Erum við ein í alheiminum? Ekki séns segi ég!

Þ.e er líf á öðrum hnöttum? Eftir nokkuð mörg forritunarblogg þá ákvað ég að núna væri kominn tími á eitthvert af hinum stóru áhugamálunum, geimnum!

Ég ræddi þetta um jólin við einstakling sem hélt eflaust að ég væri rugglaður þegar ég hélt því framm að það væri alveg 100% á tæru að það væri líf á fleiri stöðum en á jörðinni og það væri alveg líklegt að það hefði komið í heimsókn hingað! Ég byrjaði að reyna að útskýra þetta en þegar ég varð þess var að mér væri ekki að takast að sannfæra hann ákvað ég að hætta en blogga um þetta við tækifæri!

Við skulum aðeins líta á stærðirnar sem við erum að eiga við í samhenginu ALLUR ALHEIMURINN. En við skulum byrja á minnstu einingunni og vinna okkur upp

1.

Jörðin er 40,000 km í ummál.

2.

Sólin er 150 MILLJÓN km frá jörðinni!  Eða 3750x ummál jarðarinnar! Frekar stór tala?

3.

Sólkerfið okkar er  risa stórt ef þú skoðar það svona: Leggðu skopparabolta 20 cm (sólin) á jörðina og labbaðu 800m (næstum kílómeter í burtu) og settu niður 1/3 úr nálarhaus (Pluto) og þá ertu kominn með stærðina á sólkerfinu! Það er ólíklegt að þú sjáir sólina einusinni með kíki! Sjá nánar. Plúto er s.s 6 MILLJARÐ KM að meðaltali frá jörðunni (á bilinu 4,4-7,4 milljarða)!

4. 

Það eru 4 ljós ÁR (tekur 4,2 ÁR að ferðast á ljóshraða (299,792,458 m/s)) að ferðast til næstu stjörnu (Alpha Centaury)!

 5.

Vetrarbrautin okkar er 100,000 LJÓSÁR í þvermál! Það tekur s.s 100,000 ár fyrir ljósið að ferðast milli enda þess! Sjá wiki vetrarbrautina.

6.

Í vetrarbrautinni eru 100-400 MILLJARÐA SÓLA! Sjá wiki vetrarbrautina. Á nóttunni þegar þú horfir upp í himinn þá eru allar stjörnurnar sem þú sérð sólir!

7.

Það eru mögulega 240 milljarðar vetrabrauta til! Sjá nánar. Fjöldi sóla eru þá 240 milljarðar x 100-400 milljarðar sóla en það er einhver fáránleg tala! Tongue out

8.
Ég mæli með þessu myndbandi til að átta ykkur á stærðinni! En ekki skyldi ég stærðina á stærstu sól sem hefur fundist (VY Canis Majoris) fyrr en ég horfði á þetta myndband The universe - How big are you? Alveg ótrúlegt hvað þetta er stórt!!

Alheimurinn er s.s RISA RISA STÓR. Það að halda að við séum bara ein útvöld til að vera til er bara ótrúlega mikill hroki

Ef Drake jafnan er notuð eru þónokkuð mikklar líkur á því að mjög mikið afgáfuðu lífi sé til í OKKAR vetrarbraut! Hvað þá einhverstaðar í hinum 240 milljarð vetrabrautana! Ég mæli með að þið prófið sjálf að slá inn í Drake jöfnuna til að prófa! Hérna er að vísu gagnríni á jöfnuna sem vert er að skoða líka!

Líklegt að einhver hafi komið í heimsókn til jarðarinnar?

Alheimurinn er á milli 13,5-14 milljarða ára gamall og elstu sólir vetrarbrautarinnar okkar eru 13,2 milljarðar en sólin og sólkerfið okkar er aðeins 4,57 milljón ára gömul.  Ef það tekur bara 100,000 ár að ferðast á milli jaðra vetrarbrautarinnar og líkur eru á þúsundum pláneta sem bera viti borið líf,eru þá ekki líkur á því að einhver (geta þessvegan verið könnunar vélmenni) hafi komið hingað í heimsókn? Það gæti alveg hafa gerst fyrir 1 milljón árum síðan eða 600 milljón árum! Mér finnst það bara ekkert ólíklegt!

Hérna er síðan ótrúlega gott kort sem sýnir hversu fáránlega stór allur alheimurinn er.. og þetta kort sýnir bara brot af honum og MINNSTI punktur á á bakgrunnsmyndinni sýnir ekki eina sól eða vetrarbraut heldur stærstu þyrpingar af vetrarbrautum (sjá superclusters á mynd)!! Bakgrunnurinn á myndinni sýnir t.d bara 1% af hinum sýnilega geim!!! Þeir sem eru með risastórann skjá ættu að smella á myndina og skoða hana stærri! 

Currently rated 5.0 by 1 people

 • Currently 5/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/24/2010 at 6:00 PM
Tags:
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

JSON (JavaScript Object Notation) gagna samskipta formattið.. :-/

Vá ég vona að ég hafi náð að þýða þetta ("JSON (JavaScript Object Notation) is a lightweight data-interchange format") rétt í fyrirsögninni! Þið leiðréttið mig bara ef þið hafið betri þýðingu/útskýringu!

JSON er mjög mikið notað í dag

1)

Með Ajax (Ajax er ekki skamstöfun (og skal því ekki vera skrifað sem AJAX) fyrir Asynchronous JavaScript And XML heldur "hraðritun" á Asynchronous JavaScript + XML) . Meira um hvað Ajax er hérna!

2)

Eða þá á til samskipta milli JQuery og Asp.net.

3)

Með WCF vefþjónustum. WCF er nýjasta nýtt (nokkra ára) í vefþjónustunum frá Microsoft.


 Videó

1)

10 mínútna byrjanda myndband um JSON.

2)

Hérna (Douglas Crockford — The JSON Saga) er mjög áhugavert myndband um sögu JSON frá "höfundi" JSON (hann setti JSON saman úr þáverandi tækni). Hann segir að forritari hjá Netscape hafi verið sá fyrsti um 1995 en hann byrjaði í þessu sjálfur 2000 og en lagði verkefnið á hliðina eftir að þeir náðu ekki að fá fjármagn (en þá var internetbólan ný sprungin). Hann setti upp 1 bls síðu json.org þar sem forritarar fóru að skoða og sjá og síðan um 2005 þegar Ajax er að taka á loft þá ákveður einhver (man ekki hver!) að nota JSON í staðin fyrir XML til að flytja gögn á milli. JSON er mikklu léttara en XML og því fullkomið í þetta verk (meira um JSON vs. XML).  

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/23/2010 at 6:00 PM
Tags:
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

DOM (Document Object Model) í vöfrum

Til þess að vita eitthvað um það hvernig vefsíða virkar þá er nauðsynlegt að vita hvernig DOM-ið virkar. Hérna eru nokkur virkilega góð videó um DOM-ið! Mæli með að horfa á þessi videó!

ATH! Það er ekki hægt að "scrolla" í gegnum þessi videó þannig að ef þið slökkvið á glugganum þá er ekki hægt að byrja þar sem þið hættuð! Var að lenda í þessu og þarf að horfa á fyrstu 10 mínúturnar aftur! Yell

 Douglas Crockford: "Theory of the DOM " (1 of 3) (mjög áhugavert vídeó um m.a sögu DOM-sins og "dús and dónts")

 Douglas Crockford: "Theory of the DOM" (2 of 3)

Douglas Crockford: "Theory of the DOM" (3 of 3)

 John Resig: "The DOM Is a Mess"

Essentials of the DOM and JavaScript in 10 Minute (hérna eru síðan fleiri mjög áhugaverð videó!) Mæli með þessum videóum þ.e þessum svörtu!

 

Hérna eru síðan tvær myndir sem ættu að útskýra myndrænt DOM-ið. Ég ætla ekkert að reyna að útskýra það eitthvað frekar!

Þessi mynd lýsir vafra glugganum og hvað DOM-ið inniheldur.

Currently rated 4.0 by 1 people

 • Currently 4/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/22/2010 at 6:00 PM
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

The JavaScript Code Quality Tool (JSLint)

eftir Douglas Crockford frá Yahoo (skrifaði bókina JavaScript: The Good Parts sem á víst að vera virkilega góð og hefur komð að hönnun á JSON).

JSLint er sniðugt tól til þess að fá upplýsingar um það sem betur mætti fara í Javascriptinu þínu! Prófaðu þetta á kóðanum þínum, gerði það á mínum og fékk fullt af athugasemdum! Tongue out

Síðan er hægt að nota þetta tól með Visual Studio þannig að þú gerir þetta próf bara beint þaðan án þess að þurfa að kópera innihald skránna á einhverja heimasíðu! Eða nota það bara beint frá command línunni.

Einnig er töff að nota Konfabulator Widged en hann er hérna.

 


Já eða ekki! Cool

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/21/2010 at 6:00 PM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Set stefnuna á MCTS gráðu á næstu 6 mánuðum

Ég er búinn að vera að spá í því lengi að taka Microsoft gráðu og 2x byrjað en lent þá í einhverjum verkefnum þar sem ég þurfti að vinna mikkla yfirvinnu! Núna þegar dagar yfirvinnunar eru horfnir á braun þá er kominn tími á það að henda sér í verkefnið! Ég hef ákveðið að gefa mér 6 mánuði til að taka þau tvö próf sem til þarf! Vonandi standast þessi plön! Endilega látið mig vita ef þið eruð með svona gráðu (eða aðrar tölvu/forritunar gráður) og hvernig þið æfðuð ykkur fyrir prófin!
 
Prófin sem þarf að taka eru þessi
Exam 70-536: TS: Microsoft .NET Framework – Application Development Foundation
Exam 70-562: TS: Microsoft .NET Framework 3.5, ASP.NET Application Development
 
Lestrarefnið fyrir þessi próf eru :
 
 
 
Ég er síðan búinn að kynna mér það að flestir mæla með því að fara í gegnum æfingarpróf frá Transcender. Hérna eru linkar á æfingarprófin.
 
 
 
Ég ætlaði síðan alltaf að fara til Bretlands til FireBrandTraining til að taka á 7 daga námskeið! En svona námskeið kostar í dag um 1 milljón og ég tími því bara ekki! Frown Það er síðan spurning hvort maður eigi að verða sér út um aðgang að LearnCertNow.com?

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/20/2010 at 6:00 PM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

JavaScript og JQuery vídeo

Datt í hug að einhver hefði áhuga á þessum vídeóum um JavaScript og JQuery. Þessi linkur inniheldur Javascript videó sem eru líka aðeins um Javascript í sögulegu samhengi (er þó ekki búinn að horfa á þetta sjálfur!).

Þetta er síðan Introduction to JQuery fyrir byrjendur.  Á síðunni eru síðan fullt af öðrum vídeóum um css/JQuery ofl. skoðið betur hérna!

"Video tutorials for learning jQuery from scratch" inniheldur nokkur góð videó!

Og hérna eru nokkur frí JQuery videó en til að sjá fleiri þá þarf að borga!

 

En ef einhver vill skoða lista af forritunarvideóum þá þarf sá sami ekki að leita langt.. á síðunni minni er rosalega langur listi af linkum á bæði frítt og borgað efni! Skoðið hérna "Videó linkar"

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/18/2010 at 5:34 PM
Tags:
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Bækurnar sem ég er núna að lesa

Mér datt í hug að telja upp bækurnar sem ég er að lesa þessa dagana. Ég er nefninlega oft með margar í gangi í einu. Skoðum hvað ég er/var að lesa!

Síðan er ég með fullt af öðrum bókum sem ég hef ekki byrjað á að lesa. Ég mun eflaust byrja á þeim á næstunni og þá set ég kannski aftur saman svona lista.

 

 

 The Color of Distance

Þessi bók svipar ótrúlega mikið til Avatar myndarnnar og mæli ég með henni ef þið hafið gaman af myndinni. Bókin er uppseld hjá framleiðanda en ég lét Nexus kaupa hana fyrir mig notaða (í mjög góðu ástandi). 

Dómur:

Bókin er mjög vel skrifuð og skemtileg. Hún er augljóslega skrifuð eftir konu því hún er tekur meira á tilfinningum og mannlegri sjálfskoðun sem karlmen skrifa sjaldnast um. Þetta hentar þessu umfjöllunarefni virkilega vel og erfitt hefði verið að gera betur.

Einkun: 8/10 (ég þarf meira af tækni og sprengjum :-))

Ég ætla samt að fara að panta framhaldið af þessari bók Through Alien Eyes. Það eru nú ákveðin meðmæli!

 

 It's Not How Good You Are, Its How Good You Want to Be: The World's Best Selling Book

Stutt,lítil bók um það að skara frammúr eftir mjög áhugaverðan mann, Paul Arden. Ég nenni yfirleitt ekki að lesa svona bækur en þar sem hún er með littlum texta á hverri síðu, fullt af myndm og mjög áhugaverðum texta þá læt ég mig hafa það! 

Dómur:

 Ótrúlega margt sniðugt og "common knowledge" í bókinni eins og t.d "DO NOT COVET YOUR IDEAS. Give away everythign you know, and more will come back to you" (eitthvað sem hinir "ómissandi" gera ekki (þið vitið hverjir þið eruð). Bókin inniheldur margar skemtilegar stuttar dæmisögur sem gaman er að lesa. Mæli með henni.

Einkun: 8,5/10 (erfitt að gera mikið betur með svona bók)

 

 

 Heilræði fyrir unga menn í verslun og viðskiptum

Dómur

Ég mæli einfaldlega með að lesa þennann hérna dóm um bókina. Ég er að lesa 2009 útgáfuna með rannsóknar formála um Schrader eftir Ásgeir Jónsson

Hérna fann ég úrtak úr þessari bók í blaðinu Veröld frá Winnipeg frá 1919 ef einhver hefur áhuga á að lesa það.

Einkun: ?/10. Ég er bara búinn með innganginn sem er þó 43 bls. Inganginum gef ég 9/10. Ég uppfæri þetta þegar ég hef lesið alla bókina.

 

 Physicsof the Impossibl

Dómur

Þetta er alveg svakalega áhugaverð bók. Ég er búin að blogga um hana 2x (hér og hér). Bókin inniheldur virkilega skemtilegar útskýringar á mannamáli um mögulega tækni framtíðarinnar. Hún er skemtilega uppbyggð í kafla eftir efni og líkindum á því að tæknin verði búin til. Þetta er svona uppflettibók sem maður þarf ekki að lesa í einni bunu!

Einkun: Af því sem ég er búinn að lesa þá gef ég bókinni 9.0. Ég hefði gefið henni 9.5 ef hún hefði líka innihaldið aðeins nánari tæknilegar skýringar. En fyrir einhvern sem hefur bara gaman af "popular science" þá er þessi bók mjög áhugaverð og skemtileg lesning.

 

 Use of Weapons eftir Iain M. Banks

 

  Dómur:

Ég er með þessa bók í láni frá Einari E. Þessi bók er sci-fi (auðvitað) og er sjálfstætt framhald af öðrum bókum hanns sem fjalla um "Culture" heiminn. Ég er kominn frekar stutt í bókinni núna en miðað við seinustu bækur sem ég hef lesið eftir hann þá hef ég engar áhyggjur af því að þessi bók svíki mig nokkuð! 

Einkun: ?/10 

 

   

Contrasting Christianity and Islam

 Dómur

Vegna óróa í heiminum í dag fannst mér ég þurfa að kynna mér Islam. Sérstaklega eftir að hafa hlustað á þátt á Útvarpi Sögu í gær. Ég hef ákveðið að kynna mér þetta mál áður en ég felli einhvern lokadóm en það er óhætt að segja að maður sé þónokkuð mikið uggandi eftir að hafa hlustað á þáttinn. Mönnum er greinilega ekki sama sbr. t.d þennann hérna.

Einkun: ?/10. Ég eiginlega veit ekki hvort ég eigi að gefa þessu dóm því að þetta er skrifað af  mjög kristnum (greinilega) mönnum. En þetta er einkar áhugaverð lesning ef maður hefur í huga að þetta eru alls ekki hlutlaus skrif. 

Spurning hvort einhver sé með mótrökin handa mér? Þ.E tilvitnanir í staðreyndir um málið en ekki eitthvað raus sem er tengt trúarlegri tilfinninu takk fyrir! Vinsamlegast vera málefnanleg og ræða málin á vísindalegum nótum (gengur það saman? Vísindi og trú? Eflaust ekki...)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 2/7/2010 at 7:00 PM
Categories: Books
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed