Besta kjöt marenering í heimi og hvernig á að gera kjötið meirt

Ég fann ekki uppskriftina að mareneringunni fyrr en eftir þónokkra leit og því vildi ég bara henda henni hingað inn svo ég geti fundið hana seinna þegar ég þarf á henni að halda! Uppskriftin er kominn frá mömmu sem fékk hana eflaust einhverstaðar annarstaðar frá!

Fyrst skal kjötið lagt í maukaðann ferskan ananas. Finnið eins grænann ananas og þið getið! Í ananasnum er enzim sem brítur niður trefjarnar í kjötinu og gerir það meirt. Kjötið má alls ekki liggja lengur en 1 dag í maukinu. Kjötið verður bara að sósu ef það er gert! Kjötið er auðvitað geymt í ískáp. Kjötið er síðan bara skolað í köldi vantni og mareneringunni hellt yfir kjötið.

Mömmu Mareneringinn

1 dl sojasosa
5 hvítlauksgeirar (maukaðir)
3 cm engifer (maukað)
1 teskeið Cumin (alls ekki Kumen)...
1 teskeið paprikuduft
1 matskeið Didjon sinnep
3 matskeiðar steinselja (fint skorin)
3 matskeiðar púðursykur


 Kjötið er síðan látið liggja i leginum í  2-3 daga! Ég mæli með 2 dögum min!

 

Hvernig skal grilla kjötið til fullkomnuna

 1. Hitið grillið.
 2. Lækkið aðeins í logunum.
 3. Setjið kjötið á grillið í 5 mín á annari hliðinni.
 4. Snúið kjötinu við og grillið í 3 mín.
 5. Alls ekki láta kjötið brenna!
 6. Takið kjötið af grillinu og pakkið því inn í álpappír og setjið á grillið í 10 mín. NB. slökkvið á grillinu!
 7. Takið kjötið í álpappírnum og vefjið því inn í handklæði/viskustykki og látið kjötið eldast í 25 mín. Þannig sér hitinn í kjötinu um að elda það í gegn! 

 Ef þetta er gert t.d við úrbeinað lambalæri þá fáið þið ótrúlega meirt og gott kjöt! Endilega látið mig vita ef þið prófið þetta því það er gaman að vita hvernig öðrum gengur með þetta!

 


Þetta er mynd af úrbeinuðu lambalæri rétt áður en það fór á grillið!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/20/2010 at 4:38 PM
Categories: Matur
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Langar í Illy kaffivél

Hrafn bróðir sendi mér þennann link á þessa Illy kaffivél! Hrikalega langar mig í eina svona! Vélin notar svona hylki þannig að þetta er fljótlagað og ekkert subbulegt! Ég kaupi svona einn daginn... ég lofa því!!! Þetta er s.s með ódýrari kaffivélum.. c.a 50,000 kr. en það er samt meira en ég hef efni á í dag!Frown

Þetta er Illy vélin! 

En auðvitað væri ég líka til í þessa! :-)

 

Þetta er þokkalega eitthvað sem mig vantar stundum! :-)

 

Ég myndi aldrei vilja þetta listaverk en það er samt töff!

   

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/18/2010 at 6:00 PM
Tags:
Categories: Almennt Blaður
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Merkustu hlutina á árinu 2009 hjá NextBigFuture.com! Mjög skemtileg lesning!

Eins og hægt er að lesa á space-blogginu mínu þá eru ótrúlegir tímar í gangi! Ég hef bara ekki við að lesa um þessa hluti og þá aðalega á NextBigFuture.com og mæli ég því með að lesa þá síðu ef þið hafið áhuga á því að vita hvað er að gerast í tækniframförum í dag!

Ég mæli með því fyrir þá sem hafa ekki skoðað þessa síðu að skoða yfirlit yfir merkustu hlutina á árinu 2009 hjá NextBigFuture.com.  Þarna er búið að skipta niður í flokka eins og Space,Enegy,Medicine, Computers and Communication,Nanotechnology,Environment,Transportation! Þannig að það ætti að vera eitthvað fyrir alla! Cool


Spurning að kaupa svona og vera í þessu í vinnunni? Cool?

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/13/2010 at 6:47 PM
Categories: Tækni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Smá Karma póstur

Já var komið dálítið langt síðan ég bloggaði eitthvað! En þar sem ég loksins tók eitt stig inn fyrir Karmað áðan þá vildi ég bara skrá það niður!

Var að koma út úr Lyfju í Ármúla áðan þar sem gamall maður var að reyna að labba niður stigan og þar sem það er ekkert handrið þá var hann allur boginn við að reyna að halda í tröppurnar! Hann var greinilega á leiðinni í leigubíl sem var lagður þarna alveg við en leigubílstjórinn sat bara og horfði á! Ég bauð manninum hjálparhönd niður stigan sem hann þáði. Við það að sjá mig hjálpa manninum þaut leigbílstjórinn út og aðstoðaði gamla manninn restina af leiðinni. Sá gamli þakkaði mér vel fyrir hjálpina. 

Ég mæli með því að fólk bjóði frekar hjálp sína heldur en að þora ekki að gera neitt, og sjá svo eftir því. Þetta er eins og í ræktinni, ef ég sé einhvern að gera eitthvað vitlaust sem getur slasað þau þá bíð ég þeim aðstoð. Að vísu hef ég verið rekinn í burtu fyrir afskiptasemi Tongue out en ég læt það nú ekki stoppa mig!


Maður á leið niður stiga (hefði alveg verið til í að hjálpa Buzz Aldrin..össss)

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 1/11/2010 at 8:42 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed