félagsskapurinn og maturinn (þó ég segi sjálfur frá) var bara frábær og vonandi verður þetta eitthvað sem er komið til að vera!

   

En að uppskriftinni. Hugmyndin af því að búa til þennann rétt er kominn frá því að hafa smakkað hann hjá vinnufélaga mínum honum Róberti. Þessi réttur í hanns höndum er bara einn allra besti réttur sem ég hef smakkað! Hérna er upprunalega uppskriftin sem Róbert sendi mér fyrir áhugasama.

 

   

 Unirbúningstími: 40 mín.

 Eldamennska: 1 klst 45 mín.

Innihald í uppskriftinni fyrir 4.

 • 2 stórir laukar
 • 1 kg kjúklingalæri (bein og húð-laus). Lærin eru víst fitumeiri og halda því betur raka!
 • 5 matskeiðar olía eða smjög (ég setti 50/50)
 • 4 bollar (940 ml) granateplasafa (annars trönuberjasafa eins og ég notaði)
 • 1 bolla  afhítt smjörhnetugrasker (Butternut Squash). Skorið í teninga.
 • 2 bollar (250 gr) fínt malaðar valhnetur.
 • 1/2 teskeið af kanil
 • 1/4 teskeið af möluðu safron sem er búið að leysa upp í heitu vatni.
 • 2 matskeiðar af sykri (ég slepti þessu)
 • 1 teskeið salt
 • 1/3 bolli niður skornar sveskjur

 Eldun:

1. Byrja skal að brúna laukin og skjúklinginn í olíunni. Bæið saltinu við.

2. Hitið 2 matskeiðar af olíu og brúnið smjörnetugraskerið og setið til hliðar.

3. Setjið valhneturnar í matvinnsluvél með granateplasafa (eða  trönuberjasafanum) ,kanilnum, saffroninu og þeytið í kremað mauk.

4. Bætið smjörhnetugraskerinu,sveskjunum og maukinu í pottinn og hrærið rólega. Lokið pottinum og látið mallla í 1,5 klst. Hrærið af og til með trésleif til þess að hindra það að hneturnar brenni við.

5. Ef rétturinn er of þykkur þá má bæta við vatni til að þykkja. Metið það hvort hann sé of þykkur eftir c.a 10 mín í pottinum því safi úr kjötinu á eftir að blandast í réttinn. Bragðið af þessum rétti á að vera létt bland af súru og sætu (nb. ekker í líkingu við tælenskt súrt og sætt!!) með kanil bragði!

6. Ef þið finnið granatepla  fræ þá má strá þeim yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

Meðlæti:

 Tah-dig (sem þýðir víst stökkur á persnesku hrísgrjón:

Þessi hrísgrjón eru æðisleg. Málið er að kaupa basamati hrísgrjón (líklegast betra að hafa þau brún) sem eru þryfin upp úr vanti alveg þangað til öll sterkja er farinn úr þeim. Þetta tekur c.a 10 mín undir vaski (þegar þau eru hætt að gera vatnið hvítt þegar rótað er í þeim þá eru þau tilbúin til að elda).

Fyrst eru hrísgrónin sett í pott þar sem vatnið er látið vera 2 cm yfir og þau elduð þannig að þau eru næstum (eiga að vera aðeins stökk) tilbúin eins og venjulega. 

Því næst eru þau tekin úr pottinum og kæld undir vanti. Olía (góður slatti þannig að hún fljóti aðeins yfir kartöfluflögurnar) sett í pottinn og hituð upp í steykingu. Niðursneyddar kartöflu skífur eru settar í botnin og hrísgrjónin yfir. Alger nauðsyn er síðan að setja 1/2 teskeið af safrani (malað og leyst upp í  heitu vatni) út í pottinn til að fá það sérstaka bragð og lit. Gerðar eru 3 grannar holur ofan í hrísgrjónin til að hleypa út gufu. Hitnn er hafður mjög hár í 5 mín svo að hrísgrjónin verði smá steikt/stökk.  Eftir þetta eru þau látin malla í 1-1,5 klst. 

Lang best er auðvitað að fara á bloggið hjá Róberti til þess að sjá hvernig nákvæmlega á að gera þetta. Þar eru líka flottar myndir af eldamennskunni. Ég náði samt ekki að fá þessa skurn utam um hrísgrjónin og ekki heldur Róbert (skv. honum sjálfum) og því googlaði ég þetta aðeins og fann þá þetta vídeó þar sem notað er smjör og olía í grjónin! Mig langar ekkert smá til þess að prófa þessa uppskrift þó hún sé nú ekkert diet! Tongue out 

 

Sósa á hrísgrjónin:

Jógúrt sem saman er blandað slatta af myntulaufi og niðurskornum aggúrkum! Passaði rosalega vel með hrísgrjónunum!

 

Nan brauð:

Ég fór auðvitað alla leið með þetta og bjó sjálfur til nan brauðið. Þetta er Naan brauðs uppskriftin sem ég notaði sem grunn. Ef þið viljið vera extra flott á því þá er spurning að gera eins og Heston Blumenthal gerir en hann setur 2 "pizza steina" (veit ekki hvar er hægt að fá svona á íslandi samt) inn í venjulegan ofn til að ná eins líkum hita og hægt er í Tandori ofni.

 Unirbúningstími: 1 klst 45 mín. 

 Eldamennska:  15 mín.

Innihald:

 • 1 pakki af þurru geri.
 • 1 bolli volgt vatn.
 • 1/4 bolli hvítur sykur.
 • 3 matskeiðar mjólk.
 • 1 þeytt egg.
 • 2 teskeiðar salt.
 • 2 bollar af brauð hveiti.
 • 2 matskeiðar af pressuðum hvítlauk.
 • 1/4 bolli bráðið smjör.
 • 1/2 teskeið bökunarsóti (Baking Soda).

1. Leysið gerið upp í volga vatninu með 1 matskeið sykri í stórri skál og látið standa í 10 mín. En þá á gerið að vera orðið freyðandi.

2. Setjið restina af sykrinum,mjólkinni,egginu,saltinu,sótanum og hveitinu (nóg af hveiti svo það sé hægt að hnoða þetta).

3. Hnoðið í 6-8 mín á létt hveiti stráðu undirlagi.

4. Setjið degið í skál sem er látin ofan í t.d vask með volgu vatni. Setjið raka tusku yfir skálina og látið standa svona í 1 klst. Degið á þá að vera búið að tvöfalda sig í stærð.

5. Bræðið smjörið og bætið hvítlauknum við og látið standa í c.a 10 mín. Hnoðið síðan saman við degið.

6. Takið handfylli af degi (á stærð við golfkúlu) og hnoðið saman og setjið á bakka. Breiðið rakan klút yfir og látið standa í 30 mín.

7. Hitið ofnin í 220° og snúið við ofnapakka og rennið honum öfugt inn í ofnin ykkar (líka hægt að gera á pönnu). Setjið 1-2 deig kúlur á plötuna og setjið inn í ofin í c.a 1.5 mín max.

8. Opnið ofnin og penslið hvítlauksolíu á brauðin og lokið ofninum.  Hvítlauksolían er bara búin til úr olivíuolíu og mörðum hvítlauk áður en þú byrjaðir.

9. Takið hvítlauksbrauðin og setjið í lokanlegt box (t.d Macintosh dollu!).

 

Niðurstaða:

Vonandi hefur einhver gaman af því að fá þessa uppskrift þó aðal ástæðan sé auðvitað til þess að skrá þetta niður fyrir sjálfan mig til að muna! Næst er það eflaust Maróskt lamb ala Kalli og síðan "Súkkulaði kaka með pekanhnetum á la Fjóla/Tinna Systir". Hvernig getur fólki fundist leiðinlegt að elda mat spyr ég nú bara? Það er svo gefandi að gera eitthvað sem heppnast vel og aðrir kunna að meta! Just love it!! Embarassed

  p.s verð að muna eftir að setja hingað inn uppskriftina af indverska Vindaloo réttinum sé ég bjó til um árið! Tók mig 3 daga að búa til þann rétt!!

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/20/2010 at 10:29 PM
Categories: Matur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Bókin sem MIT notar til að kenna nemendum að forrita

Samkvæmt þessar grein, Should I go into software development? , þá er þessi bók  Structure and Interpretation of Computer Programs bókin sem allir verðandi (og verandi) forritarar eiga að  lesa.

"...when you complete it, you will know more about how to think about software development than most full-time programmers.....". Ekki hljómar það nú ílla!

Ég hef nú ekki heyrt um hana áður. Hefur einhver lesið þessa bók? Það eru allavegana mjög áhugaverðir kaflar í henni (sjá).Spurning að lesa þessa sem fyrst bara... hvenær ætli maður finni nú tímann í það???

Currently rated 5.0 by 1 people

 • Currently 5/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/16/2010 at 3:10 PM
Categories: Books | Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Blenderinn minn SPRAKK!!!

Ég mæli með því að setja vatn í blenderinn ykkar áður en þið setið hann í gang! Annars gæti endað fyrir honum eins og þessum þegar glerhörð jarðaberinn sprengdu sig í gegnum hann! Alveg glatað að þurfa að búa til shake í matvinnsluvelinni en þannig verður það bara að vera þangað til ég tími að kaupa mér nýjann!

Hérna eru annars myndirnar:Currently rated 2.0 by 1 people

 • Currently 2/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/7/2010 at 5:19 PM
Tags: ,
Categories: Almennt Blaður | Heilsa
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed