Hrikalegt ástand! 8 vikna átak ofan á ALLT saman byrjaði í GÆR!

Já ekki kom ég vel út úr fitumælingu hérna í vinnunni í gær! Svo ég afsaki mig aðeins þá er ástæðan fyrir þessu versta formi mínu í c.a 4 ár tilkomið af því að hafa ALLTOF ALLTOF mikið að gera! Ég er búinn að taka ákvörðun um það að láta það ekki eyðileggja líf mitt og heilsu og hef því ákveðið að taka á þessu máli ekki síðar en Í GÆR! Því ætla ég að taka þátt í heilsukeppninni í vinnunni og vinna hana!

Ég reyndirst vera 93 kg, 18,9% fita. En það eru 18 kg fita!! BMI stuðullinn (sem er handónýtur fyrir þá sem eru t.d stórbeinóttir eða með vöðva) sagði mér að ég væri í ofþyngd (25.82 BMI).

Mjaðmirnar eru 109 cm og mittið 96 cm. Heildar hitaeiningar ftunnar minnar eru 137,651 kkal. Og þar sem lámarkshitaeiningaþörf mín á dag á að vera 2003 kkal þá tekur það mig 69 daga á aðeins vatni að losna við allt þetta (137,651/2003).

En auðvitað þarf ég ekki að losna við þetta ALLT saman! Á þessum 8 vikum þá væri ég mjög sáttur við að komast í 10-12 % fitu (nb. þetta er keppni og ég ætla að vinna). Til að komast í 10% fitu og vera í 86-88 kg (því ég vil auðvitað smá vöðva líka), þá þarf ég að ná af mér c.a 8,5  kg af fitu og bæta á mig 3-4 kg af vöðvum

Er þetta gerlegt á 8 vikum eða 56 dögum? Hvert kg af fitu er þá 137,651 kkal / 18 = 7647 kkal. Það þýðir að ég þarf að brenna 8,5 kg * 7647 kkal = 65002 kkal á 56 dögum. Eða 1161 kkal Á DAG ALLANN TÍMANN!

 Ef ég skoða þessa síðu sem er með yfirlit yfir það hvað hinar mismunandi æfingar brenna mikklu þá komst ég að því að það væru í raun fáar æfingar sem ég gæti gert til að ná þessu! Eiginlega komu bara tvær æfingar til greina.

1. Bringusund í 120 mín = 1224 kkal

2.  Hlaupa á 10 km/h = 1376 kkal

 En þar sem ég mun aldrei nenna í lífinu að hlaupa hratt í 2 klst í senn þá á þetta ekki eftir að gerast! Ég gæti alveg spilað körfubolta í 2 klst en það eru aðeins 1024 kkal. En vandamálið er að tímabilið er búið og þegar sumaræfingarnar byrja þá verða bara c.a 2 æfingar í viku!

Niðurstaðan:

Ég sé það í hendi mér að ég muni þurfa að koma orkuneyslunni (mat) eitthvað vel niður fyrir 2003 kkal á dag líka! Mataræði er 70-80% af því að ná árangri! Ég mun reyna að brenna meira með því að hlaupa úti í þykkri peysu til að brenna meira og lyfta mjög hraustlega (meiri massi = meiri brennsla).

Keppnin hérna í vinnunni ber heitið "Six pakkar og Bikiniform" og þessvegna er það mitt markmið að stefna á six pakkinn eins og öllum grunnhugsandi karlmönnum dreymir um! Fyrirmyndin er auðvtitað Brad Pit í myndinni Fight Club. Brad Pit var 36 ára þegar hann lék í þeirri mynd og því ætti aldurinn ekki að þurfa að stoppa mig! Hérna er síða með prógramminu hanns. Hann borðaði 6 littlar máltíðir á dag og endaði síðan í 5-6% fitu þannig að það eru nú ekki mikklar líkur á því að ég nái honum Yell... en ég reyni mitt ALLRA besta núna! Kannski er málið að stefna frekar á Troy Lookið hanns?

Ég ætlaði nú aldrei nokkurntíman að birta af mér einhverja "nektarmynd" á netinu EN þessi mynd hérna verður vonandi hvati minn til að komast aftur í það svaka form sem ég var t.d bara seinasta vetur (í raun alveg þangað til í haust). Á næstu mynd sem ég birti verður vonandi hægt að fjarlægja strikið í gegnum jafnaðarmerkið!! Cool

 

 Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með æfingunum og kg fjöldanum í æfingadagbókinni minni!

Og að lokum smá speki frá mér "Það eru öfgarnar sem gefa lífinu lit"! Og ég tel mig eiga FULLT af litum! Sealed

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/29/2009 at 10:02 PM
Categories: Heilsa | Keppni | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (6) | Post RSSRSS comment feed

Buggaður kóði

 

Greinilegt að sumarið er að koma! 

 

En svona til skemtunar þá má benda á það að upprunalega er "Debug" komið frá því þegar fyrsta tölvan (notuð í heimstyrjöldinni) var hreinsuð af skordýrum. Skordýrin leituðu í svo kallaða lampa sem voru notaðir í stað Transistora sem eru notaðir í nútíma örgjörvum. Ég nenni eiginlega ekki að grafa upp linka á þetta en ef einhver er í stuði þá má hann bæta því við! Tongue out

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/28/2009 at 11:32 PM
Tags: ,
Categories: Forritun | Tækni | tölvur | Vinnan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Sjálfsvorkun

Rosalega er ég búinn að hugsa mikið um það undanfarið hvað ég hefði ekki viljað vera fastur með þetta helv*tis hús! Þvílík vinna við að koma þessu í loftið... og ofan á allt annað sem ég er að gera!

Öddi félagi er t.d að flytja núna í flotta glænýja íbúð sem er á mjög góðu verði! Áhyggjulausa lífið hjá honum... ekkert búinn að fjárfesta... getur bara leigt flotta íbúð, keypt plasma og heimabíó, ferðast og gert það sem hann vill! 

 Væri alveg til í að geta bara slappað af og notið lífsins... þetta sumar á eflaust eftir að verða meira vinnu sumar heldur en það seinasta en þá átti ég til að vinna yfir 90 yfirvinnutíma... auk þess sem ég tók ekkert sumarfrí! 

Auðvitað veit ég að það að mjög margir hafa það mun verra en ég (ennþá allavegana). Það er samt ekkert til að vera ánægður yfir!  Ég svo sannarlega vorkenni þeim sem eru í verri málum en ég og eiga þar að auki börn! Ætli ég verði ekki bara að vera ánægður í augnablikinu að eiga ekki börn!!?

 En já þá er þessum þunglyndispósti lokið... verð bara að muna það að þessu á öllu eftir að ljúka einn daginn og því engin ástæða til að fara yfirum. Ég hef alltaf trúað því að ef maður vinnur í sínum málum og gerir sitt besta þá "reddast þetta allt"! Sama á við hérna!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/28/2009 at 1:28 PM
Categories: Almennt Blaður | Furuás | Kreppan 2008 | Þjóðfélagið
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Dáinn Hrafn

Mér alveg snarbrá um daginn þegar ég oppnaði russlatunnuna heima hjá mér um daginn. Þá blasti við mér risastór Hrafn sem nágranninn hafði greinilega sett í russlið. Ég veit ekki hvernig hann lést, vonandi var það bara af náttúrulegum orsökum!

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/22/2009 at 3:21 PM
Categories: Almennt Blaður | Dýr
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (4) | Post RSSRSS comment feed

Cold Fusion í 60 mín í USA á morgun

Svakalegar fréttir ef þetta er á leiðinni. Þá held ég að okkar "fría ódýra" rafmagns orka í fallsvanti orðið úrelt! Sjáið heimasíðu SuperWaveFusion til að sjá klippuna úr 60 mín.

 Til að fá nánari upplýsingar um það sem er að gerast í Cold Fusion þá skulið þið lesa um það á Next Big Future.

 

 

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/18/2009 at 2:06 PM
Categories: Tækni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Ný leið til að ferðast Á hraða ljósins komin?

Já það er spurning!! Ég virðist ekki finna mikið um þetta Advanced Electric Propulsion Linear Electron Beam Particle Accelerator (LINAC) . En þeir halda því fram að þeir séu búnir að finna leið til að ferðast í geimnum á hraða nálægt ljóshraða. Til Mars á nokkrum vikum og vil Aplpha Centauri (næsta stjarna við okkur) á 5 árum!

 Ég held að þessi grein eigi við það sama og þeir eru að tala um. Einnig er grein frá NASA (A new kind of electrostatic propulsion from fractal space-time physics) sem er mögulega um það sama!

Hérna er síðan sá eini sem ég fann sem talar á móti þessu og gefur sín rök. Ég hef ekki hugmynd um það hvort hann hefur eitthvað til síns máls! Þetta er bara langt fyrir ofan mína þekkingu. En ég hefði nú samt haldið það að ef það væri eitthvað til í þessu þá hefðum við séð rosalegar fyrirsagnir í blöðunum... en það vill eflaust engin birta grein um svona mál fyrr en það er komin sönnun (framkvæmd) á því að þetta virki!

En eins og kom fram í blogg greininni minni "Á hraða ljóssins: Geimskip á þeim hraða fyrir lok ÞESSARAR aldar!" þá halda sumir að þetta takmark sé mögulegt!

En kannski er þetta fyrirtæki NLS Propulsion bara snáka olíu sölumenn í geimnum!!? Ekki er heimasíðan þeirra allavegana mjög traustvekjandi!!

 

Ef einhver nennir að "rannsaka" þetta mál frekar (með hjálp Google) þá má sá hinn sami endilega kommenta með linkum við bloggið! 

 Annars fann ég einnig þessa grein "Spaceship Could Fly Faster Than Light " (síðan í ágúst 2008) en hún er um fræðilega möguleikan á því að fara hraðar en ljósið með hjálp "dökks efnis" en til þess að það tækist þyrfti að breyta ÖLLUM massa JÚPITERS í hreina orku til að knýja 10m langt geimfar á þennann hraða! Þetta er því ekki líklegt til að fara í framleiðslu á næstunni! Laughing

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/15/2009 at 12:00 PM
Tags:
Categories: Tækni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (1) | Post RSSRSS comment feed

Littli bróðir bara í sjónvarpinu!!!

Hann Hrafn bróðir er tekin til viðtals útaf mögulegu framboði háskólans á sumar námi. Hægt er að horfa á þetta hérna á rúv.

Ég ákvað að taka bara niður viðtalið því þessar fréttir eru bara geymdar í 10 daga!

FRÉTTAMAÐUR

"Ætlarðu að vera í námi í sumar?"

HRAFN

"Ég bíst við að fara á fundin sem er núna hvað á fimmtudaginn þar sem á að kynna kúrsana hérna úti í háskólabíó. Ef ég sé eitthvað sem gagnast mér þá bíst ég við að ég velji mér  eitthvað sniðugt. "

FRÉTTAMAÐUR

 "En ertu búinn að fá vinnu annars?"

HRAFN

"Já ég er með fasta vinnu. Ég er búinn að vera í vinnu núna í vetur með námi þannig að ég get nýtt mér það í sumar."


Náði nú ekki betri mynd en þetta þrátt fyrir margar tilraunir! Hrafn þú sendir mér bara aðra mynd úr þessu viðtali ef þú ert ekki sáttur við þetta! En ég er búinn að fá komment frá stelpunum eins og "Voðalega er bróðir krúttlegur " þannig að þú stóðst þig vel!! Cool

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/14/2009 at 9:56 PM
Categories: Fjölskyldan
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Scriptað INNSERT beint upp úr töflu

Hver kannast ekki við það að þurfa að útbúa til INSERT úr gögnum í töflu í sql??? Laughing Þú ert með t.d töflu með gögnum á t.d test servernum og ætlar að færa þau gögn yfri á dev þjónin!

Venjulega spólar maður gögnunum útí kommu (,) skipta skrá og notar t.d excel (eða macro) til að setja inn INNSERT,Töflunafn, sviga, kommur,VALUES,einfaldar gæsalappir texta ofl... alveg óþolandi andavinna þó notað sé excel eða macroar!!

 Ég fann 2 forrit sem geta hjálpað við þetta. Það seinna er TÖLUVERT öflugra en það fyrra! Mæli með að setja það upp!

1. Generating INSERT statements in SQL Server

En hérna er lítið forrit sem gerir þetta allt fyrir okkur:

 Eftirfarandi aðgerð:

exec dbo.insertgenerator CustomersTable
 Skilar af sér þessu hérna:
INSERT Customer(Id,Name) VALUES('0A2D5544-ACEE-DD11-A239-0050569F32EE','Jón')
INSERT Customer(Id,Name) VALUES('10B8DBAD-42D6-46E5-B787-531CEEFF7526','Bibbi')
INSERT Customer(Id,Name) VALUES('42BDCDBE-B384-4323-8F1E-CB9367A65075','Bubbi') 
 Ég er ekki búinn að prófa þetta ennþá því ég er heima núna í páskafríi (ég skrifaði þetta blogg á sunnudaginn). Ég læt vita hvort þetta tól standi undir væntingum!

 

2. Microsoft SQL Server Database Publishing Wizard 1.1

 

  Einnig fann ég þetta snildar tól Microsoft SQL Server Database Publishing Wizard 1.1 sem gerir þetta sama en töluvert meira samt líka. Með því geturðu valið gagnagrunn og tekið allt (töflur,stefjur,view og GÖGN) úr honum í EINA skrá og notað hana síðan til að búa til gagnagrunninn aftur. Með þessu tóli geturðu t.d valið einhverja töflu og valið að taka bara út úr henni gögnin og þá útbýr hún INSERT stefju út úr öllum gögnum í töflunni! Þetta er eiginlega sniðugra tól en fyrra tólið! 

 

 3. Sql Server Management Studio 2008 R2 (update 25.Jan 2012)

Ég var að finna þessa grein á StackOverflow um hvernig ætti að gera þetta í gegnum SSMS. Þetta er snild fyrir m.a insert. Ég ákvað að þýða ekkert þennan hluta á íslensku!

 

 1. Right click on the database name
 2. Choose Tasks > Generate scripts
 3. Depending on your settings the intro page may show or not
 4. Choose 'Select specific database objects',
 5. Expand the tree view and check the relevant tables
 6. Click Next
 7. Click Advanced
 8. Under General section, choose the appropriate option for 'Types of data to script'
 9. Complete the wizard

 

 3. bcp utility (update 25.Jan 2012)

Þetta bcp utility er síðan einhver önnur leið með því að nota bara hráa skrá (held ég). Ég var ekkert að skoða þetta en set þetta til hliðar í minnið ef ég skyldi þurfa að gera þetta aftur!

You will then get all of the INSERT statements for the data straight out of SSMS.

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/14/2009 at 1:30 PM
Tags: ,
Categories: Forritun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Tók upp minn fyrsta puttaferðalang í dag!

Það er eiginlega stórfurðulegt að ég hafi ekki tekið upp farþega fyrr en núna! Fyrir rétt rúmu 1 ári síðan þá reyndi ég að taka upp ferðalang en var of seinn!

Í dag var ég að keyra inn í Garðarbæ til að fara í 10/11 og keyrði framhjá puttaferðalang á Reykjavíkuveginum. Ég keyrði framhjá honum án þess að pikka hann upp því að ég hugsaði með mér að hann væri örugglega á leiðinni til Reykjavíkur. En þegar ég var kominn nokkur hundruð metra framhjá honum fór ég að hugsa um það hvað í ósköpunum ég hefði annað að gera á páskasunnudegi?!! Ég snéri því við á næstu ljósum í Garðabæ og snéri við til að taka manninn upp.

Það kom í ljós að strætó gengur ekki í dag því það er of dýrt að borga 3 föld laun til strætóbílstjóra á hátíðisdögum sem þessum og því gat hann ekkert annað gert en að húkka far.

Þetta var strákur á svipuðum aldri og ég (kannski 4-5 árum yngri) held ég. Hann reyndist vera atvinnulaus sjómaður að vestan. Á leiðinni sagði hann mér það að hann væri í rauninni á götunni en þyrfti samt SJALDNAST að sofa úti! Hann var á leiðinni til hjálpræðishersins til að fá sér að borða! Ég skutlaði honum alveg upp að dyrum hersins!

Hann var nokkuð bjartur þrátt fyrir stöðu sína og talaði um IMF og fréttir við mig. Ég átti erfitt með að segja honum að ég inni í banka! Ótrúlegt að maður taki þetta ástand til sín þó ég hafi ekki átt neinn beinann eða óbeinan þátt í hruni efnahagskerfisins! 

Hann sagði mér að hann ætti við drykkjuvandamál að stríða en væri orðin það þreyttur á þessu ástandi að hann ætlaði að láta svifta sig til þess að komast inn á stofnum í þeirri von að hann myndi ná sér út úr sínum vandamálum! Ég óskaði honum góðs gengis og vona virkilega að honum gangi vel að leysa úr sínum vandamálum.

Smá samvisku spurning til þín lesandi góður: Hvað hefur þú gert til að gera einhverjum lífið auðveldara? Ég mæli alveg með þessu... þetta er kannski að einhverju leiti sjálfselskar gjörðir.. þ.e að gera eitthvað sem lætur þér líða vel.. en er það ekki í lagi ef þú lætur einhverjum öðrum líða vel líka?

 


Ég held að við þurfum ekki að hafa mikklar áhyggjur af þessu! Puttaferðalangar eru flestir bara eins og ég og þú!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/12/2009 at 2:34 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (4) | Post RSSRSS comment feed

Frí myndvinnslu forrit sem þú ættir að hafa á tölvunni þinni

Ég ætla að deila með ykkur tveimur GEYMSTEINUM í myndvinnslu! Ég bloggaði einusinni um "Video Ripping" en það er eflaust eitthvað úrelt væntalega!

1. Paint.net

Eflaust nota flest allir Windows Paint sem kemur með stýrikerfinu þegar þeir eru að vinna með myndir (ljósmyndir og teikningar) á einhvern hátt. Fæstir nenna því að verða sér útum Photoshope eða nenna að læra á það óhugnarlega flókna tól!

Ef þú ert einn af þeim sem nota Win Paint þá ættirðu að downloada Paint.net sem gerir öll (nema fyrir þá alllllra hörðustu) önnur myndvinnsluforrit óþörf.2. Prish Image Resizer

 Þetta er bara mesta snildartól sem ég hef komist í! Ég er alveg rosalega oft að lenda í því að þurfa að minnka/stækka ljósmyndir t.d til að setja hingað inn á síðuna. Með þetta forrit innstallað þá hægri smelli ég bara á viðkomandi mynd og segi í hvaða stærð ég vilji hana (get bæði sett hana í clippboardið (copy/paste) eða sett hana í nýja skrá.

Flestir downloada 32.bita útgáfunni nema að þeir séu með 64.bita stýrikerfi! Laughing Hérna downloadið þið þessu forriti! Forritið er komið á Codeplex núna. Hérna er upphafsíða forritsins og höfundsins fyrir áhugaverða. 

 

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/10/2009 at 12:00 PM
Tags:
Categories: Ljósmyndun
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Hús á tunglið eftir 3 ár!!

Þetta er alveg magnað!! Hlaða sett upp á tunglinu með hjálp vélmenna!!

 

Það er að vísu pínkulítið... en samt hús Tongue out

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/9/2009 at 11:57 AM
Tags:
Categories: Tækni
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

"Einn af þessum dögum"

Já þetta á 100% eftir að verða "einn af þessum dögum"! Í hádeginu ætlaði ég að prenta í prentaranum en hann stíflaðist 3x þangað til ég náði loksins að prenta. Áðan var kaffivélin frosin þ.e takkarnir virkuðu ekki. Þá ætlaði ég að oppna kaffivélina (sem þarf að gera ef það á að endurræsa hana) en þá vildi hún ekki oppnast... það var ekki fyrr en ég beitti öllum mínum kröftum að hún þeyttist upp og mölbraut kaffibollann minn!

Hvað í ósköpunum gerist næst í dag? Ég hef það alvarlega á tilfinningunni að ég þurfi að uppfæra þennann texta í dag. Yell Enn og aftur er Karma eitthvað á móti mér!!

 


Þessi hérna hefur samt gert eitthvað töluvert verra af sér en ég! Tongue out

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/5/2009 at 2:15 PM
Categories: Karma
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (2) | Post RSSRSS comment feed

Did you know (myndband)

Magnað myndband sem hann Hrafn bróðir sendi mérþ Já fjölskyldan er að sjá mér fyrir mikklu efni á síðunni þessa dagana!

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/2/2009 at 5:00 PM
Categories: Almennt Blaður | Tækni | Þjóðfélagið
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (0) | Post RSSRSS comment feed

Húmor í tilefni dagsins!

Ég fékk þetta sent frá henni Tinnu systur! Alveg ótrúlega findið!!! Það besta sem ég hef séð!!! Og hemdin...

Be the first to rate this post

 • Currently 0/5 Stars.
 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5

Posted by: sturlath
Posted on: 4/1/2009 at 2:12 PM
Tags:
Actions: E-mail | Kick it! | DZone it! | del.icio.us
Post Information: Permalink | Comments (3) | Post RSSRSS comment feed